Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 4
í fyrsta sinn á íslandi: STRING HILLUSAMSTÆÐURNAR sem fóru eins og eldur í sinu og slógu í gegn í flestum Evrópulöndum á síðustu árum Einfalt, nútímalegt, ódýrt og splunkunýtt Pím - cimboðið HOS og skip á horni Nóatúns og Hátúns Sími 21830 _________________________________) 4 VIKAN 37. TBL. 1 PÓSTÖRINN Þegar hann smakkar það Kæri Póstur! Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák, eins og allar stelpur núorðið. En þessi strákur er nítján ára og hefur oft reynt við mig þegar hann er búinn að smakka það. En mér dettur oft í hug hvort hann sjái ekki eftir því á eftir. Hann er nefnilega svo feiminn að hann þorir varla að tala við mig, hann veit að ég er hrifin af honum. Og núna fyrir viku segir hann þegar hann sér mig: Hæ elskan, elskar þú mig ennþá. Já, já, segi ég og hlæ. Hvað á ég að gera, því ég drekk ekki. Ég vil ekki vera með hon- um þegar hann er fullur. Kæri Póstur gefðu mér nú gott ráð (ef þú getur). S.S. P.S. Ég vona að ég fái svar við þessu eins fljótt og hægt er. Og að bréfið lendi ekki í dallinum hjá þér. Ég veit að það er stórt pláss þar! Hvað lestu úr skritinni? ----- Fyrst svo er að strákurinn veit að þú ert hrifin af honum en gefur þér þó aldrei gaum nema fullur, liggur beinast við að ætla að hann sé ekki yfirmáta spennt- ur fyrir þér. Þú segir að hann sé feiminn, en ekki er svo að heyra fyrst hann ávarpar þig á þann hátt sem þú getur um. Þegar hann reynir næst við þig, ætt- irðu að gefa honum ófvrrætt í skyn að þú viljir ekkert fylleríis- flangs, en hafir ekkert á móti honum þess utan. Þá gæti hugs- azt að hann sæi að sér og reyndi líka við þig ódrukkinn — það er að segja ef hann hefur veru- legan áhuga. Skriftin bendir á að þú sért til- finninganæm og þó viljaföst. Pennavinir erlendis Kæri Póstur! í VIKUNNI frá árinu 1965 er auglýsing um pennavini erlend- is. Var gefið um þetta heimilis- fang: Correspondence Club Hermes Berlin 11, Box 17, Germany. Er ennþá hægt að skrifa þang- að? Ef ekki. hvernig get ég þá farið að til að eignast útlenda pennavini? Svo þakka ég VIKUNNI allt gam- alt og gott. Abc. ^___________A___________^ Ennþá mun vera hægt að skrifa þessum pennavinaklúbbi, en ef það gengur ekki (þú skalt alla- vega reyna) ættir þú að geta notazt við eitthvert af þeim heimilisföngum sem við birtum í blaðinu alltaf við og við. Hrifin... Kæri Póstur! Ég vil byrja á því að þakka VIK- UNNI fyrir allt gamalt og gott og einnig það nýja. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af strák sem á heima á sveitabæ rétt fyrir utan þorpið sem ég bý í, og ég og vinkona mín göng- um oft inneftir þar sem sveita- bærinn er. Strákurinn labbar oft út á eyrina með okkur og þá finnst mér hann alltaf vera að horfa á mig og hann er líka alltaf að segja að ég sé svo mikill kroppur. Hvað á ég að gera? Á ég að gefa honum í skyn að ég sé hrifin af honum eða hvað? Er trommuleikarinn í Gaddavir 75 trúlofaður? Ein að vestan. Já, þú átt svo sannarlega að gefa honum það r skyn; öðru- vísi skeður ekkert, það máttu bóka. Hitt er svo annað, að þú ættir að vera viss um að hann sé hrifinn af fleiru en bara „kroppnum" á þér. Nei, Rafn Sigurbjörnsson, trommuleikari Gaddavírs 75, er ekki trúlofaður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.