Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 27

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 27
Þetta er einn og sami maðurinn, en myndirnar eru teknar með nokkurra ára millibili. Hann heitir Fabian og var á sinni tíð dáður rokksöngvari. Fabian kemur fram á ný „Þeir fundu mig á götunni einn góðan veðurdag, og ákváðu að gera úr mér stjörnu,” segir Fabian. „Ég kunni ekki að syngja og hafði engan áhuga á að læra söng. Ég hélt þeir væru gengnir af göflunum.” Þá var hann aðeins 14 ára. „Þegar maðurinn færði þetta í tal við mig, þá fannst mér allt í lagi að reyna, enda var pabbi þá á spítala vegna hjarta- áfalls og fjölskyldan var auralítil.” Frumlegt hús Þetta lítur út eins og geimskip frá annarri plánetu, en er reyndar íbúðarhús í Banda- ríkjunum. Eigandi þess, David Graham, 34ra ára, starfar við húsbygg- ingar, en hann byggði samt ekki þetta hús, það eftirlét hann öðrum. „Þetta er mjög sér- kennilegt hús, segir hann,” en ég er mjög ánægður með það, það er nýtískulegt og þægi- legt. Það var aðeins 10 mánuði í byggingu. Fyrst rákum við niður sex stálpípur, sem við fylltum af sementi og síðan settum við þykkt lag af sementi utan á þær. Síðan byggðum við „skálina” úr stáli, sementi og dálitlu af timbri. í húsinu eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stór stofa og þæginda- herbergi með bar. Til að auka friðhelgi heimilis- ins, þá er hægt að loka húsinu einfaldlega með því að hífa upp tröppurnar, sem eru eins og tröppur upp 1 flugvél, og þá má heita ómögu- legt að ráðast inn í húsið. Öll herbergin eru hring- laga og rúðurnar úr acryl til að fólki finnist, að þetta sé frekar geimskip en hús. „Svo var hafist handa við að gera úr mér aðgengilega vöru og fimm mánuðum síðar var ég orðinn stjarna. Ég var aðeins varningur í ' þeirra augum.” Árið 1961 var Fabian þess megnugur að kaupa sig lausan, en varð að greiða fyrir samning sinn 65 þúsund dollara. Eftir það byrjaði hann að skemmta á eigin spýtur. í dag er hann 35 ára og aftur að byrja að skemmta í Las Vegas. „Þegar ég lít til baka og skoða gamlar kvik- myndir með mér, þá þekki ég ekki sjálfan mig. Hugsa bara með mér: Hver er þetta eiginlega?” Tvíburar geta oft verið svo líkir, að það er ekki á færi nema náinna ættingja að vita hver heitir hvað. Líklega hafa þeir Steven og Michael verið orðnir þreyttir ásífelldum ruglingi,þannig að þeir fengu sér peysur sem tóku af allan vafa: „Ég er Steven, hann Michael” og „Ég er Michael, hann Steven.” „Spurning um vilja og reglusemi" Það er ekki oft, sem við sjáum svona leikaramyndir, en hér er á ferðinni Roy Schneider, sem lék i myndinni „Jaws." er nú er verið að filma aðra slíka, sem mun einfaldlega heita Jaws 2. 2 börn f fjölskyldu í könnun, sem gerð var nýlega í Bandaríkjunum, þar sem spurt var um hvað fjölskylda ætti að vera stór, töldu 52% aðspurðra að skyn- samlegast væri fyrir hjón að eiga tvö börn. 25.6% töldu að hjón ættu að eiga þrjú börn. 1.2% töldu rétt að hjón ættu ekkert barn að eignast, og undir einu prósenti sagði, að hjón ættu að eignast eins mörg börn og þau vildu. Roy, sem er orðinn 42 ára, segir, að hann hafi i æsku verið feitur og óásjálegur. og haft mikið fyrir því að verða grannur og stæltur. „Þess- vegna er mér alltaf efst i huga að halda mér vel við. Ég æfi á hverjum degi. hleypá hverjum morgni eina og hálfa mílu. og flyt með mér vöðvastyrkingar- tæki hvert sem ég fer. Það er sama hve lengi dags kvik- myndataka stendur, ég hef fyrir fastan sið að taka klukku- tima æfingu eftir vinnudag, sama hvað ég er slæptur. Þetta er spurning um vilja og reglu- semi — rétt eins og tann- burstun. Eftir æfinguna liður mér alltaf betur en áður en ég byrjaði æfinguna." „Ég borða eina þunga máltið á dag. á kvöldin. vegna þess að ef ég borðaði mikið i hádeginu, þá væri líkaminn upptekinn við að melta fæðuna og það gerir mann syfjaðan. Maður verður að vera líkamlega vel á sig kominn, ef maður á að duga í kvikmyndaþransanum." 23. TBL. VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.