Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 44

Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 44
 8. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skór Konur hafa í gegnum tíðina grip- ið til ýmissa ráða til að huga að út- litinu. Í vöruskortinum sem fylgdi síðari heimsstyrjöldinni var til dæmis galdurinn að endurnýta sem mest. Sem dæmi um það voru gamlir skór málaðir, skór sólaðir með korki, tré eða bíldekkjum, stál- kantar voru settir á tá og hæla, skóáburður var notaður sem fót- leggjalitur, vasaklútar og gömul sængurver nýtt í undirfatnað og gömul gluggatjöld eða áklæði notuð í fatnað. Þá var herrafatn- aði oft breytt í dömufatnað. Frökkum v a r t i l dæmis breytt í hálfsíða kvenjakka, pils eða barna- kápur. Jakkar urðu að dragtarjökk- um, fóðruðum með dagblöðum og svo framvegis. Heimild: visindavefur.is Galdurinn var að endurnýta Mikill vöruskortur var í seinni heims- styrjöldinni og þá tóku konur upp á því að endurnýta fatnað og fylgihluti. Ekki gera ráð fyrir því að þú munir nota sama skónúmer ævina á enda. Meðganga, þyngdarbreyt- ingar og lífið sjálft getur valdið því að skóstærðin breytist. Fæt- urnir vaxa ekki eins og þeir gerðu þegar þú varst barn en þeir geta lengst vegna breytinga á liðbönd- um, ekki síst eftir að komið er yfir fertugt og fimmtugt. ● 1. Mundu svo að skóstærðir eru breytilegar. Þótt þú notir yfirleitt stærð 38 er oft mikill munur eftir því frá hvaða framleiðanda skórnir koma. ● 2. Börn vaxa hratt og því er gott að miða við að þú komir þumli aftan við hælinn eftir að barnið er komið í skóinn. ● 3. Best er að máta skó seinni part dags. Þá er fóturinn ögn þrútnari en hann er snemma dags og minni líkur eru á að þú kaupir skó sem þig á eftir að verkja undan. ● 4. Það er ekki ófrávíkjanleg regla að skór séu betri eftir því sem þeir kosta meira. Þú getur fengið góða skó á góðu verði. ● 5. Ef þér líður ekki vel í skóm sem þú mátar skaltu ekki kaupa þá. Góð ráð um skó ● VISSIR ÞÚ AÐ... Í Mið-Austurlöndum, sumum Afríkuríkjum, Kóreu og Taílandi þykir dónalegt að sýna iljarnar. Annars staðar, til dæmis á Indlandi, þykir skókast versti dónaskapur. Á Taílandi þykir það jafnframt mesta móðgun ef fótur, sokkur eða skór snertir höfuð. Skemmst er að minnast þess þegar blaðamaðurinn Muntadhar al- Zaidi henti skó sínum í George W. Bush Bandaríkjaforseta. Al-Zaidi var ákærður fyrir að vanvirða erlendan þjóðhöfð- ingja og dæmdur til þriggja ára fang- elsisvistar. Hann var hins vegar látinn laus í september vegna góðrar hegðunar. ● SKÓNOTKUN HÓFST FYRIR ÞÚSUNDUM ÁRA Elstu skór sem vitað er um eru frá 8.000 til 7.000 f.Kr. og fund- ust í Oregon í Banda- ríkjunum árið 1938. Þó telja sumir, og þeirra á meðal mannfræðing- urinn Erik Trinkaus, að skónotkun hafi hafist fyrr, jafnvel fyrir 40.000 árum. Helstu rök Trinkaus eru að á því tímabili hafi tábein manna þróast og minnkað, en sannanir eru fyrir því að hið gagnstæða gerist þegar menn ganga um berfættir. Dæmigerðir miðaldaskór.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.