Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 30
- Þér eruð bara að reyna að koma sökinni á einhvern. Ef þér haldið að ég hafi framið morð, þá skjátlast yður! FRAMHALDSSAGA EFTIR PATRICIA WENTWORTH, 5. HLUTI Ég gekk upp til villunnar og vakti fólkið, og andartak sortnaði mér fyrir augum, og einhver lagði handlegg yfir herðar mér. En svo áttaði ég mig, er mér varð ljóst, að þetta var Rupert. Allir að undanteknum Rupert voru mjög slegnir að sjá. Margit einblíndi sorgdöpur á lík systur sinnar, og tár streymdu niður vang- ana. Ég hefði ekki trúað, að hún ætti til að opinbera svona tilfinningar sínar. Eva var eina manneskjan, sem kraup við hlið Rósu. Hún horfði upp á mann sinn hræðsluþrungnu augnaráði. — Þetta er hræðilegt slys! muldraði hún. En ég sá á svip hennar, að hún mundi vita, að ástæðan var verri. Ferencz læknir stóð kyrr og drúpti höfði. Sem læknir var hann einkar atkvæðalítill þarna, það var eins og hann væri vonlaus maður, hefði hlotið dóm, sem innsiglaði ör- lög hans. Annalísa hafði gefið sig grátnum á vald. Það leit út fyrir, að atburðurinn væri henni þungbærastur. Rupert var hins vegar hinn rólegasti. Hann var fullklæddur andstætt öllum hinum, og Ijósbrúnt hárið vel greitt. — Auðvitað er þetta slys, mælti hann loks. — Og ég get ekki annað en ásakað sjálfan mig. Við vissum öll, að bryggjan er hættuleg. Tökum til dæmis Paul litla, sem datt hér. Rósa hefur bersýnilega ætlað að taka sér kvöldbað, en ekki gætt að sér. Það er mikil óheppni, að hún skyldi einmitt detta þannig, að höfuðið hefur slegizt við keipinn. Ég hafði ekki lagt orð í belg, heldur setzt á lágan garðinn, og er Rupert nefndi orðið „kvöldbað", leit ég til hans, og hann greip tillit mitt. — Þú ert sjálfsagt ókunnug þessu, Magga? spurði hann. Allir hcrrðnu nú á mig, ákafir í að finna syndaselinn. En það var algerlega — Hvað er hér á seyði? Einhvers konar ráðstefna? Þetta var Crouner Gunn, sem skyndilega var kominn í hópinn. Það var einkennandi fyrir hann að koma eins og skollinn úr sauð- arleggnum. Nú rann það upp fyrir mér, að það voru ekki fuglar himinsins, sem hann ástundaði að skoða gegnum sterka kíkinn sinn. Ég fann til léttis við komu hans og lét hann heyra það. — Já, ég bjóst líka við, að yður þætti ekki verra að ég kæmi, sagði hann stillilega. Svo kom hann auga á lík Rósu, en það gat hann ekki hafa séð í kíkinum. Hann varð þögull og einblíndi á líkið. Rupert gekk að honum og klappaði á öxl hans. Crouner lét sér nægja að snúa höfð- inu. Mennirnir tveir litu hvor á annan á þann veg sem hvor vildi berja hinn. — Nú, þér eruð maðurinn, sem hefur reist þetta andstyggðartjald við ströndina, mælti Rupert af fyrirlitningu. — Þetta hefði ég átt að geta sagt mér sjálfur. Crouner lét sem hann heyrði þetta ekki og leit aftur á líkið. — Hvernig gerðist þetta með veslings stúlkuna? spurði hann. Crouner var reyndar sá fyrsti, sem lýst hafði samúð sinni. Öll hin höfðu verið svo skelfingu gripin, að engar sorgartilfinningar komust að. — Hvað kemur það yður við? spurði Ru- pert. — Ég vil benda yður á, að þetta land hérna er í einkaeign og ég yrði þakklátur, ef. . . . En hann komst ekki lengra. Crouner var ekki einungis Skoti, hann var einnig skóla- kennari, og Rupert var illa að sér í sálræn- um viðbrögðum kynbræðra sinna. -— Að mínu viti, er hér um að ræða hlut, sem öllum kemur við, mælti Crouner þurr- lega. — Ég veit ekki, hvernig þetta veslings Mpf yp ®(i ©p1® út í hött að setja mig í samband við dauða Rósu. Þau vissu öll afar vel, að okkur hafði verið vel til vina. —■ Það er líka yðar sök! gall Eva nú við. — Ég lét yður vita, að þér ættuð að bera sand á bryggjuna... . Þetta var meira en ég þoldi og svaraði heiftúðlega: — Hvað eigið þér við? Ég er engin vinnukona, sem tek við fyrirskipun- um hjá yður. Þér eruð bara að reyna að koma sökinni á einhvern. Ef þér haldið að ég hafi framið morð, þá er ég ekki sú mann- eskja! — Hver hefur talað um morð? spurði Ru- pert mjúkróma. Það varð dauðaþögn. Eg fann blóðið streyma út í vangana, en áður en ég gæti svarað, gall óvænt við há, kröftugleg rödd: barn hefur misst lífið, en það veit ég, að tilkynna þarf lögreglunni látið þegar í stað. Hvar ef síminn yðar? — Það sem þér hafið sjálfur gefið yður eitthvert vald hér, þætti yður máske fróð- legt að vita, að hér hefur gerzt hryllilegt slys, svaraði Rupert kalt og rólega. — Það er vafasamt... . — f mínu landi, sagði Crouner Gunn kurt- eislega, — ef hrottafengið dauðsfall á sér stað. í þessu tilfelli tel ég raunar miklar líkur á morði. Þegar hér var komið, sagði Eva eitthvað ásakandi á ungversku, og maður hennar lagði handlegginn verndandi utan um hana. Sjálfur var hann mjög hræðslulegur að sjá, og sem læknir þótti mér hann hinn óburð- ugasti. Það fór ekki framhjá mér, að Rupert var í þann veginn að missa sjálfstraust sitt. Sjálfsagt hafði aldrei orðið á vegi hans mað- ur eins og Crouner. Enda mundu þeir ekki hafa kynnzt undir eðlilegum kringumstæð- um. - Hér er ekki um neitt morð að ræða! hreytti Rupert út úr sér. — Enda hef ég ekki nefnt það á nafn. —■ Það voruð þér, Magga, sagði Crouner hinn rólegasti og vék sér að mér. — Ég heyrði yður segja það, þegar ég opnaði hlið- ið. Þér sögðuð, að enginn gæti ásakað yður fyrir morð, og ég er á sama máli. Ég hef aldrei kynnzt manneskju, sem er jafnfjar- lægð manndrápi og þér eruð. En þér nefnd- uð morð, kona góð, og ég er að velta fyrir mér, hvers vegna yður datt það í hug. Á þessu andartaki hefði ég getað lúbarið Crouner. — Æ, ég veit það ekki, stamaði ég. — Ég . . . ég . . . held það stafi af því, hvað ég tók nærri mér að koma fyrst að henni.... — Hún les of marga glæpareyfara, greip Rupert fram í og gaf mér illt auga. ■—■ Og ég fæ ekki skilið ,hvað þetta kemur yður við, en sannleikurinn er sá, að veslings stúlk- an rann til á bryggjunni og datt ofan í bát- inn og var svo óheppin að lenda á keipnum. — Einmitt, sagði Crouner. ■— Svo hún var svo óheppin að detta.... — Hvað eigið þér við? Vogið þér yður að ásaka einhvern hérna um manndráp? Við starblíndum öll á Crouner. Ég hafði á tilfinningunni, að hann væri að sælast eft- ir að blanda sér meir í málið en efni stóðu til fyrir hann. En hann var einkar rólegur, er hann svaraði: — Hvers vegna ekki. Það getur gerzt á beztu bæjum. — Eigum við að iáta stúlkuna liggja þarna? hvein í Evu. — Paul litli getur kom- ið hingað hvenær sem er, og hann má ekki við öðru ein. . . . — Hver er Paul? spurði Crouner. — Litli sonurinn minn, svaraði Eva. — Æjá, — o, litli snáðinn. . . . Hann hafði sannarlega notað kíkinn sinn vel. — Auðvitað ætti hann ekki að sjá þetta, hélt hann áfram. -— Þér verðið að halda hon- um innan dyra. Það má ekki undir neinum kringumstæðum flytja líkið. — Heyrið nú . . . gall Rupert við. Ég hef þegar heyrt, greip Grouner fram í. — Ég þekki ekki lögin hér í landi, en yður ber auðvitað skylda til að láta lög- regluna vita. Og við líkinu má ekki hrófla. Það rann nú upp fyrir mér, að hefði Croun- er ekki skotið upp, mundi lögreglan ekki hafa verið nefnd á nafn og Rósa grafin í mestu spekt og málið síðan úr sögunni. Þessi hugsun kom illa við mig. Sólin skein á heiðum himni og vatnið gjálfraði umhverfis bátinn þar sem lík Rósu lá. Andlitið var nú orðið vaxfölt. Mér hraus hugur, en nú kom Crouner til mín og lagði handlegg utan um mig. — Hafið þér fengið nokkuð að borða? spurði hann. — Nei, auðvitað ekki. Hvernig ætti það að vera undir svona kringumstæðum? — Af hverju takið þér hana ekki að yður? spurði hann Rupert. — Af hverju hugsið þér ekki um sjálfan yður? spurði Rupert á móti ergilegur. — Það ætla ég að gera, svaraði Crouner. — Og Magga fer aftur með mér. — Til þessa andstyggilega tjalds? gall Ru- pert við, og ég sá að hann var smeykur. — Einmitt, svaraði Crouner. Rupert vatt sér nú skyndilega að Önnu- lísu og ætlaði að láta reiði sína bitna á 30 VIKAN 34. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.