Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 72

Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 72
56 8. október 2009 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Framtíð framherjans Marels Baldvinssonar hefur verið í umræðunni síðustu daga. Samn- ingur hans við Val rennur út um áramótin og hann hefur þegar verið orðaður nokkuð sterklega við Stjörnuna. „Ég veit ekki hvað verður. Ég á eftir að hitta Valsmenn að máli og ræða við þá um framtíðina. Ég hef ekki rætt við önnur félög. Ég mun fyrst heyra hljóðið í Valsmönnum áður en ég skoða annað. Ég mun hitta þá í vikunni. Það er best að fá þessa hluti á hreint sem fyrst,“ sagði Marel sem hefur þegar rætt við nýjan þjálfara Valsmanna, Gunnlaug Jónsson. „Við áttum ágætt spjall þar sem hann sagðist meðal annars vilja halda mér hjá félaginu,“ sagði Marel en það er þá stjórnarinnar að ganga frá nýjum samningi við framherjann. Marel var einn fjölmargra leik- manna Vals sem ollu miklum von- brigðum í sumar. Sjálfur byrjaði hann ágætlega en síðan fjaraði undan leik hans eins og flestra leikmanna liðsins. „Þetta var svo sannarlega mikið vonbrigðasumar. Það var alls ekki lagt upp með þetta fyrir tímabil- ið. Ég geri því ráð fyrir miklum breytingum á Hlíðarenda eins og hefur mátt sjá í fjölmiðlum. Ég hef engar sérstakar skýringar á þessu gengi okkar en þarna var fullt af hæfileikaríkum fótboltamönnum sem náðu bara ekki saman.“ - hbg Samningur Marels Baldvinssonar við Val rennur út um áramótin: Gunnlaugur vill halda mér hjá Val MAREL BALDVINSSON Mun ræða við Valsmenn í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Stein- þór Freyr Þorsteinsson hjá Stjörnunni sló eftirminnilega í gegn í sumar. Eftir að hafa verið efnilegur leikmaður hjá Breiðabliki blómstraði Steinþór í bláa bún- ingnum. Hann var líklega besti maður Íslandsmótsins á meðan hann var heill heilsu og leik- ur Stjörnuliðsins hrundi þegar hann meiddist. Steinþór hefur eðlilega vakið athygli eftir sumarið og skoðar nú sína möguleika. „Hugurinn stefnir út. Því er ekki að neita. Ég er að láta skoða möguleika í þeim efnum og vonandi kemst ég eitthvert á reynslu næstu vikur,“ sagði Steinþór í samtali við Frétta- blaðið í gær. Hann hefur verið orðaður við lið hér heima og þar á meðal sitt gamla félag Breiðablik. „Ég veit ekki hvaðan það kemur. Það er ekkert til í því. Ef ég verð hér heima leik ég líklegast áfram með Stjörnunni þar sem ég er samningsbund- inn. Maður veit samt aldrei með framtíðina enda er ég Bliki,“ segir Steinþór. - hbg Steinþór Freyr Þorsteinsson Stjörnumaður: Hugurinn stefnir út FYRIRLIÐI FÓTBOLTALEIKJANNA ER LENDIR 01.10.09 10. HVERVINNUR! FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR · FULLT AF PEPSI MAX OG MARGT FLEIRA! Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FÓTBOLTI Gunnleifur Gunnleifsson gerði í gær þriggja ára samning við FH en hann hafði verið á mála hjá HK síðan 2002. Félögin hafa átt í viðræðum undanfarnar vikur en Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að þetta stæði til. FH tilkynnti um leið að Daði Lárusson hefði verið leystur undan samningi en hann hefur verið aðal- markvörður félagsins undanfarin fjórtán ár. „Eftir að það var ljóst að ég yrði ekki áfram í HK ræddi ég við nokkur félög,“ segir Gunnleifur. „Ég gerði mér snemma grein fyrir því að ég vildi fara til FH. Ég var þó samningsbundinn HK og þurftu félögin að ræða þetta sín á milli. Þeim tókst að finna lendingu og er ég afar þakklátur fyrir það. Það tók svo ekki langan tíma fyrir mig að ganga frá samningi við FH.“ Hann segist afar spenntur fyrir því að hefja æfingar með sínu nýja félagi. „Ég er fullur eldmóðs að byrja enda er FH frábært félag í alla staði. Ég hef bara heyrt góða hluti um félagið og ég er gríðar- lega spenntur fyrir þessu.“ Gunnleifur er 34 ára gamall en er óhræddur við að skuldbinda sig í þrjú ár til viðbótar. „Mér finnst að ég eigi enn eftir mín bestu ár í boltanum – ég er rétt að byrja,“ segir hann í léttum dúr. Hann hefur verið aðalmark- vörður íslenska landsliðsins und- anfarið ár og stefnir á að halda sínu sæti í landsliðinu. Ólaf- ur Jóhannes son landsliðsþjálf- ari sagði í síðasta mánuði að það væri viðbúið að hann gæti ekki valið Gunnleif áfram ef hann spil- aði í næstefstu deild hér á landi. Því kom það fáum á óvart að hann skyldi ákveða að yfirgefa HK. „Fyrir mér er íslenska landsliðið toppurinn. Það er því mjög skiljan- legt að ég þurfti á alvöru áskorun að halda og vera í því besta umhverfi sem hægt er hverju sinni. Sú ákvörðun að fara til FH er þáttur í því,“ segir Gunnleifur. „En ég skil við HK í góðu enda ekki annað hægt. HK er minn klúbbur og þar ólst ég upp. Ég hef gefið af mér til félagsins af lífi og sál og á því einnig margt að þakka. Þarna á ég marga vini og ég verð tíður gestur á leikjum HK í fram- tíðinni. Ég vona svo innilega að ég fái tækifæri til að spila við HK í efstu deild sem allra fyrst.“ eirikur@frettabladid.is Á enn eftir mín bestu ár Gunnleifur Gunnleifsson gerði í gær þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. Um leið hætti Daði Lárusson hjá félaginu eftir fjórtán ára veru hjá FH. GUNNLEIFUR GUNNLEIFSSON Hér í leik með íslenska landsliðinu en hann hefur verið aðalmarkvörður Íslands undanfarið ár. Hann er nú genginn í raðir FH. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Daði Lárusson og for- ráðamenn FH komust að sam- komulagi í gær um að Daði yrði leystur undan samningi sínum við félagið. Hann hefur verið aðalmarkvörður félagsins í fjór- tán ár en koma Gunnleifs Gunn- leifssonar breytti hans stöðu. „Ég átti ár eftir af mínum samningi og hefði kosið að klára hann. En þeir tóku þessa ákvörð- un og ég varð að sætta mig við hana,“ sagði Daði. „En þetta er allt gert í mesta bróðerni þó að þetta sé vissulega pínu súrt. Þetta eru skrítnir tímar.“ Hann segir að þetta hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Þetta hefur verið í umræðunni undan- farnar vikur og fréttirnar komu því ekki eins og þruma úr heið- skíru lofti. Ég er einfaldlega ekki hannaður til bekkjarsetu og það sagði ég stjórninni. Það var því niðurstaðan að ég færi.“ Daði er ekki byrjaður að ræða við önnur félög en ætlar sér að vera áfram í efstu deild. „Ég á nóg inni og ætla mér að vera í fremstu röð markvarða á næstu árum. Ég mun ekki gefa tommu eftir.“ - esá Daði Lárusson á leið frá FH eftir fjórtán ára veru: Vissulega pínu súrt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.