Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 46

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 46
1 ERENDURHOLDGUN RAUNVERULEIKI? FRÁSÖGN AF UNGRI STÚDINU SEM KVEÐUR SIG HAFA UFAÐ ÁÐUR I. grein í greinaflokki munum við reyna að lýsa þeim athugunum, sem Svíar nokkrir hafa gert á endurholdgun - og dæmi tínd til sem þessar athuganir snerta. Endurholdgun - hvarf sálarinnar í nýjan kropp eftir dauða annars hefur ekki verið mikið rannsakað hér á Vesturlöndum, þótt það sé þáttur í trúar- brögðum Austurlanda. Prófessor nokkur, Joseph Banks Rhine í Bandaríkjunum hefur nýlega gert athuganir sínar opinberar og einnig hefur annar vísinda- maður, dr. med. lan Stevenson, líffræðingur við Læknaskóla Virginíu gefið út bækur sem fjalla um endurholdgunartilfelli. Stúdent einn frá Lundi hefur í dái lýst því lífi sem hún lifði fyrir 150 árum. „Tilfellið Margrét" kalla sænskir könnuðir hið athyglisverðasta á þessu sviði. Eitthvað er nú ævintýralegt við flakk sálar úr einum líkama í annan nýjan. Þetta fyrirbæri er næsta andkannalegt hér á Norðurlöndum, a.m.k. og fáir hafa gefið þessum hugmyndum Austuriandamanna gaum. Endurfæðing, eða sálnaflakk, er fyrirbrigði, sem menn setja ósjálfrátt í samband við austur- lenzka lífssýn, en samt eru furðumargir hér vestra, sem halda því fram að þeim standi lifandi fyrir hugskotssjónum einhvérjar þær minningar, sem þeir geta ómögulega tengt nú- verandi lífshlaupi sínu. Allt í einu eru sálfræðingar i Svíþjóð farnir að veita kenning- um um endurholdgun gaum — og það nú á öld geimferða og tryllitækja. Að baki rannsóknunum í Lundi stendur sálfræðingur einn, sem um nokkurra ára skeið hefur haft samstarf við dr. Ian Stevenson hvað snertir söfnun efnis og gagna, en Stev- enson hefur stofnað eins konar miðstöð fyrir alvarlegar athug- anir á endurholdgun, og getur tínt til meira en 700 tilfelli. Trúarbrögð fólks í mörgum Asíulöndum líta á sálnaflakk sem eðiilegt framhald lífs eftir dauðann. Kristin trú vísar slík- um hugmyndum alveg á bug, og þeir á Vesturlöndum, sem eru sannfærðir um að sálnaflakk viðgangist eru vissir um, að endalausar raðir af tilfellum sé að finna á Vesturlöndum, til- fellum sem aldrei hafa verið skráð eða athuguð. Fólk þorir ekki að segja frá minningum sínum af ótta við að vera álitið skrítið — segja talsmenn end- urholdgunarkenningarinnar vestra. „Það er mjög erfitt að verða sér úti um beinar sannanir", segir vísindamaðurinn í Lundi. ,,Ég hef safnað saman kringum 20 áhugaverðum tilfellum, en enn hefur mér ekki tekizt að finna neitt tilfelli, sem getur talizt 100% örugg sönnun. Það stafar m.a. af því, að sem vís- indamaður get ég ekki viður- 46 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.