Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 5
Forhúðin of löng Kæri Póstur! Ég þakka Vikunni fyrir allt gam- alt og gott á undanförnum ár- um, en ég er búinn að kaupa hana í þrjú ár og er mjög ánægð- ur með blaðið í heild. Mig lang- ar til þess að biðja Póstinn að leysa úr vandamáli, sem ég er hálfsvekktur yfir. Þannig er mál með vexti að forhúðin á getnað- arlimi mínum er of löng, en það hefur í för með sér að óhrein- indi geta safnazt þar fyrir, eftir því sem kennarinn minn sagði, þegar hann var að fræða okkar bekk um kynferðismálin á slð- astliðnum vetri. Ég hef líka kom- izt að raun um, að hann hefur alveg rétt fyrir sér. Ég tek það fram, að ég get ekki rætt um þetta vandamál við kennarann. Kennarinn sagði að oft þyrfti að afnema hluta af forhúðinni þeg- ar hún væri of löng. Kæri Póst- ur, nú langar mig til að biðja þið að svara þessum þremur spurningum, sem hér koma á eftir, því ég get ekki lagt þær fyrir neinn annan. 1. Er hægt að láta afnema hluta af forhúðinni hér á landi? 2. Til hvers konar læknis á ég að snúa mér? 3. Er sárt að láta gera þetta? Kæri Póstur minn, þú verður að leysa úr þessum spurningum fyr- ir mig, því þetta hvílir mjög á mér. Með kærum kveðjum og von um svar fljótlega. Guðjón. P.S. Fyrirgefðu að ég skuli ekki skrifa fullt nafn núna, en ég hef ávallt gert það, þegar ég hef skrifað til Póstsins. (Þú hlýtur að skilja hvers vegna ég skrifa ekki fullt nafn). Hvernig er skriftin? Hvað lestu úr skriftinni? Umskurn eðö afnám forhúðar mundi vera heldur einföld skurð- aðgerð, svo að ólíklegt má telja að ekki sé hægt að framkvæma hana hér á landi. Þú átt alveg skilyrðislaust að snúa þér fyrst til heimilislæknis þíns, og ekki vera feiminn við það; það er skylda hans að hjálpa þér með þetta. Ótrúlegt er að umskurn þurfi að valda nokkrum sárind- um eða óþægindum að ráði; menn eru efalaust svæfðir eða deyfðir meðan á aðgerðinni stendur, og sárið ekki meira en svo að það hlýtur að gróa fljótt. Skriftin er skýr og vel læsileg, en ekki nógu regluleg. Erfitt er að lesa nokkuð ákveðið út úr henni, en ýmislegt bendir á dugnað og heiðarleika, en jafn- framt einhvern skort á festu. Þunnt og slepjulegt hár og Deep Purple Kæri Póstur! Ég er í miklum vandræðum með hárið á mér, það er svo þunnt og slepjulegt Geturðu ekki gef- ið mér einhver góð ráð svo hár- ið á mér þykkni. Ég yrði þér mjög þakklát ef ég fengi svar fljótlega. Harpa. P.S. Ef einhver hefði áhuga á Deep Purple, þá get ég látið þig fá alla mína vizku: Jon Lord: fæddur 9/6 '45 í Lei-. cester, Englandi. Hann er 1.86 m, með grænu augu og brúnt hár. Hann er giftur og á einn krakka. Ritchie Blackmore: fæddur 14/4 '45 I Weston-Super-Mare. Hann er 1.68 m, með brún augu og svart hár. Giftur þýzkri stelpu, barnlaus. lan Paice: fæddur 29/6 '48 f Nottingham. Hann er 1.75 m, gráeygður með svart hár. Ógift- ur. Roger Glover: fæddur 30/ 1 1 '45 í Brecon, Wales. 1.80 m, brún- evgður með rauðbrúnt hár. — Ógiftur. lan Gillian: fæddur 19/8 '45 í Hounslow. 1 88 m, grábláeygð- ur með dökkbrúnt hár. Ógiftur. Meira veit ég ekki um þá í bili. Ég vona að ég fói svar við spurningu minni fljótlega. Þú ættir að prófa að taka inn B-vítamín og nota hárnæringar- krem. Varðandi kremið væri betra að leita ráða hjá hár- greiðslumeistara. Við þökkum kærlega fyrir upplýsingarnar um Deep Purple Nú getur húsmóðirin sjálf húðað pönn- ur og pofta. Merca-húðun er auðveld, og endist lengi Látið Merca vinna með yður. Heildsölubirgðir: FJÖLVOR HF. Grensásveg 8. Sími 31444. HVERT ÖDRU BETRA 37. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.