Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 12

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 12
Viðtal við Berglindi Bjarnadóttur, söngkonu og Rúnar Matthíasson, sálfræðinema. Blómailmur og falleg tónlist mættu Ijósmyndara og blm. Vikunnar, þegar við fyrir stuttu heimsóttum Berglindi Bjarnadóttur og unnusta hennar. Rúnar Matthíasson. Tilefni heimsóknar þessarar var. að tveimur döguni áður hafði Berglind lokið einsöngvaraprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs. og langaði okkur að forvitnast meira um hana og unn- ustann. Berglind er þjóðinni að vísu kunn. Hún var aðeins 15 ára. þegar hún söng með þjóðlagasöngflokknum ..Litið eitt” úr Hafnarfirði. en sá söngflokkur sá einn- ig um tima um sjónvarpsþáttinn. ..Kvöldstund I sjón- Berglind stundaði pianónámið af mun meiri alvöru en hún þurfti með. varpssal.” Berglind er yngri kynslóðinni einnig að góðu kunn, því hún var sú fyrsta, sem sá um óskalaga- þátt fyrir börn I útvarpinu, „Lagið mitt.” Berglind er 21 árs, fædd og uppalin i Hafnarfirði, en hefur nú flutt sig aðeins um set og býr i Kópavogi ásamt unnusta sinum. Hún lauk stúdentsprófi frá menntadeild Flensborgarskóla vorið 1976, en hellti sér að þvi búnu út i söngnámið. Unnusti hennar er Rúnar Matthiasson, 25 ára sálfræðinemi. Eflaust muna margir eftir honum úr sjónvarpinu á hvitasunnudag. er hann söng tvisöng með Sverri Guðjónssyni. ásamt kór Langholtskirkju. í argentiskri messu. sem vakti mikla athvgli þeirra. er á hlýddu. Rúnar varð stúdent frá Kennaraháskólanum árið 1974. og hefur numið sálfræði siðan. stundum við söng, og þama eru þau að syngja „Hœttu að gráta hringaná,” - til heiðurs gestum sinuml Það þarf vist ekki að spyrja, hvert sé aðaláhugamál unga parsins, enda eyða þau mörgum stundum tvö ein við söng. Berglind leikur þá gjarnan undir á pianó. og við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta á þau syngja saman islenska þjóðvisu, „Hættu að gráta hringná". Heimili þeirra er prýtt hinum fegurstu munum, og eitt herbergi i ibúðinni er helgað tónlistinni. Þar inni er pianóið, og veggirnir eru skreyttir fallegum myndum af helstu tónskáldum. s.s. Beethoven. Haydn o. fl. Á borði standa fallegar styttur af frægum tónskáldum og stórt plötusafn ber vott um góðan smekk þessa unga fólks. íbúðin, sem þau búa i um þessar mundir, er aðeins leiguibúð, þar sem þau eru á förum til Sviþjóðar i haust. en þau voru bæði sam- mála um. að i framtíðarhúsnæði. sem þau kynnu að eignast hér heima, væri skilyrði að hafa svona „tónlistarherbergi.” Tajið beindist að sjálfsögðu mest að söngnum: „KÓRAFERÐALÖG ERU GÓÐ VÍTAMÍNSPRAUTA” — Hvenær vaknaði þinn tónlistaráhugi. Berglind? — Þegar ég var niu ára. Þá byrjaði ég í stúlknakór Öldutúnsskóla. hjá Agli Friðleifssyni. Annars hugsaði ég aldrei út í þetta af neinni alvöru. fyrr en eftir stúdentspróf fyrir tveimur árum. Það var aldrei nein alvara i þessu hjá mér að ráði. sem söngkonu, fyrr en þá. En það var óskaplega gaman að syngja i þessum stúlknakór, og við fórum m.a. i fjórar utanlandsferðir, til Norðurlandanna og til Túnis. Þegar ég var ellefu ára söng ég í fyrsta skipti einsöng. Það var i Helsinki, og lagið var íslensk þjóðvísa „Táta, Tála.” Svosöng ég lika einsöng i Túnis, þá fimmtán ára. Rúnar: Þessi ferð til Túnis er líklegast lengsta ferð, sem islenskur barnakór hefur farið. íslenskir barna- kórar hafa yfirleitt ekki farið svona langt út fyrir landsteinana. Norðurlöndin og Færeyjar hafa verið vinsælustu staðirnir. 12VIKAN 23. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.