Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 11
Lifðu lífinu FRAMHALDSSAGA EFTIR H. SHEFFIELD NÍUNDI HLUTI CANDICE Ég hefði mátt vita að næst myndi hann hringja til konunnar sinnar. Hann nefndi það lauslega ... um líkindum hefði Robert ekki skilið mig og aldrei fyrirgefið mér. Honum hfeði eflaust fund- izt það ruddalega „amerískt" að treysta sér ekki, að ég tæki málið í mínar hendur. En samt hafði ég það á tilfinningunni að ég yrði að gera það, að minnsta kosti að einhverju leyti, ann- ars yrði það ekki gert. Roþert myndi kannske finna upp á einhverrri málamiðlun. Og ég þekkti sjálfa mig: ég var eins og deigur leir. En hann þekkti mig ekki svo vel ennþá, hann vissi ekki að hann gat vafið mér um fingur sér eins auð- veldlega eins og hann hafði ef- laust gert óteljandi sinnum við aðrar stúlkur. Það myndi líka evðileggja allt. Tilfinningar okkar hvort fyrir öðru voru þannie, að það varð að vera allt eða ekkert, annað var ekki sæmandi. Þess vegna datt m.ér í hug að fara til Amsterdam. Reyndar langaði mig líka til að niósna svolítið um hann, já, og líka til að hnippa í hann. Mér hafði ekki dot+ið í hug að blanda mér í fyrirætlun þeirra, ég var ekki einu sinni viss um að ég kærði mig um að sjá hann nema rétt í svip. Eg vildi að- eins láta hann vita að ég væri nálæg og að ég væri ákveðin í að láta hann vita að ég yrði al- drei til friðs, fyrr en þessu leiðindaástandi væri lokið. Jæja, svo urðu þessi óhepni- legu atvik til að breyta öllu saman ... Það getur líka verið að það hafi verið heppilegt. Þegar ég hugsaði til þess að ég fengi að sjá hann fljótlega, innan nokk- urra stunda, varð ég óð af gleði. Ég æddi fram og aftur um gólfið, eins og ástsjúkt dýr. Svo gerði ég það sem flestar konur gera, þegar þær eiga von á elskhuga sínum: ég „undir- bjó mig“ fyrir stefnumótið. Þegar ég lá í baðinu og skrúbb- aði mig, fannst mér þetta ósköp kátbroslegt og ónauðsynlegt. Robert hafði séð mig í alls kon- ar ástandi og sannarlega ekki alltaf snyrtilega, og hann hafði samt þráð mig með ástríðu- þunga, og það myndi hann allt- af gera. Þetta var samt einkar þægilegt og drap tímann. Og meðan ég reyndi að gera mig ennþá meira töfrdndi (reyndar ekki meira en vant var, því að ég hafði alls ekki tekið þetta með í reikninginn, þegar ég lét niður í töskurnar mínar), þá hvarflaði það að mér, að í kjánalegri fljótfærni og þrjózku, hafði ég ekki tek- ið þann möguleika með í reikn- inginn að Robert væri búinn að segja konunni sinni allt af létta og þá gæti þetta frumhlaup mitt skekið bátinn ónotalega. Mér fannst þetta mjög senni- legt og ef hann var búinn að segja henni frá þessu, þá var heiftarleg bræði hans skiljan- leg. Ég fór að hafa alvariegar áhyggjur. Ef málin stóðu þann- i-'. þá gat nærvera mín jafn- vel rekið hann beint í faðm hsnnar aftur. Það gat verið . . . og þó. En hvað sem öðru leið, þá átti ég von á Robert í kvöld o? ég vissi að hann þráði mig jafnheitt og ég þráði hann. Ég vonaði og bað til Guðs að hann hefði ekki verið búinn að segja henni frá ástandinu og svo - beið ég eftir honum í of- væni. Hann kom nokkru síðar, tek- inn í andliti og langt frá því pð vera hamingjusamur á svip. En þegar hann kyssti mig, vissi ég að þetta ástand hans var ekki á neinn hátt bundið við frumhlaup mitt. Hann var jafn- vel ástríðufyllri en fyrr. En áð- ur en hann sagði nokkuð, gekk hann að símanum og sagði að hann yrði að hringja til París. Hann bað símastúlkuna um langlínu. Ég spurði við hvern hann þyrfti að tala og hann sagði að hann yrði að tala við Michael. Það var Michael. sem hafði hjálpað honum að kom- ast burt. Svo sagði hann bros- andi við mig: — Við fáum tvær nætur og einn dag, og svo var Michael búinn að taka símann. —■ Halló, Michael. Fyrir- gefðu að ég hringi svona seint, sagði Robert, svo sagði ■ hann dálítið, sem ég kunni ekki við, þó vissi ég ekki hvernig hann hsfði átt að orða það öðruvísi, „ég geri ráð fyrir að þig renni grun í ástandið hjá mér, þegar ég hringdi til þín áðan. Já, hún er hérna, hér í Amsterdam. Það er vonandi ekki neitt vanda- mál með skoðunina á kvik- myndinni um leiguhermenn- ina? Það er gott. Já, ég fyrir- gef þér þennan lélega brand- ara. Hvað? Ó, næstu viku. En sjáðu til, ef hún hringir, bá segirðu henni að ég sé í París, viltu gera það fyrir mig? Nei, hún heldur að ég verði aðeins tvo til þrjá daga. Svo hitti cg hana hér aftur“. Svo fórum við í rúmið. Næsta morgun var það fyrsta sem hann sagði: — Það er satt sem þeir gömlu sögðu. að bezta ástasambandið væri alltaf, þeg- ar aðilar væru sitt af hvoru þjóðerni. Svafstu vel? — Ég sef alltaf vel í örmum þínum, svaraði ég. Og svo sofnuðum við aftur, blunduðum og elskuðumst all- an daginn. Veðrið var svo slæmt að það var ekki hægt að fara út. enda hefði það verið útilokað. Robert sagði að það vagri alltof hættulegt, við gæt- um rekizt á hana á næsta götu- horni. Það lítur út fyrir að hún hafi mikið dálæti á að skoða sig um. Það var auðvitað svo- lít’ð óþægilegt að hafa það á tilfinningunni að við gætum ckki farið út úr herberginu, en mig langaði ekki til að vera annars staðar með Robert. Her- bergisþjónustan var líka sér- lega góð. Eins og mig hafði upphaf- lega grunað, var Robert ekki búinn að segja konunni sinni frá sambandi okkar, svo að ég sá það einu sinni ennþá að ég hafði gert rétt í því að ýta við honum. Ég reyndi ekki að finna að því við hann. Og þegar hann sagði mér allt sem skeð hafði, þá sá ég hve erfitt þetta var. Reyndar opnuðust nú augu mín fyrir ýmsu, sem ég var ekki sérlega ánægð með. Hann sagði mér hvernig hann hefði reynt að segja henni frá okkur. — Sjáðu til, í fyrri- nótt ætlaði ég að segja henni það. Tækifærið kom upp í hendurnar á mér, að mér fannst, en í stað þess að láta verða af þessu fór ég að tala um Napoleon, eða sneri sam- tali okkar við. — Napoleon? Hvað kemur hann þessu máli við. Ég hsld að Robert hafi ekki haft neitt á móti því að segja mér frá rúmi Napoleons og þeim brandara. en mér fannst það andstyggilegt. Ég varð ekki reið, cn mjög hrygg og þögul, því að ég þurfti að horf- ast í augu við staðreyndir. — Þú hefur alltaf elskað hana, er það ekki? — Jú, svaraði hann. —• Ég elska hana mjög mikið. Það gladdi mig að hann saeði mér sannleikann, þótt það væri sárt. —- Og þess vegna vildi hún fara til Amsterdam, var það ekki? — Já, hana langaði til Am- st°rdam til að endurheimta eitthvað af fortíðinni, lifa það upp aftur . . . — Og hún veit ekkert um tilvist mína? — Nei. — Hefur þú oft verið henni ótrúr? — Já. — Og ótrúr mér líka? Hvað ætlarðu að gera, Robert? Meðan á þessu samtali stóð, horfði ég ckki á hann og ég held að hann hafi ekki heldur Framhald á bls. 50. 37. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.