Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 18

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 18
„Þið læknarnir eruð með höfuðið grafið í sandinn, er það ekki?” sagði Norah. „Teri Washburn var flækt í eitt feitasta hneykslis- málið, sem hefur orðið í Hollywood. Hún drap kærastann sinn.” „Ég gerði bara eins og mér var sagt." „Sagði einhver þér að drepa herra Champion?" „Hann sagði mér að gera það.” „Hann?" „Guð." „Af hverju sagði Guð þér að drepa hann?" „Af þvi að Champion er illur maður. Hann er leikari. Ég sá hann á sviði. Hann kyssti konu. Leikkonu. Fyrir framan alla áhorfendur. Hann kyssti hana og . . .” Þögn. „Haltu áfram." „Hann snerti — brjóstið á henni." „Kom það þér i uppnám?” „Auðvitað kom það mér i uppnám! Mikið uppnám. Skilurðu ekki, hvað það þýðir? Hann þekkti hana kynferðislega. Þegar ég kom út úr þessu leikhúsi, þá leið mér eins og ég væri kominn frá Sódómu og Gómorra. Það þurfti að refsa þeim." „Svo þú ákvaðst að drepa hann.” „Ég ákvað það ekki. Guð ákvað það. Ég framfylgdi aðeins skipunum hans." „TalarGuðoft við þig?” „Ekki nema þegar það þarf að vinna Hans verk. Hann hefur valið mig sem verkfæri sitt, því ég er hreinn. Veistu af hverju ég er hreinn? Veistu hvað það er, sem hreinsar best i heiminum? Að drepa hina illu!" Alexander Fallon. Þrjátiu og fimm ára. aðstoðarmaður hjá bakara hluta úr ÞAÐ, SEM ÁÐUR ER KOMIÐ: Dr. Judd Stevens er einn þekktasti geðlxknir Bandarikjanna. Einn sjúklinga hans, íklxddur gulum regn- frakka Judds sjálfs, er stunginn hnífi i hakið. Sama dag er hrotist inn á skrifstofu Judds og móttökustúlkan hans drepin á hinn hrxðilegast hátt. Nxsta dag er ekið á Judd, hann slasast, en er brátt kominn til starfa á ný. Enn verður hann fyrir áreitni, sem hann sjálfur telur morðtilraun. McGreavy rannsóknarlögreglumaður grunar Judd um að eiga þátt i þessu sjálfur, cn starfsbróðir hans, Angeli, sýnir honum vinsemd. Judd cr sjálfur farinn að efast unt gcðhcilsu sína og ákveður að leita aðstoðar leynilögreglu- manns. Moody leynilögreglumaður leggur gildru fyrir ofsxkjendur Judds, og þeir ganga í hana, en sleppa, án þess að þekkjast. Judd rcynir að fá einhverja hugmynd um, hverja við er að eiga, með því að hlusta á segulbands- upptökur af viðtölum við sjúklinga sína. 18VIKAN 23. TBL. degi. Hann var settur á geðsjúkrahús i hálft ár, og síðan var honum sleppt. Gæti Guð hafa sagt honum að eyða Hanson, sem var kynvilltur, og Carol, sem var fyrrverandi vændiskona, og Judd, velgjörðamanni þeirra? Judd fannst það ólíklegt. Hugsanagangur Fallons einkenndist af snöggum, kvala- fullum kippum. Sá, sem hafði skipulagt morðin, hugsaði mjögskipulega. Hann lék fleiri segulbönd frá geðdeild- inni. en engin féllu inn i það mynstur, sem hann var að leita að. Nei. Það var enginn sjúklinganna á geðdeildinni. Hann leit aftur yfir skýrslumar á skrifstofunni, og rak augun i nafn. Hann setti bandið á. SkeetGibson. „Halló, dokksadokk. Hvernig líst þér á þennan dá-sam-lega dag, sem ég byrl- aði þér?” „Þúerthressídag." „Ef mér liði öllu betur, þá myndu þeir læsa mig inni. Sástu þáttinn minn i gær?" „Nei. Þvi miður gat ég ekki séð hann.” „Ég var alveg frábær. Jack Gould kallaði mig „yndislegasta grinista i heimi". Og hver er ég. að andmæla sénii eins og Jack Gould? Þú hefðir átt að heyra i áhorfendunum! Þeir klöppuðu eins og það væri að fara úr tísku. Veistu hvað þaðsannar?” „Að þeir kunni að lesa á „Klappa” kortin?" „Þú ert snjall. helvitið á þér. Það finnst mér fint — hausalæknir með húmor. Sá siðasti sem ég var hjá var aga- legur. Var með risaskegg, sem fór fer- lega í mig." Hávær hlátur. „Náði þér núna, ha, gamli hefur? Nei. í alvöru talað, góðir gestir, þá er ein ástæðan fyrir því, að mér liður svona vel sú, að ég er nýbúinn að lofa milljón doll- urum — teldu þá: Ein milljón dollara — til að hjálpa krökkunum i Biafra." „Það er ekki að furða, að þér líði vel.” „Það geturðu hengt þig uppá. Sú saga kemst á forsiður allrar heimspressunn- ar.” „Skiptirþaðmáli?” „Hvað meinarðu „Skiptir það máli”? Hvað margir naggar lofa svo miklu? Þú verður að þeyta eigin lúður, Pétur Pan. Ég er feginn þvi, að ég hef efni á að lofa peningunum." „Þú segir alltaf „lofa". Áttu við „gefa”?" „Lofa — gefa — hver er munurinn? Þú lofar milljón — gefur nokkur hundr- uð þúsund — og þeir sleikja á þér rass- inn ... Sagði ég þér, að það er brúð- kaupsdagurinn minn í dag?" „Nei. Til hamingju." „Takk. Fimmtán fin ár. Þú hefur aldr- ei hitt Sally. Það er besta pían, sem nokkru sinni hefur gengið á Guðs grænni jörðinni. Ég er sannarlega hepp- inn i hjónabandinu. Þú veist, hvað þetta tengdapakk getur verið erfitt? Jæja, Sally á tvo bræður, Ben og Charley. Ég hef sagt þér frá þeim. Ben skrifar stærsta hluta efnis fyrir þáttinn minn, og Charl- ey er framleiðandinn. Þeir eru séni. Ég er búinn að vera á skerminum t sjö ár núna, og aldrei fyrir neðan topp tiu i Nielsens. Ég var snjall að giftast inn i svona fjölskyldu, ha? Flestar konur verða feitar og subbulegar, þegar þær eru búnar að húkka sér kall. En Sally, þessi elska, er grenni núna en hún var á brúðkaupsdaginn. Hvilik kona! . . . Áttu sigarettu?" „Gjörðu svo vel. Ég hélt, að þú værir hættur að reykja." „Ég ætlaði bara að sanna það fyrir sjálfum mér, að ég hefði gamla góða viljastyrkinn, svo ég hætti. Nú reyki ég vegna þess, að mig langar til þess ... Ég gerði nýjan samning við sjónvarpsfélag- ið í gær. Ég fór svakalega með þá. Er timinn minn búinn?” „Nei. Ertu eirðarlaus, Skeet?" „Svo ég segi þér alveg satt, elskan, þá er ég i svo finu formi, að ég veit ekki. hvers vegna ég er að koma hingað.” „Engin vandamál?” „Hjá mér? Heimurinn er ostran min og ég er Diamond Jim Brady. Ég verð að segja það um þig, að þú hefur sannar- lega hjálpað mér. Þú ert minn maður. Með öðrum eins gróða og þú hefur, þá ætti ég kannski að byrja í bisniss og setja upp mina eigin stofu. ha?.. . Það minnir mig á fina sögu af náunga, sem fór til heilaklóru, en hann var svo taugaóstyrk- ur, að hann lagðist bara á bekkinn og sagði ekkert. Þegar timinn var búinn. sagði dokksinn: „Þetta verða fimmtiu doílarar." Nú, svona hélt þetta áfram i tvö ár, og tappinn segir aldrei neitt. Loks opnar sá stutti munninn einn góðan veð- urdag, og segir: „Læknir, má ég spyrja þig að einu?" „Auðvitað," segir dokks- inn. Og þá segir minn maður: „Hvað segirðu um að fá félaga i fyrirtækið?” Hávær hlátur. „Áttu asperin eða eitthvað?” „Auðvitað. Er þetta eitt af slæmu höf- uðverkjaköstunum þinum?" „Ekkert, sem ég ræð ekki við, gamli vinur. . . Takk. Þetta verður fínt.” „Af hverju heldurðu að þú fáir höfuð- verk." „Bara venjuleg sjó-bisniss streita .. . Það á að lesa yfir handrit seinna i dag.” „Gerir það þig óstyrkan á taugum?” „Mig? Nei, andskotinn hafi það! Af hverju ætti ég að verða taugaveiklaður? Ef brandararnir eru slappir, þá gretti ég mig og blikka áhorfendur og þeir éta þá hráa. Alveg sama hvað þátturinn er slappur — Skeet gamli kemur frá honum angandi eins og rós.” „Hvers vegna heldurðu, að þú fáir þessi höfuðverkjaköst vikulega?” „Hvernig i andskotanum á ég að vita það? Þú ert læknirinn. Þú átl að segja mérþad. Jesús Kristur, ef asni eins og þú getur ekki læknað smávegis höfuðverk, þá áettu þeir ekki að leyfa þér að ganga lausum og skipta þér af lífi annarra. Hvar fékkstu læknaleyfið? Úr dýra- áng læknaskóla? Ég myndi ekki treysta þér fyrir helvitis köttunum mínum! Þú ert djöfuls skottulæknjr! Eina ástæðan fyrir þvi að ég fór að ganga til þin var sú, að Sally sparkaði mér til þess. Það var eina leiðin til að losna við helvitis nöldrið i henni. Veistu hver er mín skilgreining á Helvíti? Að vera giftur Ijótri, horaðri nöldurskjóðu i fimmtán ár. Ef þú ert að leita að fleiri fiflum til að svindla á, þá Framhaldssaga eftir Sidney Sheldon: Andlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.