Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 37
myndum og því var það hann sem tók að sér að koma mannin- um út fyrir. I annað sinn átti að visa henni út af hinu fræga Plaza Hóteli í New York, þar eð klæðnaður hennar þótti ekki hæfa staðn- um. Gerði hún sér þá lítið fyrir og jós svívirðingum yfir starfs- menn hússins og gesti, svo lá við að rónarnir á gangstéttinni fyrir utan roðnuðu af blygðun. — Ég vissi svo sem að þessi orð voru til, sagði gömul ríkisdama, sem var viðstödd, — en aldrei vissi ég hvað þau þýddu fyrr en ung- frú Farrow lét þau út úr sér. Segja má að þessi atburður hafi verið nokkurs konar aðal- æfing á öðrum svipuðum, þó heldur magnaðri, sem átti sér stað í London nokkrum vikum síðar. Eftir langt og mikið kvöld, þar sem töluvert magn af eld- vatni hafði verið innbyrgt og annað hvert diskótek í borginni hafði verið heimsótt, kom hún um fjögurleytið heim á hótelið þar sem hún bjó, Cavendish Hótelið, ásamt fjórum vinum sínum, bandaríska fótómódelinu Donyale Luna, kanadíska leik- aranum Ian Quarrier, ritstjóran- um Steve Brandt og bandaríska leikstjóranum Donald Cammell. Heimtuðu þau morgunverð, en var neitað, þar sem morgunverð- ur var ekki á boðstólum fyrr en klukkan 7, og auk þess voru þau ekki nægilega ,,flott“ klædd fyr- ir slíkt — fyrir utan það að þeim fylgdi alls kyns hávaði, söngur og drykkjulæti. Bað vörðurinn þau vinsamlega að fara út, og lyktaði því þannig að lögreglan var kvödd á vettvang, og voru þau öll flutt í burtu. Nú veit ég hvað er að! hrópaði Mia þá skyndilega. — Við fáum ekki afgreiðslu vegna þess að Donyale er negri! Þá fór allt í háaloft, bæði Mia og Donyale slógust við lög- regluna — og Quarrier lamdi einn lögregluþjónninn í andlitið með öskubakka. Quarrier var ákærður fyrir að sýna lögregluþjóni ofbeldi, og nokkrum dögum síðar var hann dreginn fyrir rétt. Mia var köll- uð sem vitni, en þá var það hún sem lék aðalhlutverkið. — Hún skreið inn í hinn virðu- lega, brezka réttarsal og spurði með hárri raust: — Má ég hátta mig? Til allrar hamingju er það regla í brezkum réttarsölum að vera ekki í frakka eða kápu við réttarhöld, svo hægt var að svara henni játandi — á vissan hátt. Síðan settist hún á gólfið í yoga- stellingum, unz dómarinn skip- aði henni að fá sér sæti á stól. Til að gera langt mál stutt, þá var framkoma hennar slík í réttarsalnum, að slíkt og þvílíkt og annað eins hefur aldrei, — hvorki fyrr né síðar heyrzt í konunglegum rétti. Þegar dóm- arinn hafði - endurheimt sinn KENT Með hinum þekkta Micronite filter er eftirspurðasta ameríska filter sígarettan! 34. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.