Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 58

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 58
Isaksturá Leir sem ekið er eftir vissum reglum og gerðar viðhlítandi öryggisráöstaf- anir. í undirbúningi hjá klúbbnum er rally, sem að öllum líkindum fer fram í lok mars eða byrjun apríl. Verið er að stofna og gera drög að stofnun svipaðra klúbba úti á landi. Sú hugmynd hefur komiö fram að halda mikið rally, um það bil 2000 km langt, í sumar, ef tekst að stofna nokkra klúbba úti á landsbyggöinni. Meðal rally- áhugamanna ríkir nú mikill spenningur, og vona menn, að rally af þessu tagi verði staðreynd á þessu ári. En nú er kominn tími til að snúa sér að ísakstrinum. Keppni þessi var, eins og komið hefur fram, góðaksturskeppni á ís, og bannað var að hafa nagladekk undir bílunum. Leyfilegt var að keppa á grófmunstruðum dekkjum, en flestir mættu á radial sumardekkj- um. Fimmtán bílar mættu til leiks, og voru þeir af ýmsum gerðum. Þarna mátti meðal annars sjá Autobianchi, Fiat, Mazda, Ren- ault, Capri, Escort, Cortina og stóran og fyrirferðarmikinn Chevr- olet sendiferðabíl, sem var kominn til ára sinna og bar aldurinn utan á sér. Keppnin var í því fólgin, að gerð voru hlið og hindranir með því að raöa dekkjum á fsinn. Síðan áttu keppendur að aka á milli hindr- ananna á sem skemmstum tíma. Ef keppandi fór yfir hálft dekk eða meira, fékk hann eina mfnútu í refsitíma. Hliðin, sem komið var fyrir, voru nokkuð lúmsk, því það þurfti í mörgum tilfellum að taka krappar beygjur, þar sem plássið varfrekar af skornum skammti. Ef bílarnir fóru að renna til á óhepp- ilegum stöðum, var hætta á, að ekið yrði á eða yfir dekk með þeim afleiðingum, að keppandi fengi mínútu í refsitíma. Sumsstaðar þurfti að bakka í stæði og á öðrum stöðum leggja beint í stæðið, taka vínkilbeygju, snúa og aka sikk-sakk. Einhver kann að segja ,,iss, þetta er nú ekki mikið," en ef keppendur áttu að ná öllum þeim beygjum og snúningum, sem lagðir voru fyrir þá, varð hraðinn vægast sagt mjög Iftill. Og það kom á daginn, eins og flestir höfðu spáð, að litlu framdrifsbílarnir lentu í fystu fimm sætunum. Bílunum var raðað upp eftir rásnúmerum og hver bíll merktur á afturrúðu með rásnúmeri. Síðan hófst keppnin. Aðeins einn kepp- Sigurvegararnir meö sigurlaunin, taiið frá vinstri: Bragi Halldórsson á Austin A/legro í 3. sæti, Kar! Cooperá Trabant í 2. sæti og Árni Bjarnason á Autobianchi 11. sæti. Flestir ættu aö þekkja þetta andlit. Úmar Ragnarsson lætur sig aldrei vanta, þegar eitthvaö er aö gerast í bílaíþróttum. Þorkell Guönason /ýsti keppninni af mikilli snilld. Á þessari mynd sést hann ræsa Trabant af staö til keppni. Fyrir skömmu var efnt til góð- aksturs á ísuppi á Leirtjörn. Þeir sem að þessari keppni stóðu voru félagar í hinum nýja sportklúbbi sem stofnaður var að tilhlutan FIB. Því miður er ekki búið að gefa félagsskapnum nafn, en vonir standa til, að úr því verði bætt fljótlega. Ég tel rétt að nota tækifærið og kynna þennan klúbb dálítið. Aðal markmið klúbbsins er að halda og sjá um rally og rally-cross keppnir. Með því móti vill klúbb- urinn ná hraðakstri af almennum vegum inn á afmörkuð svæöi, þar 58VIKAN 13. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.