Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 39
Raðsett, sem má breyta eftir aðstæðum. Framleiðandi og seljandi: Balstrarim Hverfisgötu 74 — Sími 15102 eðlilega litarhátt, lagað á sér parrukið og ræskt sig nokkrum sinnum, kvað hann upp dóminn yfir Quarrier: Hann var dæmdur til að greiða um 10.000 krónur í sekt auk málskostnaðar. Mia argaði og gargaði •—• en enginn virti hana viðlits. Nokkrum dögum síðar flaug hún til Parísar til að vera við- stödd frumsýningu á „Rosemary ‘s Baby“, og var hún þá í svo vondu skapi að hún neitaði al- gjörlega að láta ljósmyndara komast í færi við sig. Þegar þeir beindu myndavélum sínum að henni rak hún út úr sér tung- una framan í þá og gretti sig herfilega. Svipað skeði einhverju sinni í Indlandi, þegar hún eyði- lagði myndavél fyrir ljósmynd- ara sem hafði ætlað að taka af henni mynd. Tortíming vélarinn- ar átti sér stað á höfði ljósmynd- arans. Frá París fór hún til Los An- geles — og þar hellti hún úr vínglasi yfir höfuðið á blaða- konu, sem henni fannst vera með of nærgöngular spurningar. — Er ekki kominn tími til að þér farið að verða fullorðin? spurði blaðakonan. — Ekki ef ég á að verða hús, gömul hækja eins og þú! var svarið. Maður á bógt með að trúa öllum þessum sögum, en engu að síður eru þær sannar. Ástæð- urnar fyrir þeim er eflaust að finna í upphafi þessarar grein- ar, og ef vel er að gætt, má sjá að hún hefur aldrei verið virki- lega hamingjusöm. Hjónaband hennar fór út um þúfur, og síð- an hefur hún átt nokkra „góða vini“, þar á meðal leikarana Richard Harris og Peter Sellers og nú síðast er það tónskáldið og stjórnandinn André Previn. Samband hennar við Sellers var heldur stutt og hún segir: Peter hefur ekki næga lík- amlega krafta til að bera. Hann hefur einu sinni fengið hjarta- áfall — og því skyldi hann vilja annað? Flestir bjuggust við að eitt- hvað meira yrði á milli hennar og mótleikara hennar í John & Mary, Dustins Hoffman, en þau urðu einungis félagar. Þess í stað kynntist hún Previn á með- an á töku þeirrar myndar stóð — og nýlega eignuðust þau tví- bura saman. Hann hefur ekki enn fengið skilnað frá konu sinni, en nú er einungis beðið eftir formsatriðum. Þau voru ófeimin við að sýna sig á al- mannafæri á meðan hún var ófrísk, enda sá tími löngu lið- inn að það sé skömm að því að eiga von á afkvæmi. Mia segir sjálf: — Ég hef gam- an af að lifa og ég nýt lífsins eftir beztu getu. Ég vil taka þátt í því að bæta heiminn . . . það getur verið að ég sé í leit að útópíu sem aldrei verður til, en það getur fullt eins verið að ég finni það sem ég leita að. Hver veit nema tvíburarnir hafi fært henni það sem hún leitar að? ☆ Ég flýSi undan perluveiSurunum Framhald af bls. 23. liöfðu kostað heimferð mína, og landstjórinn hafði heldur illan bifur á mér. Hvernig átti ég að komast aftur lil Suvarov? Sex ár liðu þangað til ég datt niður á lausn. 'Allir vinir mínir voru ein- huga um að ráða mér frá að fara aftur til Suvarov. En einn var þó sem skildi mig. Minn gamli vinur Eon stakk upp á að við skyldum smíða okkur bát til ferðarinnar. Þá var eftir að fá einhvern til að sigla mér til eyjarinnar. Það voru smámunir miðað við fyrri crfiðleika. Banda- ríkjamaður að nafni Loren Smith gaf sig fram um siðir. Þann tuttugasta og þriðja apríl 1960 var ég svo aftur kominn til draumaeyjunnar minnar, Suvarov. Þar var allt sjálfu sér líkt. Á borðinu í vinnuherberginu var þó eitt, sem ég liafði ekki húizt við. Bréfmiði, sem á var letrað: „Við vitum ekki hver þér eruð og hvort þér komið aftur. En ég vil að þér vitið að við bjuggum hér í tvær vikur. Við átum af ávöxtunum í garðinum yðar og auk þess fimm liænsni. Vona að þetta sé nóg fyrir því, sem við tókum. Kveðj- ur. Sid P. Tatcher.“ Og hjá miðanum lá tuttugu dollara seðill. Heimsókn af himni. Dag einn i nóvember 1960 rauf hræðilegt hljóð allt i einu þögnina. Mér datt fyrst í liug að heimsstyrjöld væri skollin á. Ég þaut út dauð- skelfdur. Hávaðinn jókst stöðugt. Tveir tröllstórir skuggar sáust á himni. Tvær þyrlur voru í þann veginn að lenda. Bykið þyrlaðist um þær. Ég geltk fram úr gróðr- inum, lyfti hendi til heilsun- ar og sagði: — Bandaríski flotinn, geri ég ráð fyrir? Mennirnir gláptu á mig gapandi i að minnsta kosti tíu sekúndur. - Hvert þó i logandi, stundi annar upp. — Hvað í ósköpunum eruð þér að gera liér? — Ég bý hérna, sagði ég. Þið eruð þeir fyrstu sem ég tala við í sex mánuði. Þeir buðu mér sígarettu og voru ákaflega hugsandi að sjá, — En heppni að við lent- um hér, nú getum við tekið yður með okkur til haka. Þeim var ekki ljóst að ég var hérna af þvi að ég vildi það. Þegar ég tók það fram hrópaði annar þeirra: — Ró- bínson Krúsó er þá orðinn að veruleika! Ég bauð þeim inn. Þeir skoðuðu í hvern krók og kima og áttu stórerfitt með að átta sig á að svona nokk- uð gæti borið fyrir á tuttug- ustu öldinni. — Okkur þykir ]iað leitt, Mr. Neale, en skipun er skip- 34. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.