Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 19
rætur í músíkinni og Robert- son, en á vissu tímabili lenti hann mikið í rythm & blues. „Eg fór i píanótíma þegar ég var 9 ára,“ rifjar hann upp, „en ég gat aldrei horfzt í augu við kennarann. Hún vildi ekki að ég spilaði eftir eyranu' og þá vissi ég að okkur myndi aldrei semja og hætti. Þegar ég var 12 ára byrjaði ég samt aft- ur að læra og þá fannst mér gaman — ég varð samkvæm- isstjarna! Og þó — ég varð eig- inlega partý sjálfur!" Garth Hudson fæddist inn í fjölskyldu sem á sér djúpar rætur í músík. „Margir frænda minna léku í hljómsveitum og faðir minn átti mikið af göml- um hljóðfærum hér og þar,“ segir hann um bernsku sína. „Mig minnir að ég hafi verið ca. 5 ára þegar ég byrjaði að spila á píanó og þegar ég var 12 ára lék ég á kviðspil í coun- try & western hljómsveit. Pabbi hafði mikinn áhuga á þannig músík og smitaði mig.“ Garth fór frá Kanada til Detroit þeg- ar hann var táningur en sneri aftur árið 1962, þegar hann var kominn í hljómsveitina Hawks — en sú hljómsveit varð síðar The Band. Hudson er ólíkur Rick Danko. flestum öðrum rokk-orgelleik- urum að því leytinu til, að hann spilar á Lowry-orgel (nær allir aðrir eru með Hammond) og er þannig fær um að auka á fjölbreytni hljómsveitarinnar með ýmsum tóntilbrigðum sem helzt hafa áður verið í stórhlj ómsveitum. Utlendingurinn Levon Helm kemur frá Arkansas í Banda- ríkjunum. Bluesleikarinn Son- ny Boy Williamson bjó nálægt heimili hans í Marvell og „ég hlustaði mikið á hann þegar ég var strákur," segir Helm, „en ég held ekki að ég hafi orðið fyrir meiri áhrifum frá honum en einhverjum öðrum.“ Eins og hinir byrjaði hann í skólahljóm- sveitum og var um tíma hljóm- sveitarstjóri í einni sem hann kallaði The Jungle Bush Beat- ers! Þegar þeir voru nýstofnaðir árið 1962 og kallaðir The Hawks, spilðu þeir á „ótrúleg- ustu stöðum“, eins og Danko lýsir því. í grein sem birtist í VIKUNNI fyrir hálfu öðru ári síðan, 5. tbl. 1970, minntust þeir á einn slíkan klúbb; þar voru dansmeyjar og ein þeirra var hálfnakin og einhent! Þeir minnast þess með hryll- ingi. En það var í gegnum þessa klúbba alla að þeir náðu svo vel saman sem raun ber vitni. „Fólk var alltaf að heimta að við spiluðum topp 40,“ segir Danko. „Einu sinni ætluðum við að æfa „Twist & Shout“, en hættum snarlega við það og héldum áfram að spila okkar eigin topp 40, sem voru aðal- lega c & w-lög og rock-a-billy.“ Um þetta leyti vildi svo til, að stúlka sem þeir þekktu benti vinnuveitanda sínum — Albert B. Grossmann — á þá. Gross- mann var — og er — umboðs- maður Bobs Dylan og þar sem Dylan var á þessum tíma að útsetja lög sín fyrir rafmagn ásamt Mike Bloomfield, datt Grossmann í hug að The Band væri kjörin fyrir Dylan, þar sem hann vildi fá ákveðna hljómsveit með sér svo hann gæti farið með í hljómleika- ferðir með nýja rafmagnspró- grammið sitt. Hvernig þeir hittust í fyrsta skipti virðist gleymt — eins og reyndar flest í þessum bransa Framhald á hls. 45. Ari Jónsson, trommu- leikari Roof Tops, talar: Ari Jónsson, trommuleikari Roof Tops, er frá Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Átta ára gamall flutti hann til Reykja- vííkur og hefur búið þar síð- an. Heimir frændi minn á Eski- firði sagði mér einhverntíma að Ari hefði byrjað að spila í hljómsveit þar fyrir austan og sömu sögu væri að segja af Sveini Guðjónssyni, fyrr- verandi orgelleikara í Roof Tops — þeim er nú kætist í Haukum. Mig hafðj lengi langað að spyrja Ara út í þessa dreifbýl- ismennsku hans, en af því varð ekki fyrr en fyrir hálfum öðr- um mánuði síðan þegar við fórum í biltúr um bæinn, Sel- tiarnarnesið og Álftanes. — Þetta var sumarið ’67, sagði Ari. — Við Gunnar (Guð- jónsson. gítarleikari Roof Tops og bróðir Sveins) vorum félag- ar og þannig þekkti ég Svenna. Hann hafði þá spilað eitt sum- ar þarna fyrir austan með hliómsveitinni Ómum og svo benti hann þeim austanmönn- um á mig þegar bá vantaði nýjan mann. Þá hafði ég miög lítið spilað á trommur, en þó eitthvað — gömludansana með pabba. Jú, ég fór austur og ætlaði að vinna í síldinni um leið — en þá kom bara engin sild, svo ég var eingöngu í Framháld á hls. 37. B 37. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.