Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 6
PÓSTURIM Vantar pennavini Kæri Pósti/r! Vid erum tvœr skutlur, og við viljum biðja þig um að gefa okkur upplýsingar. Við erum ekki í neinum vandrœðum með stráka, því við erum hvorki feimnar né hlédrægar. En það, sem við viljum biðja þig um að gera fyrir okkur er það, að fá nafn og, ja, hvað eigum við að segja, heimilisfang einhvers blaðs, sem auglýsir eftir penna- vinum í Bandaríkjunum og Færeyjum. Ef þú getur ekki . geftð okkur neinar upplýsingar um nafn blaðs á hvorugum staðnum. hvert eigum við þá að snúa okkur? Ogsvo þetta venjulega: Hvað lestu úr skrift- inni, og hvað heldurðu, að við séum gamlar? Með fyrirfram þökkfyrir birtinguna. Halla og Ladda. Pósturinn hefur því miður engin nöfn á blöðum úti i heimi, sem geta aðstoðar ykkur, en þið skul- uð skrifa til alþjóðlega penna- vinaklúbbsins í Finnlandi, sem útvegar pennavini um allan heim. Heimilisfang hans er: „International Youth Service, Turku, Finland”. Skriftin ber með sér, að bréfritarinn hafi gott lunderni, en eigi það til að vera dómharður á stundum. Þið er- um 15 ára. Gas í herberginu Kæri þáttur. Mig dreymdi nýlega þrívegis í röð, að ég lægi í rúminu mínu og herbergið mitt fylltist allt af gasi. Þessir draumar hafa legið þungt á mér, og mér þætti vænt um, ef þú gœti sagt mér hvað þetta táknar. Með fyrirfram þakklæti. K. L. Gas í draumi er yfirleitt aðvörun til dreymandans um að ástríður og freistingar muni brátt verða á vegi hans og hann þurfi á öllu sínu viljaþreki að halda til að látaekki bugast. Sló tennurnar úr vinkonu sinni!! Kæri Póstur! Þetta er í fyrsta skipti, sem ég skrifa þér, og ég vona, að þú birtir þetta bréf. Svo er mál með vexti, að ég á enga vin- konu lengur!!!! Þegar ég var yngri, átti ég margar vinkonur, en nú er ég ein og yfirgefin. Fyrir mánuði átti ég eina vinkonu, en við rif umst, þanguo til ég gaf henni vænt kjáftshögg, og hún missti tvær fullorðinstennur. Hún var mín eina almennilega vinkona. Ég sé svo eftir að hafa gefð henni kjaftshögg, að ég gæti pissað á mig. Hvað á ég að gera til að ná henni aftur? Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu að ég sé gömul? Vinkona. P.S. Afsakaðu skriftina. Ef þú hefur ekki haft vit á að geyma tennurnar hennar, verð- urðu að fara og kaupa tvær falskar tennur handa henni. Svo ferðu til hennar í heimsókn, gef- ur henni tennurnar og biður hana innilegrar fyrirgefningar á þessu framferði þínu! í alvöru talað, vinkona, finnst þér þetta nú hægt að láta svona? Þú verð- ur að koma henni í skilning um, að þú sjáir mjög eftir þessu og að þér þyki vænt um hana og viljir ekki missa hana sem vinkonu Skriftin ber með sér, að þú sért rnjög skapstór og eigir til að slá tennur úr fólki, ef þér sýnist svo. Þú ert 12—13 ára. Hvað viðvík- ur P.S.inu þínu, þá neyðist ég víst til að afsaka skriftina, — en vandaðu þig betur næst! Svo yfir sig ástfangnar Kæri Póstur. Vonandi fer þetta bréf ekki í ruslafötuna þína landsfrægu, en við erum tvær skvísur, sem erum yfr okkur ástfangnar af tveimur strákum, sem okkur langar að kynnast. Önnur okk- ar er skotin í strák, sem er tveimur árum eldri en hún, og býst ekki við, að hann líti á sig. Hin er dálítið hlédræg, en er einu ári yngri en hinn strákur- inn (þeir eru vinir). Okkur lang- ar svo að kynnast þeim, en við erum svo feimnar og ósjálf- bjarga, að við erum alveg að deyja (úr ást). Þannig að, kœri Póstur, vildirðu vera svo góður að gefa okkur ráð (en segja okkur ekki að fá okkur aðra). Þökkum gott efni í blaðinu. Hvernig er skriftin? Með fyrir- fram þökk. Tvær vongóðar. Það er nú erfitt fyrir Póstinn að gefa ykkur ráðleggingar, þar sem þið gefið ekkert upp um strák- ana; hvort þeir séu með ykkur í skóla, hvort þið búið nálægt hvort öðru, hvort þið hafið bara séð þá í strætó, — eða neitt í þá áttina. Ég vona bara, að þið haf- ið tækifæri til að nálgast þá á dansleik, það er oft svo auðvelt að kynnast fólki á svoleiðis stöð- um! Þið bara verðið að herða upp hugann, næst þegar þið haf- ið tækifæri til að tala við þá, og reyna að koma af stað umræð- um. Hvað viðvíkur aldursmun- inum, þá gæti hann varla verið betri, svo þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því, að þeir liti ekki á ykkur þess vegna. Ef þið eruð jafn fallegar og skriftin á bréfinu Ég held ég sé ófrísk Kœri Póstur! Ég vona, að þú svarir þessu bréfi, því að ég get engan spurt, nema þig. Það er þannig, að ég var í partýi um daginn og kynntist þar strák, sem ég varð hrifin af, og við vorum saman allt kvöldið, og gerðist náttúrlega hitt og þetta, sem ég fer ekkert að lýsa, og nú held ég, að ég sé ólétt. Þetta var fyrir svona einum og hálfum mánuði. Og svo kemur gamla súpan: Hvernig fara saman vatnsbera- strákur og vatnsberastelpa? Hvað heldur þú, að ég sé gömul? Eg get ekki talað um þetta við mömmu og pabba, því að þá má búast við sprengingu. Hver er happalitur og tala þess sem er í vatnsberanum? Ein í vandræðum. Já, það er ekki orðum aukið, að þú sért i vandræðum, ef þú ert ófrísk eftir strák, sem þú hefur þekkt í eitt kvöld. Er Pósturinn svona gamaldags, eða er það í tísku að „sofa hjá,” um leið og unglingar kynnast nú til dags???? Þegar þetta svar birtist, ættirðu nú að vera þess fullviss, hvort þú ert barnshafandi, eða ekki, en ef þú ert enn í vafa, ættirðu að koma þér sem allra fyrst til læknis og fá grun þinn staðfestan. Ef svo reynist, að þú sért barnshafandi, þá verðurðu að sjálfsögðu að segja for- eldrum þínum frá því, — og auðvitað stráknum líka. Foreldrar eru sjaldan eins slæmir og þið unga fólkið haldið, og þeir eru líka oft mun skilningsríkari en ykkur grunar. Þetta er þá búið og gert, og ég trúi ekki öðru en að foreldrar þínir rétti þér hjálparhönd. Vatnsberastelpa og vatnsberastrákur geta orðið mjög góðir vinir, en varla neitt meira. Ég tel, að þú sért 16 ára. Þú verður að gefa mér upp fæðingardag þinn til að fá að vita happalit og tölu. 6VIKAN 23. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.