Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 10

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 10
„Ég er sannfœrö um' að j sparsamlega á Islandi í dt Engin leið að spara, nema allir í fjölskyldunni taki þátt í því, segir ung húsmóðir, sem er vön sparnaði og ráðdeildarsemi frá blautu barnsbeini. „Það er ekkert erfitt fyrir mig að spara, því ég er vön því frá blautu barnsbeini,” sagði Jytte Hjartarson, ung dönsk kona, sem gift er íslenskum manni, Sigursteini Hjartarsyni, tækni- fræðingi, Þau búa ásamt þremur börnum sínum, átta ára, fimm ára og þriggja ára að Ljósheimum 10A. „En það er ekki nokkur leið fyrir húsmóðurina að spara, nema maður hennar sé með henni í því og helst börnin líka. En það kemur af sjálfu sér, að börnin læra að spara strax, — eins og ég gerði,” sagði Jytte. „Þó verður maður auðvitað að gæta þess, að sparnaðurinn fari ekki út í öfgar. Yngri sonur rninn, þessi fimm ára, sá fólk um daginn fara inn í leigubíl, og varð honum þá að orði: „Sjáðu mamma, þau eru að eyða peningum í leigubíl.” Þetta kom til af þvi, að við vorum einu sinni að versla nokkuð langt hér frá, og hann stakk upp á að taka leigubíl heim. Þá sagði ég honum, að það væri bara að eyða peningum að taka leigubíl, og hann tók það svona bókstaflega. — Auðvitað getur það komið fyrir, að maður þurfi að taka leigubíla!” Jytte er ein af þeim húsmæðrum, sem framkvæmir það, sem allar húsmæður dreymir um: Hún heldur búreikninga og sparar. Hún kaupir aldrei nokkurn skapaðan hlut, án þess að hugsa sig vel um áður. Það verður oft til þess, að hún kemst að raun um, að vel er hægt að vera án ýmissa hluta, sem augað girnist og margir láta eftir sér að kaupa umhugsunar- laust. Mjólkin einna dýrust: „Mér finnst hið háa mjólkur- verð koma einna mest við mig, en við notum nokkuð mikla mjólk. Maður fer út í búð og kaupir fjóra lítra af mjólk og eina stóra dós af jógúrt, og það kostar rúmlega 800 krónur! Það finnst mér nokkuð mikið.” Búreikningurinn hennar Jytte er ákaflega einfaldur. Hún hefur stílabók, þar sem hún skrifar niður, í hvað hún eyðir peningunum, það er heildar- upphæðina. Þannig getur hún alveg fylgst með því, hve miklu hún eyðir í mat og hrein- lætisvörur til heimilisins og hve mikið í „annað.” Undir þann lið skráir hún t.d. það sem fer til sauma hjá henni, en Jytte saumar á börnin sín og ntikið af sínum eigin fötum. Tæpar 100 þúsund á mánuði í mat. í maímánuði var liðurinn matur og hreinlætisvörur nákvæmlega 98.486 kr. Liðurinn „annað” er að meðaltali um 20 þúsund á mánuði, stundum eitthvað meira og stundum dálítið minna. — Finnst þér ekki nauð- synlegt að skrifa nákvæmar niðuren þú gerir? „Mér finnst þetta alveg ágætisfyrirkomulag. Ég held, að það megi ekki gera þetta of flókið, því þá nennir maður ekki að gera það. Ég sé þarna alveg svart á hvítu, í hvað peningarnir hafa farið og þarf ekkert að vera* að velta vöngum yfir því.” Jytte er með frystikistu, og á hverju hausti tekur hún slátur Jytte Hjartarson telur að það sé hagkvæmara fyrir húsmóðurína að vera heima við og vinna innan veggja heimilisins. Þama er hún í eldhúsinu með bömum sinum, talið fré vinstri Ríkharður, Mikael og Kristjana i fangi móður sinnar. 10VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.