Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 26

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 26
Sylvester og kona hans Sasha slitu sam- vistum vegna þessa máls i ársbyrjun, en þau eiga einn son sem heitir Sage og varð hann 2ja ára í mai. Sasha hefur rætt við blaðamann um þetta mál, og sýnir furðu mikið umburðarlyndi, segist hálft í hvoru skilja mann sinn, „þar sem hann hafi svo skyndilega komist á toppinn. Hann þarf nú að ráða fram úr þeim vanda sem fylgir slíkri vegsemd og ég vil gjarnan finna út hver ég er í raun og veru. Svo við ákváðum að taka frí hvortfrá öðru.” Sasha kennir mynd- inni Rocky um þetta. ,,Hér áður fyrr höfðum við ekki efni á að njóta lífsins, og eftir að hann byrjaði á Rocky hefur hann ekki haft neinn tfma fyrir mig. Kannski er hann líka fórnarlamb þess sem kallað er „sjö ára kláð- inn.” Við kynntumst í New York árið 1970, þar sem við unnum bæði í leikhúsi, ég var þá 19 ára en hann 23 ára. Tveimur árum síðar flutti ég til hans, og við giftum okkur svo árið 1974. Það var svo ekki fyrr en í desember sl., sem hjónaband okkar var komið í hættu, en þá var hann búinn að ráða Joyce til að leika í mynd- inni. Frá þeim tíma ákvað hann að búa á hóteli í námunda við kvikmyndaverið í stað þess að koma heim á nóttunni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður þá er Sasha vongóð um að Sylvester snúi aftur til hennar, „en þá verður hann líka að vera búinn að hlaupa af sér hornin,” sagði hún. VIKII Spakmæli vikunnar... ‘ Mér kom mest á óvart í Bandaríkjunum hve foreldrar voru hlýðin við börnin sín (Hertoginn af Windsor). • Ástin læknar — bæði þann, sem gefur og þann sem þiggur. • Þeir eru álitnir öðrum fremri. sem ekki láta stjórnast af ágirnd í peningamálum. • Besta ráðið til að muna eftir afmælisdegi eigin- konunnar er að gleyma honum einu sinni. • Maður er enn ungur. ef konu tekst að gera hann hamingjusaman eða óhamingjusaman. Hann er kominn á miðjan aldur. ef konu tekst ekki að gera hann óhamingjusaman. Hann er orðinn gamall, ef konu tekst hvorki að gera hann hamingjusaman eða óhamingjusaman. Clyde Morrison er skókaupmaður í Los Angeles og einn góðan veðurdag datt honum í hug að hann yrði að gera eitthvað snjallt til að auglýsa verslun sína. Hann fékk sér þá bíl af Honda gerð og breytti honum í „klossa,” sem hann selur einkum í verslun sinni. Ekki svo vitlaus hugmynd! Rocky" féll fyrir fagurri Glæpir borga sig löikkonu ekki í Japan Japanir eru ekki ónægðir. þegar þeir lita yfir skýrslu um glæpi i landinu — að minnsta kosti ekki samanborið við Bandaríkjamenn. Í opinberum skýrslum scgir. að tala myrtra sé aðeins l'intmtungur þess sent gerist i Bandarikjunum. og rán innan við 1% rána i Bandarikjunum. Japanska stjórnin gelur þá skýringu á þessum rnikla mun. að Japanir hafi ntjóg stranga löggjöf um skotvopn. harðsnúna lögreglu og megi reiða sig á nána santvinnu við borgara lands- ins. ef afbrot eiga sér stað. í fcamhaldi af þcssu má geta þess. að Japanir ná tiltölulega fleiri afbrotamönnum undir lás og slá. en önnur þróuð riki. Þau eru hálf vandræða- leg á þessari mynd, hinn þekkti leikari Sylvester Stallone og fylgikona hans Joyce Ingalls, enda hundelt af blaðaljós- myndurum. Ástæðan er sú, að Joyce er hálfopin- ber hjákona Sylvesters, sem réði Joyce til að leika með sér í kvik- mynd, sem á ensku nefnist „Paradise Alley,,’ Stallone, sem hefur verið kvæntur síðan 1974, hefur ekki verið orðaður við aðrar konurfyrren nú. Dvergvaxinn api Þetta pínulitla, en fremur geðslega kvikindi, er api, sem dvelur í dýragarði í Englandi. Hann er af ætt sem nefnist Tamarins og lifir í frumskógum Mið- og Suður Ameríku. Þessi apategund, sem er fremur sjaldgæf, lifir einkum á ávöxtum. 26 VIKAN 23. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.