Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 22
AkhGRIMUR SIGURÐSSON OG SKULI JON SIGURÐARSON RITA UM FLUGVÉLAK Á ÍSLANDI Ljósm.: Skúli J. Sigurðarson CESSNA 180 H Flugvél þessa keypti Björn Pálsson nýja til landsins frá Bandaríkjunum vorið 1966 og var hún í gigu hans, þar til i mai 1970, að tveir ungir menn Sigurður Aðalsteinsson og Gunnar Þorvaldsson keyptu hana og hafa þeir síðan gert hana út frá Egilsstöðum og flogið með farþega og póst um Austfirði. Er flugvélin áreiðanlega vel þekkt þar um slóðir. Flugvélar af þessari gerð eru sterkar og vel lagaðar til lendinga á lélegum flugvöllum. Vænghafið er 11.02 m, lengdin 7.77 m og hæðin 2.36 m. Hreyfillinn er sex strokka 230 hestafla af gerðinni Con- tinental. Fullhlaðin vegur vélin 1270 kg og hún getur borið 5 farþega auk flugmanns. Farflughraði er (75% orka) 260 km/klst og getur hún flogið 1489 km í einum áfanga. Bam Rosemapy hugsaði sér að fæða barnið án deyfingar. Barnið sparkaði eins og væri það andsetið. Rosemary sagði því að vera rólegu, annars sparkaði hún á móti. Hún varð stærri og stærri og í maílok, þegar níundi mánuðurinn var byrjaður, setti hún í litla tösku það, sem hún taldi sig þurfa að taka með á sjúkrahúsið, og ■setti töskuna við svefnherberg- isdyrnar. Föstudaginn þriðja júní dó Hutch á sjúkrahúsinu. Tengda- sonur hans hringdi í Rosemary á laugardagsmorgun. Jarðar- förin færi fram á þriðjudag- inn, sagði hann, frá Emt-menn- in^armiðstöðinni í Sextugustu op fiórðu götu. Rosemary grét, bæði af því að Hutch var dáinn og vegna bess að hún hafði gleymt hon- um síðustu mánuðina. Hún hcifði ekki heimsótt Hutch á siúkrahúsið. Það hafði virzt bvðingarlaust, þar eð hann hafði aldrei komizt til meðvit- undar. Guy beinlínis gránaði í fram- an er hann heyrði andláts- fregnina og var þögull lengi á eftir. lokaður inni í sjálfum sér. Rosemary var hissa á hve hann tók þetta nærri sér. Hún fór ein til jarðarfarar- innar. Fimmtíu manneskjur voru viðstaddar, og athöfnin ”ar s^utt og minningarræður fáar. Á eftir fylgdist Rosemary með straumnum til að segia nokkur hluttekningarorð við syrgiendurna. Kona snart hand- legg hennar og spurði: — Af- sakið. en eruð þér ekki Rose- marv? Hún var um fimmtugt, smekklega klædd, með grátt hár og óvenjulega fallega húð. — Eg er Grace Cardiff. Rosemary tók í hönd henni pg þakkaði henni fyrir að hafa hringt. — Ég var að því komin að póstleggja þetta hérna til yðar í gær, sagði Grace Cardiff og rétti fram pakka vafinn í brún- an umbúðapappír. — En svo áttaði ég mig á að ég myndi sennilega hitta yður hér. Hún fékk Rosemary pakkann. — Hvað er í honum? spurði Rosemary. Það er bók, sem Hutch vildi að þér fengjuð. Honum var það mikið kappsmál. Rosemary var undrandi. — Hann hafði meðvitund nokkrar mínútur áður en öllu lauk, og sagði hjúkrunarkon- unni að sjá til þess að ég sendi yður bókina. Hann var að lesa í henni kvöldið áður en hann veiktist. Hann var mjög áfram um þetta og sagði hjúkrunar- konunni þrisvar að þér ættuð að fá bókina. Og ég átti að skila því til yðar að nafnið væri bókstafagáta. Svo dó hann. Rosemary beið með að taka utan af bókinni unz hún var komin heim og hafði læst dyr- unum. Bókin hét Galdrar og gern- ingar. Hún var í svörtu bandi og ekki ný. Rosemary tók hana með sér inn í dagstofuna. í henni voru myndir af máls- metandi fólki frá nítjándu öld. Hutch hafði gert fjölda undir- strikana. Ein undirstrikaða setningin var á þessa leið: „Sveppinn kalla þeir pipar djöfulsins/1 Hún settist út í gluggakist- una og leit á efnisyfirlitið. Henni hnykkti við er hún rak augun 1 nafnið Adrian Marca- to. Það var heiti fjórða kafla. Aðrir kaflar fjölluðu um mann- eskjur, sem eftir öllu að dæma höfðu verið álitnar galdramenn. Lokakaflarnir hétu Gerningar og Gerningar og djöfladýrkun. Rosemary fletti upp í fjórða kafla og las um Marcato. Hann var fæddur í Glasgow, en flutti ungur til New York (undir- strikað) og dó á Korfú 1922. Það var sagt frá ólátunum 1896, þegar hann þóttist hafa sært upp Satan sjálfan og manngrúi réðist á hann fyrir framan Bramford (ekki á tröppunum, eins og Hutch hafði sagt). Svipað hafði skeð í Stokkhólmi 1898 og í París 1899. Það var mynd af Marcato í bókinni, svartskeggjuðum manni með dáleiðsluaugnaráð, og myndin minnti Rosemary snöggvast á einhvern. Líka var þarna mynd, þar sem hann sat á kaffihúsi ásamt konu sinni Hessiu og syni þeirra Steven (undirstrikað). Var Adrian Marcato eina ástæðan til þess, að Hutch hafði viljað að hún fengi bók- ina? Hvers vegna þá? Hún fletti bókinni aftur og dokaði við á einni af síðustu síðunum til að lesa enn eina undirstrik- aða setningu. „Það er óhnikan- Framhald á bls. 43. 22 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.