Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 62
46 8. október 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Íslensk kvikmyndagerð er í mikilli hættu að mati forsvarsmanna atvinnu- greinarinnar ef boðaður niðurskurður í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnar- innar verður að veruleika. Hátt í hundrað störf munu glatast og veltan getur dregist saman um rúma tvo milljarða. Ari Kristinsson, formaður Sam- taka íslenskra kvikmyndafram- leiðanda, og Baltasar Kormákur gengu á fund menntamálaráðherr- ans Katrínar Jakobsdóttur á þriðju- dagsmorgun og kynntu henni tölur úr kvikmyndaiðnaðinum. Ari viður- kennir að þeir hefðu auðvitað átt fyrir löngu að vera búnir að safna saman þessum upplýsingum; þær hafi ekki legið fyrir áður og því hafi ekki verið hægt að kynna sér þær. Hann hefur fulla trú á því að þegar menn sjái þetta svona svart á hvítu snúist þeim hugur. „Við höfum alltaf talið okkur hafa svo góðan málstað að verja og héldum að allir töluðu okkar máli þannig að það þyrfti ekk- ert að fara út í svona reikninga.“ Tölurnar sem Ari vísar til eru nokkuð forvitnilegar. Síðustu tvö ár hefur ársvelta sjónvarps- og kvikmyndaiðnarins numið rúmum þrettán milljörðum íslenskra króna og hann hefur skapað vel yfir sex hundruð störf. Árið 2008 velti íslenski kvikmyndaiðnaðurinn 6,6 milljörðum samkvæmt bráðabirgða- tölum og skapaði þrjú hundruð störf. Í ár er gert ráð fyrir að veltan í íslenskri sjónvarps- og kvikmynda- gerð verði 6,8 milljarðar og þegar árið er á enda muni 320 manns hafa haft atvinnu af því að starfa við sjón- varps-og kvikmyndaframleiðslu. Ari segir að veltan í kvikmynda- bransanum muni dragast saman um 2,3 milljarða og að hátt í hundrað störf muni glatast ef niðurskurður- inn verður að veruleika. Ef allt það fólk sem muni missa vinnuna fari síðan á atvinnuleysisbætur muni ríkið hvort eð er greiða þeim jafn- háa upphæð og skorin verður niður. „Í menningarmálum er skorið niður um rúmlega þrjú hundruð milljónir samkvæmt þessu fjárlagafrum- varpi og þeir hafa farið þá leið að skera niður sjóði í stað stofnana. Mér þykir það gott og gilt að ekki sé skorið verulega niður í menningar- málum en mér finnst frumvarpið sýna atvinnugreininni óvirðingu,“ segir Ari. Hann tekur fram að nið- urskurðurinn sé enn ekki orðinn að veruleika og hann reiknar fastlega með að einhverjar breytingar verði gerðar. Hann segir að óvænt sam- staða hafi skapast innan atvinnu- greinarinnar, aðilar innan brans- ans sem hafi kannski ekki ræðst við í áratugi tali nú saman og mikill hugur sé í mönnum. „Við höfum þjappað okkur saman og ætlum að kynna okkar málstað,“ segir Ari. Hann segir að með þátttöku erlendra sjóða geti fjórar til fimm íslenskar kvikmyndir í fullri lengd orðið að veruleika á ári og fjórar leiknar sjónvarpsþáttaraðir. Ef framlag Kvikmyndasjóðsins minnki hafi það veruleg áhrif á möguleika íslenskra leikstjóra á að ná í styrki erlendis. Framlag íslenska ríkisins sé kannski ekki mikið en ákaflega mikilvægt og raunar frumforsendan fyrir því að verkið fari af stað. „Og það sem meira er, ef þetta verður raunin er nánast ómögulegt fyrir unga leikstjóra að koma verkum sínum á framfæri,“ útskýrir Ari og tekur fram að íslenska ríkið tapi ekkert á því að styrkja íslenska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn. „Nei, ríkið fær engan bakreikning ef verkið gengur illa heldur lendir það allt á framleiðandanum. Við telj- um okkur því vera hagstæða stærð og viljum að það sé komið fram við okkur eins og hina.“ freyrgigja@frettabladid.is Sá orðrómur hefur lengi verið á kreiki að til stæði að gera bíó- mynd eftir sjónvarpsþáttunum Arrested Development. Kvik- myndavefsíða Empire greinir frá því í gær að nú sé þetta endan lega komið á hreint; kvik- myndin verði að veruleika. Handritshöfundurinn og leik- stjórinn Mitch Hurwitz er sest- ur niður og byrjaður að skrifa handritið en hann er hugmynda- smiðurinn á bak við þessa þætti sem hafa notið mikilla vinsælda um heim allan, þar á meðal á Íslandi. Samkvæmt vefsíðu Empire hafði Hurwitz lýst því yfir að kvikmyndin kæmi ekki til greina nema allur leikhópurinn samþykkti að taka þátt. Hann samanstendur af Jason Bateman, Will Arnett, Portiu De Rossi, Michael Cera, Jessicu Walter, Jeffrey Tambor, Tony Hale, Aliu Shawkat og David Cross. Upphaflega var talið, þótt það hefði ekki fengist staðfest, að fyrirætlanirnar myndu stranda á Michael Cera enda hefur hann náð töluverðum árangri á hvíta tjaldinu eftir að þættirnir voru sýndir. Hann virðist þó hafa tíma til að leika í myndinni og aðdáendur þáttanna geta því varpað öndinni léttar. Þótt Arrested Development hafi náð töluverðri hylli meðal gagnrýnenda var ákveðið að slá þáttaröðina af eftir aðeins þrjár seríur þrátt fyrir að hún væri margverðlaunuð. Áhorfið reynd- ist ekki vera sem skyldi. Blaðamaður Empire skrifar að vonandi muni framleiðslufyrir- tækið Fox Searchlight koma betur fram við þessa skrítnu fjöl- skyldu en sjónvarpsfyrirtækið. Talið er að Ron Howard muni tala inn á myndina sem þulur. Þrátt fyrir að gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins hafi slátr- að mynd númer tvö hefur Holly- wood þann háttinn á að horfa ekki á gagnrýni heldur hvort mynd skili gróða eður ei. Og Transformers tvö skilaði svo sannarlega gróða því hún er önnur tekjuhæsta kvikmynd- in á þessu ári, en nær auðvit- að ekki Harry Potter sem er ókrýndur konungur kvik- myndahúsanna um þessar mundir. Af þeim sökum hefur leikstjórinn Michael Bay til- kynnt að mynd númer þrjú verði sett í framleiðslu. Ekki hefur verið staðfest að stjarna myndarinnar, Megan Fox, snúi aftur en henni og Bay sinnaðist eitthvað í kringum frumsýningu síðustu myndar. Shia LaBeouf hefur heldur ekki gefið grænt ljós á sína nærveru en telja má ólíklegt annað en að þau tvö láti tilleiðast. Ekki nema Megan Fox vilji að Paris Hilton hrifsi af henni hlut- verkið en hótelerfinginn hefur látið í ljós áhuga sinn á því að leika í myndinni. Vonandi, fyrir aðdáendur Transformers, verður slíkur gjörningur aldrei að veru- leika. Transformers 3 verður til KLÁR Í SLAGINN Michael Bay ætlar að leikstýra mynd númer þrjú um Transformers. Hvort Megan Fox snúi aftur er hins vegar óvíst. Eins og kom fram í fjölmiðlum er gert ráð fyrir að Mark Wahlberg leiki aðal- hlutverkið í endurgerðri og staðfærðri útgáfu af Reykjavík-Rotterdam. Baltasar Kormákur mun leikstýra en Working Title framleiðir myndina. Áður en að því kemur hefur Wahlberg í nógu að snú- ast en ferill þessa geðþekka leikara hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Mark Wahlberg er fæddur í Dor- chester í Massachusetts á því herr- ans ári 1971. Hann komst snemma í kast við lögin og hlaut nokkra dóma fyrir smávægileg afbrot. Hann reyndi fyrst fyrir sér sem tónlistarmaður undir nafninu Marky Mark enda var eldri bróðir hans, Donny Wahlberg, í hinni ofurvinsælu drengjasveit New Kids on the Block. Mark reyndist vera ágætis leikari og lét fyrst að sér kveða í Di Caprio-mynd- inni Basketball Diaries. Í kjölfarið komu kvikmyndir á borð við Boogie Nights, The Big Hit og Three Kings. Ferill Wahlbergs hefur verið skrykkjóttur; sumar bíómyndir hans hafa verið hálfgert drasl en hann náði ákveðnu hámarki með frammistöðunni í The Departed eftir Martin Scorsese. Wahlberg hefur þó yfirleitt haft í nógu að snúast, hann er einn framleiðenda hinnar vinsælu sjón- varpsþáttaraðar Entourage og leikur eitt aðalhlutverkanna í næstu kvik- mynd Peters Jackson, The Lovely Bones. Þá er í bígerð framhald af The Italian Job sem nefnist The Brazilian Job og svo leikur hann á móti Christian Bale í kvikmynd- inni The Fighter. - fgg Nóg að gera hjá Mark Wahlberg MIKLAR ANNIR Hún er þéttskipuð dagskráin hjá Mark Wahlberg en hann leikur meðal annars eitt aðalhlutverkanna í The Lovely Bones eftir Peter Jackson. Bíómyndin staðfest Á HVÍTA TJALDIÐ Fjölskyldan í Arrested Development mun rata á hvíta tjaldið því allir leikararnir hafa samþykkt að vera með. Jason Bateman verður því á sínum stað. > ENDURGERIR BRONSON Sylvester Stallone hyggst endur gera Charles Bronson- kvikmyndina Death Wish. Ekki er vitað hvernig Bron- son-aðdáendur taka í þessa frétt en Sly fór ákaflega illa með endur- gerð Get Carter sem Mi- chael Caine gerði ódauð- lega. Milljarðar tapast og hundrað störf glatast HRUN Kvikmyndir á borð við Algjöran Sveppa, Guð Blessi Ísland, The Good Heart og Brúð- gumann hafa allar notið góðs af kvikmynda- sjóðnum. Ef boðaður niðurskurður verður að veruleika mun íslensk kvikmyndagerð dragast verulega saman, um hundrað störf glatast og milljarðar tapast. Ósykrað Hollur barnamatur fyrir 6 mánaða og eldri www.barnamatur.is Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.