Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 35

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 35
Mia Farrow Framhald af bls. 27. verða nunna, en hún svaraði því til að ég væri ekkert annað en stelpukjáni. Stúlkur á hennar aldri voru farnar að mótast líkamlega og að fara út með piltum — en ekki Mia litla Farrow. Þegar hún leit í spegilinn var hún renni- flöt og hafði álíka mikinn „sex appeal“ og baunagras. Farrow-hjónin fengu nær því taugaáfall þegar dóttir þeirra, þá 13 ára gömul, lýsti því yfir að hún hefði ákveðið að stappa ryk hinnar kaþólsku kirkju af fótum sér. Indversk trúarbrögð voru öllum öðrum ofar, sagði hún. Foreldrar hennar reyndu að „koma fyrir hana vitinu“, en ekkert gekk — enda áttu þau nóg með að halda í hjónaband sitt. Mia, eða ,,músin“ eins og systk- ini hennar kölluðu hana, var hændust að bróður sínum, Mic- hael, sem var fimm árum eldri en hún sjálf. f skólafríum voru þau tvö alltaf saman, þar eð ekkert af hinum systkinunum hafði áhuga á að umgangast Miu. Hún var á heimavistarskóla í London þegar hún fékk sláandi fréttir, dag einn í október árið 1958. Það var skeyti með þær fréttir að Michael væri dáinn — hefði farizt er tvær einkaflug- 'ælar rákust saman yfir San Fernando-dalnum. Fimm árum síðar, eða 28. janúar 1963, lézt faðir Miu af hjartaslagi á heimili sínu í Be- verly Hills í Hollywood. Hún þekkti svo sem sögurnar sem gengu af honum, hann var kall- aður „Casanova", og hún vissi að móður hennar hafði alltaf tekið þetta sárt. Stuttu eftir dauða hans sagði Mia: •— Hann var prédikari og hórkarl, sterkur og lítilsmegn- ugur, ákveðinn og undanláts- samur, þvaðrari og skáld. Hann var einstaklega margbrotinn persónuleiki. og ég elskaði hann. Eftir jarðarförina flaug Mia til New York ásamt móður sinni, sem þá lék i Broadway-leikrit- inu „Never Too Late“. Mia fór að búa með móður sinni og sótti leikskóla. Fyrsta hlutverk henn- ar var aukahlutverk í hinu eamla og góða leikriti Oscars Wildes, „Bunbury". Þó hlut- verkið væri lítið gekk Miu vel og með blaðadóma og meðmæli í böndunum heimsótti hún um- boðsmann nokkurn sem útveg- áði henni hlutverk í tveimur siónvarpsleikritum. - Hún lék ömurlega, sagði móðir hennar nýlega. En þrátt fyrir það var það ekki svo ömurlegt að hún fengi ekki fleiri og stærri hlut- verk og í kjölfarið fylgdi hag- stæður og langvarandi samning- ur við Twentieth Century-Fox. Fyrsta myndin sem hún lék í Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem a'ðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. 34. tbi. viKiAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.