Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 43
afrek, sem unnið hefur verið, ef miðað er við allar aðstæður. 600 metrum á eftir honum kom næsti maður. Það var Ritola, og mínútu síðar kom Banda- ríkjamaðurinn Johnson, báðir um það bil örmagna af þreytu og mæði. Auk þeirra þriggja sigra, sem hér hefur verið getið, og eru einhverjir eftirminnilegustu íþróttasigrar, sem sögur fara af, hlaut Nurmi fjórðu gullverð- launin á þessum OL, en það var í 3000 m. hindrunarhlaupi. Nurmi var með þessum sigr- um sínum eins konar drottinn íþróttanna, og aðdáun fjöldans gekk tilbeiðslu næst. Nurmi var einvaldur á hlaupabraut- inni, það var hann, sem ákvað hraða hvers hlaups, og það var hann, sem úrslitunum réði. Það var sama hve hratt var hlaup- ið, alltaf gat Nurmi bætt við sig, það var sama við hve góða hlaupara hann keppti, alltaf var hann fremstur. Þetta sama ár fór Nurmi til Bandaríkjanna og vann landi sínu ómetanlega frægð, hann tók þátt í 55 innanhússmótum, sigraði í öllum hlaupum, sem hann tók þátt í og setti mörg innanhússheimsmet. Finnska þjóðin á Nurmi ó- endanlega mikið að þakka, því að með sigrum sínum hefur hann kynnt land sitt og þjóð út um gjörvallan heim, betur en nokkur annar maður, betur en nokkur ferðaskrifstofa, landafræði eða bók gat gert. Víðsvegar um lönd vakti Nurmi áhuga manna á Finnlandi og finnskum málum, því að allir ' ildu vita eitthvað um landið, sem alið hafði glæsilegasta iþróttasnilling heimsins. En Nurmi hefur einnig orðið þjóð sinni til ómetanlegs gagns á annan hátt. Með sigrum sínum og yfirburðum sínum, hefur hann vakið áhuga finnsku þjóð arinnar — og þá sér í lagi '■pckulýðsins — á iðkun íþrótta oe líkamsrækt. Við skulum liúka þessari frá- sögn um Paavo Nurmi með um- söcrn hans um siálfan sig: ,.Kiöt og fisk hef ég lítið borðað um •^'ina, framan af stafaða það rátækt. en síðar af því, að "rænmeti fannst mér iafnljúf- fen "t. og auk þess varð mér kotra af bví. Kaffi og te drakk ó" aMrei. og bví síður neytti ó-f tóv^Vs og áfengis. Lífsskoð- mín og æfi hefur frá önd- wSu verið þrungin alvöru. þar of lolðondi hef ég ekki langt i°:ðir mfnar í danssali og kvik- mvndahús. heldur notað frí- stundir mínar til þess að fara út í skóginn, stundum gang- andi, stundum hlaupandi. Þar átti ég heima“. Við einn vin sinn komst Nurmi svo að orði: „Vegna sigra minna í hlaupum hef ég orðið fyrir því leiðinlega hlut- skipti að vekja á mér athygli. Ég iðrast þess að vísu ekki, að hafa keppt, en hinu neita ég ekki, að hégómagirnd fólksins og blind aðdáun þess, hefur á- vallt verið mér ógeðfelld, því að ég keppi ekki vegna frægð- ar, heldur vegna íþróttanna, bæði sem heilsulindar og leiks. Frægðin gerir mann ekki mik- inn, heldur háttvíst dagfar og rækt við skyldustörfin". Þann- ig mælir einn frægasti íþrótta- maður þessarar aldar. BARN ROSEMARY Framháld af bls. 22. leg staðreynd, að hvort heldur við trúum þessu eður ei, þá getum við verið viss um að þeir trúa því.“ Og nokkrum síðúm aftar var skrifað um „trúna á kraftinn í fersku blóði, sem alls staðar er út- breiddur“. Og „umkring brenn- andi kertum, sem auðvitað eru einnig svört.“ Svörtu kertin sem Minnie hafði komið með þegar raf- magnið fór. Hutch hafði séð þau og farið þá að spyrja um Minnie og Röman. Voru það skilaboðin, sem bókinni var ætlað að flytja — að þau væru S"aldrakindur? Minnie með kryddjurtirnar sínar og tannis- amúlettuna ,og Roman með þessi augu, sem virtust horfa í gegnum mann? En þau gátu þó ekki verið göldrótt, eða hvað? Ekki í alvöru. Þá kom henni i hug annar liðurinn í skilaboðum Hutchs, sem sé það að nafn bókarinnar væri bókstafagáta, það er að segja ef bókstöfunum væri rað- að einhvern veginn öðruvísi, þá fengist út úr þeim önnur meining og dýpri. Galdrar og gerningar. Hún reyndi fyrir sér með því að breyta röð bókstaf- anna í heitinu. en gafst fljót- lega upp á því. Stafirnir voru of margir. Hún þurfti penna og oappír. Það var kannski nafn höfund- arins en ekki bókarinnar, sem var gátan. J. P. Hanslet gæti ’ærið Jan Shrelt. Eða J. H. Snartle. Fn það hafði ekki heldur neina þýðingu fyrir hana. í kjörbúðinm hjá Velti fœst allt mögulegt í Volvoinn (Nœstum allt) Við endurskipulag varahlutaverzlunar Veltis h.f. var reynt að fylgja kröfum nútíma hagræðingartækni frá Volvo. Þess vegna er mikill hluti Volvo- verzlunarinnar kominn í sjálfsafgreiðslukerfi. Við endurnýjun mikilvægra hluta Volvobifreiðarinnar á eigandinn auðvitað að vera með í ráðum. Það er komið í tízku að fá mikið fyrir peningana! 37. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.