Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 27
bandarískur ríkisborgari) í síð- ari heimsstyrjöldinni, og um það leyti sem stríðinu lauk, fæddist Mia, nánar tiltekið þann 10. febrúar, árið 1945, hin þriðja í röðinni af sjö systkinum sem fjölskyldan var aðnjótandi að ala af sér. Börn kaþólskra for- eldra voru venjulega látin ganga í kaþólska skóla á þeim tíma, og reyndar enn, en það átti ekki við Miu. Fyrsta daginn í skól- anum æpti hún upp yfir sig af skelfingu er hún sá nunnu. Fölt andlitið, í svörtum og hvítum ramma, varð þess valdandi að hún fór að hágráta. — Hún leit út eins og hún hefði verið háls- höggvin, sagði Mia síðar, — og það var rétt búið að hræða úr mér líftóruna. Nunnurnar höfðu mikil og slæm áhrif á Miu, sem þá var aðeins barn. — Ég minnist þess að ég vaknaði oft grátandi á Þessi raynd var tekin í Madrid árið 1957, vegna móður Miu. Það er Mia scm er í miðjunni. nóttunni, því ég var með mar- tröð um Satan, segir hún. — Ég man líka að við vorum látin læra utan að fleiri-fleiri síður um syndir sem sendu mann beint til Helvítis — eða einhvers það- an af verra. Og þessar ,,syndir“ voru flestar álíka stórvægilegar og að borða kjöt á föstudögum eða að fara ekki í kirkju á sunnudögum, rétt eins og það skipti einhverju máli. Mia lá lengi vakandi á kvöld- in. Hún var hrædd við að loka augunum og sofna; hún gat al- drei verið viss um hvenær Djöf- ullinn, sem systurnar höfðu sagt henni svo mikið frá, kæmi til að heimta skuld sína. Enn í dag á hún bágt með að venja sig af þessum hugrenninum, og hún fer aldrei í háttinn fyrr en hún er orðin yfir sig þreytt: jafnvel þá þorir hún ekki að loka aug- unum en á endanum yfirbugar svefninn. Þegar hún var 9 ára gömul var hún veikluleg og grönn og þá veiktist hún af lífshættuleg- um sjúkdómi. — Ég fékk allar mögulegar pestir, segir hún. - Þegar ég fékk lömunarveikina var öll fjölskyldan einangruð og öllum mínum leikföngum var brennt. Mia náði sér þó að mestu leyti eftir veikindin, en enn í dag kemur það fyrir að hendurnar á henni bólgna allar upp í liða- gigt, ef hún verður mjög þreytt. Árið 1957, þegar hún var 12 ára, fór John Farrow með konu sína og börn til Spánar, þar sem hann vann að gerð kvikmyndar- innar „John Paul Jones“. Aðal- stjarna þeirrar myndar, Bette Davis, man enn eftir Miu: — Hún var hræðilega ein- mana, vesalings stúlkan. Hún og dóttir mín, Bee-Dee, urðu góðar vinkonur, en Mia hafði mikil áhrif á mig. Hún virtist vera fædd með hugarfari gamallar konu, og var yfirleitt alltaf ein, alein í sínum eigin heimi. En hún var ákveðin í því að hún ætlaði að verða leikkona, þó svo væri að í þá tíð hafi hún verið eins og lítil mús. í ameríska skólanum í Madrid eyddi Mia löngum stundum i bókasafninu og las bækur um trúmál og trúarbrögð. f kennslu- stundum gerði hún ítrekaðar til- raunir til að fá bekkjarbræður sína til að sýna í verki algjöra vöntun sína á virðingu fyrir yfir- völdum skólans, en það eina sem upp úr því hafðist var að hún var rekin úr skólanum. Foreldrar hennar komu henni þá fyrir í kaþólskum skóla á staðnum, en Mia barðist af öllu afli við agann sem þar ríkti. Nunnurnar settu hana í alls kyns ströff og bönn hvað eftir annað fyrir að halda félögum sínum á Mia hefur áhuga á ljósmyndun, og hér hcfur liún rétt lokið við að mynda brezka lcikarann Laurence Harvey. Myndin cr tckin f hléi, við kvik- myndatöku í London. snakki í bænastundum og að lesa „ókristileg" vikublöð. Mia varð sífellt meira einmana og komst loks að þeirri niðurstöðu að það eina sem gæti bjargað henni væri að hún gerðist nunna og helgaði líf sitt til góð- verka. En nunnurnar voru ekki hrifnar af hugmyndinni. — Ég sagði abbadísinni að ég vildi Framhald á bls. 35. t Þessi mynd var tekin árið 1964, pegar Mia var 19 ára, og var að biia sig undir sitt fyrsta kvikmyndahlut- verk. 34. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.