Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 47
FJÖLBREYTT ÚRVAL ÍSLENZKRA OG NORSKRA ÁKLÆÐA Ver8 aðeins um 25.000 SKEIFAN, Kjörgarði VÖRUMARKAÐURINN Armúla ÓÐINSTORG, Skólavörðustíg BÓLSTRUN K. ADOLFSSONAR, Grettisgötu 29 Hornsðfasett með hornborði og sófaborði Trétœhni Súðarvogi 28 Arfur og örlög Framhald af bls. 31. Lögregluþjónninn var lítill og feitlaginn. Framkoman benti til, að hann væri mjög atorkusamur, en ég held hann hafi ekki stigið í vitið. Hann talaði þýzku mestallan tímann. Ég skildi fæst af því, en Crouner endurtók það fyrir mig á eftir. Það kom í ljós, að fólkið hafði skrökvað eins og Crouner hafði spáð. Rupert kom fram af miklum myndugleika, og lögreglu- þjónninn var mjög hæverskur við hann. Ru- pert sagði um Rósu, að hún hefði verið gjörn á að taka upp á einu og öðru eftir litla yfir- vegun. í öðru lagi tókst honum að skella skuldinni á Önnulísu, af því hún hafði ekki stráð sandi á bryggjuna. En ekki þorðu þau að koma neinum gruni á mig. Crouner stóð bak við mig og var hinn óárennilegasti. —• Það er eitt, sem ég skil ekki, sagði Crouner, þegar röðin kom að honum. ■—. Bryggjan hallar niður að vatninu, unz hún er ekki hærri en vatnsflöturinn. Ef sú látna hefur ætlað að synda og hlaupið eftir bryggj- unni, mundi hún hafa dottið fram fyrir sig. En líkið liggur á bakinu. Það sló á þögn, og ég sá, að hver og einn var tilbúinn að koma með skýringu á þessu. En Rupert hefur undir eins séð, að þannig skýringar gætu vakið ýmsar grunsemdir lögreglumannsins. Þess vegna flýtti hann sér að segja, að Rósa hlyti að hafa snúið baki að vatninu og dottið um leið og hún ætlaði að snúa sér við. — Ferencz læknir, sem hérna er, og þér kannizt auðvitað við, rannsakaði líkið og komst að þessari niðurstöðu, bætti Rupert við. Jú, lögreglumaðurinn kannaðist vel við Ferencz lækni og gat ekki vantreyst orðum hans. Crouner sagði ekkert en skiptist á augnatillitum við Rupert. Þessu næst var Annalísa yfirheyrð, og varð hún því fölari í framan sem spurning- arnar dundu á henni. Margit lagði sig fram um að hafa áhrif á lögregluþjóninn og sagði meðal annars: — Við hverju öðru er að bú- ast af heimskri Júðastelpu. Það hefði aldrei átt að ráða hana í þetta starf. —• Þú ert þá Gyðingur! þrumaði lögreglu- þjónninn ógnandi röddu. Annalísa anzaði ekki. — Nú, ertu það eða ekki? Nú varð mér nóg boðið og gat ekki stillt mig um að segja reiðilega: — Hvílík fá- sinna! Eins og það breyti einhverju. . . . Crouner þaggaði niður í mér. Láttu ekki svona, Magga. Þögnin er oft gulls ígildi. Já, ég er Gyðingur, svaraði Annalísa nú. Það var stolthreimur í rómnum, enda þótt hún væri sýnilega dauðþreytt og á mörkum þess að gefast upp. Ég hefði getað faðmað hana að mér vegna kjarks hennar. Þú gætir lent í fangelsi fyrir þetta allt, telpa mín, sagði lögreglumaðurinn strangri röddu. Og þú verður að endurtaka þetta allt við líkskoðunina. Eftir þetta lét hann telpuna fara. Skömmu seinna söfnuðust þau öll saman á svölunum til víndrykkju. Lögreglumaðurinn var einn af hópnum, en ég ekki, og Crouner var snögglega horfinn. Dómurinn var sama sem fallinn. Morðingi Rósu mundi sleppa. Þessi hugsun gerði mig bálreiða, og ég var komin á fremsta hlunn með að ganga til lögreglu- mannsins og biðja um túlk, svo ég gæti tal- að út. f sama bili kom Ferencz læknir til móts við mig og sagði: - - Ég vil gjarnan tala við yður. — É'g vildi líka gjarnan tala við yður! brauzt upp úr mér. — Hvernig gátuð þér fengið yður til að ljúga svona ferlega? Þér snertuð alls ekki á líkinu. Og samt fullyrtuð þér, að dauði hennar væri slys! — Já, það var slys. — Hvernig vitið þér það? — Af því annað kom ekki til greina. Við þessi orð hans blossaði reiðin aftur upp í mér, og ég álasaði honum fyrir óheið- arleika. — Nei, þetta er ekkert réttlæti! sagði ég að lokum. —• Er til nokkurs að sýna réttlæti nú? sagði hann þreytulega. •— Auðvitað eiga menn ævinlega að ástunda réttlæti. Gerir það kannske ekkert til, hvort Annalísa litla verður sett í fang- elsi eða ekki? —- Ég vildi gjarnan fræða yður á einu, sagði læknirinn með kvalráðum svip. — Eg hef einu sinni heimsótt land yðar, og það gladdi mig. Þar ríkir mikið frelsi. — Ég held við höfum ekki meira frelsi en aðrir, svaraði ég. — Ungfrú Magga, í yðar landi eru að minnsta kosti ekki til menn, sem gætu kom- ið að næturlagi og haft yður á brott! Hann benti út yfir vatnið: — Þarna hin- um megin er ekki um neitt frelsi að ræða lengur. Þér skiljið þetta kannske ekki sem bezt, en ég hef tekið eftir, að þér hafið not- að augun vel. Það er indælt að geta lifað í friði hjá fjölskyldu sinni. Þér eruð sjálfsagt mikið fyrir börn, ungfrú Magga, og það er ég líka. En áður en varir stendur einkennis- búinn maður við dyrnar. Öll fjölskyldan er tekin á brott og kemur ekki aftur. Skiljið þér, hvað ég á við? —- Já, sagði ég dálítið rugluð. •— En það hljóta að vera til reglur... . —■ Aha, reglur. Ég er læknir og hef lært að bjarga lífi en ekki taka það. En gagnvart mínum eigin dreng hef ég engar reglur, óska einungis, að hann megi lifa. Þess vegna vil ég bjarga honum, ef ég get. En við erum ekki stödd í Þýzkalandi, Ferencz læknir. Þér eigið við nasistana, en þeir eru ekki hér. — Þeir eiga eftir að koma fljótlega. Og þeir koma um miðnættið. Þess vegna er skynsamlegast fyrir yður að koma yður af stað eins fljótt og mögulegt er. 34. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.