Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 17
Her segir frá frægasta langhlaupara, sem uppi hefur veriS, Paavo Nurmi - Finnanum ósigrandi. þeirra og sömuleiðis hvernig þeir æfðu sig. Með þessum hætti veitti Nurmi athygli ýmsu, sem síðar varð honum að ómetanlegu gagni. Það sem sennilega hefur orðið honum að hvað mestu gagni, var, að hann veitti því athygli að þeir hlauparar, sem æfðu sig í vondum veðrum og erfiðri færð, voru yfirleitt betri en hinir. Nurmi æfði sig nokkr- um sinnum í viku, ýmist úti á víðavangi, inni í skógunum eða á hlaupabrautinni. Úrn þetta leyti tók hann þátt í keppni, en árangur hans vakti enga sérstaka athygli. Það var árið 1919 sem Nurmi vakti fyrst verulega athygli. Hann tók þátt í kapp- göngu hermanna, en slík ganga fer árlega fram í finnska hernum. Þátttakendur ganga 20 km. langa leið í full- um herklæðum með vopn og 10 punda poka á bakinu. Her- mennirnir mega hlaupa og Nurmi gerði það og hrein- lega stakk keppinauta sína af Hann kom hálfri klukku- stund á undan næsta manni í mark og dómarar urðu svo hissa, að þeir héldu um tíma, að hann hefði stytt sér leið. Það kom þó í ljós, þegar tal- að var við leiðarverðina, að þeir höfðu allir skráð hjá sér einkunnartölur hans. Þessi fregn um afrek Nurmis komst á hvers manns varir i Finn- iandi og þessi 22ja ára gamli óbreytti hermaður gaf finnsku þjóðinni vonir um eittþvað fá- heyrt, vonir um ókomna sigra og nýja íþróttafrægð. Eftir Nurmi og Wide háðu marga orrustuna sin á milli og nær alltaf sigr- aði Nurmi. Hér takast þeir í hendur að keppni lokinni. Wide var helzti keppinautur Nurmis á þriðja áratugnum, þegar stjarna hans skein hvað skærast. A efri myndinni sjást þeir við marklínu eftir spennandi hlaup 1926, þar sem Nurmi sigraði eins og oftast. Neðri myndin er af hinu fræga triói i þolhlaupunum: Ritola, Nurmi og Wide. Myndin er tekin á Olympíuleikunum í Amsterdam 1928. kappgönguna miklu í hern- um fór gengi Nurmis á hlaupa brautinni vaxandi. Þetta ár, 1920 hljóp hann 3 km. á 8:58,1 mín., 5 km. hljóp hann á 15:31 og 10 km. á 32:56,0 mín. Þessi árangur hans nægði til þess, að hann komst í Olympíulið Finna, sem tók þátt í Olym- píuleikunum í Antwerpen 1920. Þar rættist draumur hans um að sigra á Olympiu- leikum, hann bar sigur úr Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.