Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 38

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 38
Ilnilurinn 2l.niars 20.afjríl Naulirt 2l. ipril 2l.niai Tiíhurarnir 22.mai 21.júní Þú ert heidur eirðarlaus þessa vikuna og hefur mikla löngun til að breyta lífi þinu á einn eða annan hátt. Það er þó hægara sagt en gert, og skaltu reyna að sýna þolinmæði um stund. kr.'hhinn 22. júni J.Vjiilí Þig hefur lengi langað til að kynnast ákveðinni persónu, og mun sú ósk þín nú vera í þann veg- inn að rætast. Þú verður þó fyrir svo- litlum vonbrigðum, en þau munu aðeins vera skammvinn. I joniA 24. jtili 24. :i|tÚM Vertu raunsær í dómum þínum um annað fólk, og varastu að segja allt upphátt, sem þú hugsar. Mundu, að ekki er allt gull sem glóir, og láttu ekki aðra hafa áhrif á þig- Þú ættir að varast að lenda í umræðum, þar sem mjög skiptar skoðanir koma fram. Hætt er við, að lítið mark verði tekið á þínu áliti, og það mun aðeins særa þig að koma þinu á framfæri. Gerðu þér vel grein fyrir óskum þínum, áður en þú framkvæmir eitthvað, sem þig hefur lengi langað til að gera. Afleiðingarnar kunna að verða alvarlegri en þig órar fyrir. Notfærðu þér öll tæki- færi, sem þér bjóðast í viðskiptum i þessari viku. Þú kynnist persónu af gagnstæða kyninu, sem hefur mikil áhrif á þig. Heillalitur er blágrænn. \i»l*in 21.nl’|>(. 2.\.okl. SporAdrokinn 24.okl. 2.4.um. BogmaAurinn 24.nót. 2l.dcs. Þú ættir að reyna að komast hjá þvi að vinna verk þín I einni skorpu. Það mun aðeins verða til þess, að þú þreytist mun fyrr og getur ekki áorkað öllu, sem þig langar til. Þú munt þurfa að takast á hendur erfitt verkefni, sem þú áleist, að annar mundi taka að sér. Þetta veldur þér miklu hugarangri, og þér finnst timinn renna þér úr greipum. Gættu, að, hvað þú lætur fara frá þér skrif- lega, og einnig ættirðu að vera vel á verði, ef þú þarft að undirrita einhver skjöl. Einhver brögð virðast vera i tafli. Heillatala er 6. Slcin(ftfilin 22.dtfs. 20. i;in. Stjörnurnar eru þér hlið- hollar í öllu, sem viðvíkur viðskipta- málum. Allt, sem þú hefur ráðgert, mun heppnast vel, og þú mátt vel við una. Vertu heima um helgina. Valnshcrinn 2l.jan. I'í.íchi. Allt útlit er fyrir, að þú verðir fyrir smá óhöppum á heimili þínu næstu dagana, og einhver leiðindi innan fjölskyldunnar munu gera vart við sig. Vertu bjartsýnn. Fiskarnir 20.fchr. 20.m<irs Nú er rétti tíminn til að skipuleggja framtiðina. Þér er alveg óhætt að fara að huga að sumar- leyfi þínu, það getur orðið of seint að bíða með það fram á síðustu stundu. Donna stóð I dyragættinni, og augna- ráð hennar var þrungið af forvitni. „Steve er alveg að fara,” sagði Maggie rólega. „Ég vona, að það sé ekki vegna þess, að ég er komin?” „Nei, ég var að fara hvort eð var,” sagði Steve hljóðlega. „Ég hitti ykkur kannski seinna.” V1Ð morgunverðarborðið næsta dag sagði Maggie: „Það er nokkuð, sem mig langar að spyrja þig um, Donna. Þú getur sagt mér, að það komi mér ekkert við, ef þú vilt.” Donna var hin rólegasta, þegar hún svaraði: „Ég skal ákveða, hvort ég bít af þér hausinn, þegar ég. hef heyrt það, sem þú ætlar að segja.” „Fórstu til Flórens? Þú hringdir frá ibúðinni hans Jules, þegar þú hringdir þarna um kvöldið, var það ekki? Ég heyrði I sjúkrabíl, og þegar þú lagðir á, þá gat ég enn heyrt i honum, þannig að þú varst greinilega ekki langt undan.” „Þú ert bara heilmikil leynilögga,” sagði systir hennar. „Gerðu það, segðu mér, hvað er að gerast. Ég vil heldur vita það, hvað svo sem það er.” „Þér mun ekki geðjast að þvi,” svar- aði Donna þurrlega. „Það snertir bannsetta næluna eitt- hvað, er það ekki?” spurði Maggie. „Sú, sem þú skildir eftir handa mér, var eftir- líking, erþaðekki?” „Eitthvað í þá áttina,” viðurkenndi Donna og fór að hlæja. Augu hennar glömpuðu af kátínu. „Ég get allt eins sagt þér allt af létta. Ég stunda svolítið smygl, þegar ég fer utan I Ijósmynda- ferðir, það er nú allt og sumt.” „Hvers vegna?” „Spenningurinn, hugsa ég. Þetta byrj- aði allt með því, að ég gerði vini mínum greiða, en þá voru það ekki skartgripir, sem um var að ræða. Ég fór með pakka í hús í Nissa. Það verður smám saman leiðinlegt að vera svo mikið á ferðinni, og það er gott upp úr smygli að hafa. Það kryddar líka ferðina.” „Þetta er þá ekki bara peninganna vegna?” spurði Maggie og reyndi að skilja hana. „Nei, hamingjan hjálpi mér. Yfirleitt er þetta ekki stórt I sniðunum hjá okk- ur.” „Er Jules þá lika blandaður i málið?” „Nei, Maggie. Þó undarlegt megi virðast, þá kemur Jules þarna hvergi nærri. Ég var byrjuð að smygla, áður en ég kynntist honum. Þér hefur aldrei geðjast að honum, svo þú kennir hon- um um allt. En ég var nú bara viðvan- ingur I samanburði við suma, þar til ég kynntist Dick Evans. Hann er svo laginn að skipta um steina, og þannig urðu möguleikarnir meiri.” Donna þagnaði, þegar hún mætti rannsóknaraugum systur sinnar, og skildk að hún hefði sagt of mikið. „Hvers vegna skyldi þurfa að skipta um umgjarðir, ef þú fæst ekki við — þýfi? Er þessu þannig varið, Donna?" Donna svaraði þrjóskuleg á svip: „Ég spyr einskis, ef því er þannig varið „Nælan, sem þú lánaðir mér — var hún stolin?” „Nei!" hrópaði Donna upp yfir sig. „Það myndi ég aldrei gera þér, Maggie. En sú, sem þú fannst — nú, ég hugsa, að henni hafi kannski verið stolið, áður en hún komst til Dicks. Ég veit það ekki. Umgjörðinni hafði verið breytt, og sumir steinarnir voru gervisteinar, en sumir ekta. Ég átti að fara með hana til Parísar, og þar var hræðilega erfitt að sannfæra viðskiptavin okkar þar um, að ég væri ekki að leika á hann. Ég hafði hreinlega týnt henni. Hún hlýtur að hafa verið föst í sængurfötunum allan tímann. En hann hótaði alla vega að hafa sam- band við samverkamenn sína hér, og Bernie og Gash komu í heimsókn. Fyrir- sætu finnst það ekki beinlínis spennandi að láta berja sig i klessu, svo ég skrapp bara með hana til Parísar, um leið og hún fannst, og lánaði þér eftirlíkinguna. Ég er oft með gerviskartgripi, svo að fólkið, sem ég hitti, venjist eftirlíking- um.” „Varstu þá i París, en ekki Flórens? Umboðsmaður þinn hélt það. Þeir hringdu.” Donna andvarpaði og sagði: „Ég verð að fara burt, vegna þess að það eru nokkrir, sem vita, að þú veist of mikið. Ef ég fer burt og þú gerir það líka, þá biða þeir um stund, og ef ekkert gerist, þá fara þeir aftur að anda rólega.” „Donna!” hrópaði Maggie upp yfir sig, „flónið þitt! Þeir ná þér — skilurðu það ekki?” „Það getur vel verið. Þangað til nýt ég spenningsins. En þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég ætla að taka mér langt frí. Við Jules erum búin að leigja okkur hús i róm I sumar.” Maggie varð döpur, því hún fann, að þær systurnar myndu aðeins hittast við og við. „Þú hefur samband við mig?” „Auðvitað, elskan. Ég hringi I þig á býlið.” „Ég verð kannski í Amsterdam.” „Þaðefast égum.” „Hvað með ibúðina?” spurði Maggie. „Haltu henni, ef þú kærir þig um.” Skyndilega sagði Maggie: „Ég ætla út.” „Hvert?” spurði Donna. „í gönguferð.” Síðan bætti Maggie við, þegar hún sá kvíðann á andliti syst- ur sinnar. „Ég ætla ekki til lögreglunnar. Ég þarf bara að fá umhugsunarfrest.” Maggie vissi ekki sitt rjúkandi ráð, og hún var full efasemda. Hún hafði ekki hugmynd um það, hvert hún fór, og henni leið ekkert betur á heim- leiðinni en þegar hún fór að heiman. Kannski gat hún ráðfært sig við Steve ... Þegar Maggie fór yfir götuna I átt að 38VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.