Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 22
RÖBINSON KRÚSÓ HINN NÝI SÍÐARI GREIN Seint í apríl 1960 sneri Tom Neale aftur til eyjarinnar sinnar. En hann varð þar aldrei jafn hamingjusamur og í fyrra skiptið. Gestagangurinn fór vaxandi. Sumra gestanna saknaði hann - en aðra kunni hann þeim mun verr við .... Á þennan hátt lærði ég að opna kókoshnctur. QrD Laugardagsmorgun einn, tuttugasta og annan maí, sat ég úti á verönd og var nokk- uð ánægður með lífið. Vet- urinn var liðinn og garður- inn í fullum blóma. Ekkert benti til þess að ég kæmist í lífshættu innan nokkurra klukkustunda. Eftir morgunverð ýtti ég „Andarunganum“ á flot og reri út í Einstréshólma, sem ég kallaði svo. Þar ætlaði ég að gróðursetja kókostré. Ég reri hægt út á lónið, steig á land í hólmanum og dró bát- inn upp. Án þess að bugsa út í það tók ég járnstykkið, sem ég notaði fyrir akkeri, upp úr bátnum og henti því í land. í bráðum háska. Þá skeði það. Brennandi sársauki læsti sig eftir hryggnum. Ég heyktist i keng og hrein hástöfum af kvölum. Fyrst var ég frem- ur undrandi en hræddur. Svitinn Ijogaði af mér í strið- um straumum. Ekki þýddi að reyna að hreyfa sig. Sárs- aukinn var lamandi. Ég lief ekki hugmynd um hve lengi ég stóð þarna. Jafnskjótt og ég bærði á mér læsti sárs- aukinn sig gegnum merg og bein. Þó tókst mér um síðir að rétla úr mér. Ég sagði við sjálfan mig: Neale, ef þú gefst upp, ertu búinn að vera! Ég horfði vfir lónið til lands. Til litla hússins míns var allt að fjögurra kíló- metra spölur. Hvernig átti ég að komast þangað? Það eilt að komast að bátnum virtist mér algert ofurefli. Ég ákvað að reyna að skríða að l)átn- um á fjórum fótum. Ég var dauðhræddur um að detta, þvi að ég vissi að ég bafði enga möguleika á að komast þá á fætur aftur. Næstu manneskjur voru í fjarlægð sem nam tugum mílna. Ég myndi deyja hér eins og hundur. Það var sú tilhugsun, sem léði mér krafta til að velta mér i bát- inn. Ég var liræðilega ein- mana. Tilhugsunin um kofann minn vai’ð mér þó til hug- hreystingar. Þangað varð ég að komast! Ég skar á akker- isreipið og fann „Andarung- ann“ reka hægt frá hólman- um. Með árunum tókst mér nokkurn veginn að halda réttri stefnu. Ég gætti þess að silja þráðbeinn. Sólin skein án allrar miskunnar, og svitinn bogaði af mér. Það var næstum sem ég dáleiddi bátinn til að reka í rétta átt. En hvernig átti ég að koma bátnum í land? Það varð ég að gera. Ég gæti ekki lifað á eynni án báts. Ég man þetta allt heldur óljóst, en þó rámar mig í að alda send af forsjóninni bafi lyft mér og bátnum svo hátt upp í fjöruna að okkur rak elcki til baka aftur. Það var eins og ég hefði sjálfur dreg- ið bátinn upp. Ég velli mér úl úr bátnum og skreiddist eftir stígnum lieim að kofanum. Það var mjög farið að líða á daginn. Raunar hafði ég mjög tak- markaða hugmynd um livernig tímanum leið. Ég vóg mig upp í rúmið. Á borð- inu lijá því var almanak. í bráðina fannst inér mestu máli skipta að vita bvaða dagur var. Ég var óskaplega hamingjusamur yfir að vera kominn heim aftur. Kettirn- ir lágu malandi við fætur mér. Óljóst minnist ég þcss að mér tókst að ojnia kókos- hnetur með lmíf og drekka úr þcim. Þannig tókst mér að draga fram lífið fram á þann dag.... Raddir og fótatak. Ég lá á baldnu í rúminu þegar ég allt i einu heyrði raddir; tveir menn töluðust við. Ég hef aldrei verið trú- aður á kraftaverk, svo ég liélt mig drevma. Eða þá að ég væri orðinn brjálaður. En 22 VIIvAN 34. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.