Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 11

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 11
sé gömul? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, Ein á móti áfengi. Það er nú það. Nú þekki ég vininn ekki og get því ekki dæmt um, hvort hann drekkur af því hann þolir þig ekki. Þó tel ég nú líklegra, að því sé öfugt farið, að hann sé eitthvaö ,,skotinn" í þér og þurfi þess vegna að fá sér eitthvað styrkjandi til að þora að tala við þig. Það, að hann segir ekkert merkilegt þá, styrkir grun minn enn meira, þ.e.a.s. ef hann segir eitthvað af viti ódrukkinn, sem eflaust systir þín og fleiri geta frætt þig um. Bogmannsstelpa og krabbastrákur eiga sérstak/ega vel saman, og samband þeirra getur varað alla ævi, án þess að þau fái leið hvort á öðru. Or skriftinni má lesa vingjarnleika og góða greind. Ætli þú sért ekki svona 16 ára eða þar um bil. LIFANDI EÐUR El? Minn ágæti Póstur! Ég hef nú aldrei skrifaö þér fyrr en nú. En vegna þess hve ég er voðalega forvitin, mátti ég til með að skrifa þér, því ég hef heyrt sagt, að þú vitir allt. Er ekki svo? Jæja, ég ætla að koma mér að efninu, áður en þú færð leið á þessu rövli. — Ég er mikill aðdáandi Wolfmans Jack (svo þú vitirbetur, þá er hannfrákl. 11-12 í Kananum). Um daginn heyrði ég sagt, að hann væri dáinn, og ég hef tekið eftir því, að hann hefur spilað „undarlega" gömul lög upp á síðkastið. Ég held nefnilega, að þetta séu gamlar upptökur. Minn alvitri póstmaður! Getur þú nokkuð verið svo vænn að hjálpa mér að komast að hinu sanna? Ég yrði skúffuð, ef ég missti „úlfinn" úr útvarpinu. Að lokum: Hvað lestu úr skriftinni? Hver er happatala og happalitur tvíburastelpu? Hvernig eiga Ijóns- strákur og tvíburastelpa saman? Kærar kveðjur og þakkir, Aðdáandi. Shane Coomber, 56 Bonar Street, West Heidelberg 3081, Victoria, Australia. Hann er 16 ára og vill skrifast á við stelpur og stráka á svipuðum aldri. Áugamál hans eru frímerkjasöfnun, íþróttir o. fl. Hann skrifar á ensku. Gunn Dybvik, 6020 Vegsund, PR. Alesund, Norge. Hún er 14 ára og vill skrifast á viö stelpur og stráka. Áhugamál hennar eru frímerki, handbolti, lestur bóka og íþróttir. Wildtrud Schurr, Innstrasse 8.8201 Raubling, Germany. Hún er 14 ára og vill skrifast á viö stelpur á svipuðum aldri. Áhuga- mál hennar eru poppmúsik, tennis, dans og íþróttir. Hún skrifar á þýsku og ensku. Theresa Barbara, 19 stk. Cathrine, Str. Mqabba, Malta. Hún er 14 ára og óskar eftir pennavinum á svipuðum aldri. Áhugamál eru mörg, og hún svarar öllum bréfum. Hún skrifar á ensku. Holly Hudson, 21309 Ibanez Ave., Woodland Hills, Cal. 91364, U.S. A. Holly er 15 ára gömul. Áhugamál hennar eru sund, fótbolti, kvikmyndir, popptónlist, dans o. fl. Hún skrifar á ensku, og óskar eftir pennavinum, stelpum og strákum. Benedikt Sæmundsson, Vega- mótum, Snæfellsnesi, óskar eftir pennavinum á aldrinum 9-11 ára. Sjálfur er hann 9 ára og áhugamál hans eru íþróttir, skák, módel- smíði, bækur o.fl. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Sólveig Guðjónsdóttir, Selja- landsvegi 2, Isafirði, óskar eftir pennavinumá aldrinum 15-17 ára. Hún svarar öllum bréfum. Mrs. Coro/ V. Smith, 2 Fernhurst Road, Ashford, Middx, TW15 1AH, Englandi, óskar eftir að skrifast á við konur á íslandi. Hún er 37 ára gömul, og áhugamál hennar eru dúkkur, póstkort, frímerki, bréfaskriftir, handavinna og að safna merkjum úr flóka eða öðrum efnum með bæjar/borgar- nöfnum. Það er mikið rétt hjá þér, að Pósturinn veit allt! Þess vegna get ég g/att þig með því, að vinur vor Wolfman Jack er eins sprelllifandi og bæði ég og þú, eða var það að minnsta kosti sfðast þegar ég vissi. Þeir eru kannski bara að rifja upp gamlar endurminningar með þvi að spi/a /ögin frá gömlu góðu dögunum, hver veit? Úr skriftinni /es ég, að þú ert gffur/egur aðdáandi Wolfmans Jack og hefur gaman af að hlusta á ,,Kanann. " Happata/a tvlburastelpu er 5 og happa/itur grænn. Ljónsstrákur og tvíburastelpa geta orðið góðir vinir — en ekkert meira. Eínn a dag kemur skapinu í lag 13. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.