Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 44
Hún fölnaði upp og sagði við mig í hálfum hljóðum: — Gjörið svo vel að tala ekki svona hátt. Það getur heyrzt til yðar. Eg blygðaðist mín fyrir að hafa byrjað svona illa og fitjaði af handahófi upp á samræðum um franska sjónleiki. Hún tal- aði mjög lítið og alltaf í sama, lága og hljómþýða rómnum. Það var eins og hún óttaðist, að ein- hver lægi á hleri. Bg varð gripinn heimskulegri, ástríðuþrunginni ást til hennar, og hin ólýsanlega dulúð, sem umlukti hana, æsti forvitni mína eins og áfengt vín. Hún hélt á brott mjög skjótlega að máltíð lokinni, en þegar hún var að fara, bað ég hana leyfis að mega koma í heimsókn til henn- ar. Hún hikaði snöggvast við, litaðist um til að vita, hvort nokkur væri nálægt okkur, og sagði síðan: — Já, á morgun, þegar klukk- una vantar fimmtán mínútur í fimm. Ég bað frú de Rastail að segja mér eitthvað um hana, en fékk ekki aðrar upplýsingar en þær, að hún væri ung ekkja og ætti fallegt hús í Park Lane. Og þeg- ar einhver sprenglærður leið- indapúki fór að halda fyrirlestur um ekkjur, sem hann taldi óhrekjanleg dæmi sanna, að bæru alla hina beztu kosti heillaríkrar hjónabandssælu, — þá kvaddi ég og hélt heimleiðis. Daginn eftir hélt ég til Park Lane, nákvæmlega á tilteknum tíma, en þá sagði þjónninn mér, að lafði Alroy væri nýfarin út. Eg fór niður í klúbbinn og var í leiðu skapi, því að þetta kom mér mjög á óvart. Eftir langa íhugun skrifaði ég henni bréf, þar sem ég spurði hana, hvort mér leyfðist að freista gæfunnar eitthvert annað kvöld. í nokkra daga fékk ég ekkert svar, en loksins fékk ég lítinn miða með þeim ummælum, að hún mundi verða heima á sunnu- daginn klukkan fjögur, ásamt þessari einkennilegu eftirskrift: — Gjörið svo vel að skrifa mér ekki aftur hingað. Eg skal útskýra það, þegar við hittumst. Næsta sunnudag tók hún á móti mér og var blátt áfram dá- samleg. En þegar ég var á för- um aftur, bað hún mig þess, ef ég fengi einhvern tíma tækifæri til að skrifa henni aftur, að árita þá bréfið til „Frú Knox, hjá Whittakers bókasafni Green Street". — Til þess liggja sérstakar ástæður, sagði hún, — að ég get ekki veitt bréfum viðtöku heima hjá mér. Efir þetta sá ég hana iðulega, og sífellt var hún umvafin þessu dularfulla andrúmslofti, sem al- drei hvarf henni. Við hittumst á hinum ólíklegustu tímum og ólíklegustu stöðum. Einu sinni áttum við stefnumót í garði. Þegar ég kom, sat hún undir stóru tré og var svo ósegjanlega falleg og dularfull. Stundum hélt ég, að einhver karlmaður hefði vald yfir henni, en þó átti ég erfitt með að trúa því. Það var fjarska erfitt fyrir mig að komast að nokkurri nið- urstöðu, því að hún var einna líkust þessum kynlegu kristöll- um, sem maður sér á söfnum, og eru eina stundina skærir, en aðra skýjaðir. Þar kom, að ég ákvað að biðja hana að verða konan mín. 5£g var orðinn veikur og þreyttur á allri þessari óaflátanlegu laun- ung, er hún lagði á allar mínar heimsóknir og öll þau bréf, sem ég skrifaði henni. Eg skrifaði henni í bókhlöðuna og spurði, hvort ég mætti hitta hana næsta mánudag klukkan sex. Hún svar- aði því játandi og ég var í sjö- unda himni af gleði. EÍg var trylltur af ást til henn- ar, þrátt fyrir þessa launung. Það var konan sjálf, sem ég elsk- aði, en þessi dulúð truflaði mig, gerði mig vitlausan. Hvers vegna þurfti þá endilega að vilja svo til, að ég komst á slóð hennar? — Svo að þú komst þá að leyndarmálinu, hrópaði ég. — Það er ég hræddur um, anzaði hann. — Þú getur ann- ars dæmt um það sjálfur. — Þegar fram á mánudag kom, fór ég til snæðings með frænda mínum, og um klukkan fjögur var ég kominn til Maryle- bone-götu. Þú veizt að frændi minn á heima þar rétt hjá. Í3g vildi komast sem fyrst til Piccadilly, og fór skemmstu leið eftir ýmsum óþrifalegum hliðar- götum. Allt í einu sá ég lafði Alroy á undan mér. Hún var vendilega dulklædd og gekk hratt. Er hún kom að yzta húsinu við götuna, gekk hún upp dyraþrepin, tók smekkláslykil úr vasa sínum, opnaði og fór inn. — Hér kemur leyndarmálið, sagði ég við sjálfan mig. Eg gekk nær og virti húsið fyrir mér. Það virtist vera byggt fyrir leiguíbúðir. Fyrir utan dyrnar lá vasaklút- ur, sem hún hafði misst. Eg tók hann upp og stakk honum í vasa minn. Nú fór ég að íhuga hvað gera skyldi. Fg komst að þeirri niðurstöðu, að ég hefði engan rétt til að njósna um hana, svo að ég hélt áfram niður í klúbb- inn. Klukkan sex fór ég svo heim til hennar. Hún hvíldi á legubekk, í síð- degiskjól úr silfurofnum dúki, skreyttum sjaldgæfum mána- steinum, sem hún bar allajafna á sér. Hún var mjög yndisleg á að líta. — Mér þykir svo vænt um að sjá yður, sagði hún. Eg hef ekki komið út í allan dag. Eg starði á hana furðu lostinn. Síðan dró ég klútinn upp úr vasa mínum og rétti henni. — Þér misstuð þetta í Cum- nonstræti núna um nónbilið, lafði Alroy, sagði ég ósköp ró- lega. Hún leit til min skelfing- araugum, en hreyfði ekki hönd til að taka við klútnum. —■ Hvað voruð þér að gera þar? spurði ég. — Hvaða rétt hafið þér til að spyrja mig? svaraði hún. — Rétt þess manns, sem elsk ar yður, sagði ég. — Ég kom hingað þeirra erinda að biðja yður að verða konan mín. Hún fól andlitið í höndum sér og brast í ofsagrát. — Þér verðið að segja mér það, hélt ég áfram. Hún reis á fætur og leit beint í andlit mér. — Murchison lávarður, ég hef ekkert að segja yður. — Þér hafið farið til að finna einhvern, æpti ég. — Það er leyndarmál yðar. Hún varð náföl og svaraði: — 'Ég fór ekki til að finna neinn. — Getið þér ekki sagt mér sannleikann? hrópaði ég enn. — Ég er búin að segja yður hann, anzaði hún. Ég varð óður, vitstola. Ég man ekki hvað ég sagði, en það voru skelfileg orð, sem ég jós yfir hana. Síðan rauk ég á dyr. Daginn eftir skrifaði hún mér bréf. Ég endursendi það óopnað og lagði af stað til Noregs með Alan Colville. Mánuði síðar kom ég til baka og hið fyrsta sem ég rak augun í, var frétt í Morgunpóstinum um andlát lafði Alroy. Hún hafði orðið innkulza í sönghöll- inni og látizt fimm dögum seinna úr lungnabólgu. Ég lokaði mig inni og leit ekki við neinum. Ég hafði elskað hana svo heitt. Guð minn góður, hvað ég hafði elskað hana! — Komstu aftur í þessa götu? spurði ég. — Já, svaraði hann. — Einn góðan veðurdag gekk ég út í Cumnonstræti. Ég gat ekki að því gert. Ég kvaldist af þessum grun. Ég barði að dyrum, og virðuleg kona lauk upp fyrir mér. Ég spurði hvort hún hefði nokkur herbergi til leigu. — Ojá, herra minn, svaraði hún. — Setustofurnar eru að vísu taldar í leigu, en ég hef ekki séð frúna í þrjá mánuði, og þar sem leiguskuld hvílir á þeim, getið þér fengið þær. — Var það þessi kona? spurði ég og sýndi henni ljósmyndina. — Vissulega er það hún, hróp- aði konan. — Og hvenær kemur hún aftur, herra minn? — Frúin er látin, sagði ég. — Ó, herra minn, það vona ég að sé ekki satt, sagði konan. — Hún var bezti leigjandinn minn. Hún greiddi mér þrjár gíneur á viku fyrir það eitt að sitja í beztu stofunni minni við og við. — Átti hún stefnumót við einhvern hér? spurði ég. En konan fullvissaði mig um, að svo hefði ekki verið Hún hefði alltaf komið ein og engan hitt. — Hvað í ósköpunum var hún að gera hér, hrópaði ég. — Hún sat bara í stofunni og las í bókum, stundum fékk hún sér te, sagði korian. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja, svo að ég fékk henni gull- pening og fór. Jæja, hvað heldurðu, að þetta hafi allt saman átt að þýða? Ég hef enn ekki komizt að neinni niðurstöðu, þótt ég hafi brotið heilann um þetta jafnt á nóttu sem degi. Ekki heldurðu þó, að konan hafi sagt mér sannleik- ann? — Jú, ég held það einmitt. — En hvers vegna fór þá lafði Alroy þangað? — Kæri Gerald minn, svaraði ég. — Lafði Alroy var einfald- lega haldin launungarfýsn. Hún tók þessi herbergi á leigu til að njóta þeirrar ánægju að laum- ast þangað dulbúin og telja sér trú um, að hún væri kvenhetja. Hún var haldin ástríðu fyrir hinu dularfulla, en sjálf var hún aðeins venjuleg kona, sem ekk- ert var dularfullt við. — Heldurðu þetta í alvöru? — Já, og ég er viss um, að þetta er rétt, sagði ég. Hann dró upp leðurhylkið, opnaði það og starði á myndina um stund. — Skyldi það vera, sagði hann aftur og aftur. Savalle Framhald af bls. 20. sjá mig, en samt hafði ég á til- finningunni að hann væri eitt- hvað kuldalegri en venjulega. Hann sagði eitt, sem ég varð undrandi yfir. — Ég hitti Savalle, ungu frú Mede — í gær. Hún var að gefa svönunum, þegar ég skrapp í klúbbinn í gær. — Hvað í dauðanum varst þú að gera í Seabridge? spurði ég. — Var að líta eftir þér, ljúfan mín. Ég var búinn að hugsa mér að koma við á High Trees, en Savalle sagði að þú værir í inn- kaupaferð. — Þú ættir að halda þig sem lengst burt frá High Trees, það gæti einhver komizt að því hver ég er! sagði ég. — Vitleysa, Serena! Heyrðu, eigum við ekki að koma út, það er svo heitt hér inni.... Það var svalt í garðinum og skuggsælt. Við settumst við liliu- tjörnina, þar sem við höfðum svo oft setið áður. Hann tók mig í faðm sinn og kyssti mig, óvenju- lega ástríðufullur. Þetta var sá Stuart, sem ég hafði jafnvel hugsað mér að giftast, og hann var mér mikils virði. 44 VIKAN 34- «*■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.