Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 25
Hér er lagt á borð með bollum úr íslenzkum leir sem Jónina Guðna- dóttir hefur hannað. Munir eftir Jónínu fást í Heimilisiðnaðarfélagi íslands. Bollarnir eru gulbrúnir með svörtum strikum. í stað þess að leggja dúk á borðið eru smádúkar undir hverjum bolla. Þeir eru handofnir, gerðir úr hampi og eiga vel við grófa leirinn. Smádúkar eru hentugir, þar sem auðvelt er að þvo þá og ganga frá þeim, en Guðrún Jónasdóttir, vefnaðarkennari óf dúka þessa. Borðskreytingin er búin til úr íslenzkum gróðri, lyngi og mosa sem stungið er í svamp (Oasis sem fæst í blómaverzlunum). 0 Undir sparibollunum Myrna úr postuiíni með gylltum röndum eru hins vegar sporöskjulagaðir smádúkar handgerðir í Kína. En hér fást þeir í verzluninni Istorg og kosta 410 kr. stykkið. Sporöskjulagaðir eða kringlóttir smádúkar fara vel á kringlóttu borði. Bollarnir eru frá Arabíuverksmiðjunni í Finnlandi og kostar hver bolli ásamt köku- diski 450 kr. 6 bollar með kökudiskum, sykurkari og rjómakönnu og kringlóttu kökufati kosta 3995 kr. 0 í Hallveigarstöðum voru dúkuð 10 borð með mismunandi borðbún- aði. Hér sjáum við yfir salinn, fremst er stórt veizluborð en aftast í salnum sjáum við ýmiss kaffistell á kringlóttum matarborðum. O Hversdags matarstellið á eldhúsborðinu, sem hér er frá Arabíuverk- smiðjunni 1 Finnlandi, fær á sig hátíðarsvip, ef litríkur dúkur er lát- inn undir. Hér er hafður írskur hördúkur með bláum, grænum og fjólubláum röndum og hafðar bláar servíettur. Dúkurinn kostar 970 kr. og fæst í verzluninni Manchester. Djúpu diskarnir kosta 54 kr. en þeir grunnu 73 kr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.