Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 24

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 24
Sadolln á glugg&oggólf „Ekki enn." Hann bauð henni sæti. „Anne horfði i andlit hans. „Þú ert þreytulegur. Er rétt að fara svona strax að vinna?" Ó, Guð. Honum fannst hann ekki þola neina samúð. Ekki núna. Og ekki frá henni. Hann sagði, „Mér líður prýði- lega. Ég afboðaði timana mina í dag. Simaþjónustan mín náði ekki sambandi við þig." Andlit hennar fékk á sig kvíðasvip. Hún var hrædd um að hún væri að trufla. Anne — að trujla. „Mér þykir það mjög leitt. Ef þú vilt heldur að ég fari. ..” „Nei, alls ekki,” sagði hann hratt. „Ég er feginn, að þeir náðu ekki sambandi við þig." Þetta var í siðasta sinn, sem hann hitti hana. „Hvernig líður þér?" spurði hann. Hún hikaði, ætlaði að segja eitthvað, en skipti svo um skoðun. „Ég er svolitið ringluð." Hún horfði einkennilega á hann, og eitthvað í augnaráði hennar snerti dauf- an, löngu horfinn streng. sem hann gat næstum, en ekki alveg, munað eftir. Hann fann hlýju streyma frá henni, yfir- þyrmandi líkamlega þrá, — og skyndi- lega gerði hann sér grein fyrir því, hvað hann var að gera. Hann var að eigna henni sinar tilfinningar. Og eitt andartak hafði hann látið blekkjast, rétt eins og hver annar sálfræðinemi á fyrsta ári. „Hvenær ferðu til Evrópu?" spurði hann. ANDLIT ÁN GRÍMU „Á jóladagsmorgun.” „Bara þú og maðurinn þinn?” Honum leið eins og slefandi fávita, sem aðeins sagði einskisverða hluti. Babbitt í leyfi. „Hvert farið þið?" „Stokkhólms — Parísar — London — Rómar.” Ég vildi sýna þér Róm, hugsaði Judd. Hann hafði eytt ári sem kandidat á ameríska sjúkrahúsinu þar. Þar var dá- samlegt gamalt veitingahús sem hét Cy- béle rétt við Tívolí-garðana, hátt uppi á fjallstindi hjá fornum helgidómi heið- ingja, þar sem hægt var að sitja i sólinni og horfa á hundruði villtra dúfna myrkva himininn yfir dröfnóttum hæð- unum. Og Anne var á leið til Rómar með eig- inmannisínum. „Þetta verður önnur brúðkaupsferð,” sagði hún. Rödd hennar var þvinguð, en það var svo ógreinilegt, að það gæti hafa verið ímyndun hans. Óþjálfaðeyra hefði ekki heyrt þetta. Judd horfði betur á hana. Á yfirborð- inu virtist hún vera róleg og eðlileg, en undir niðri fann hann fyrir spennu. Ef þetta var ung, ástfangin kona á leið til Evrópu í aðra brúðkaupsferð, þá vantaði eitthvaði myndina. 24 VIKAN 23. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.