Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 26

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 26
Framtíðarvonir þögul í kjöltu sér, hann sá. að hún reyndi aðstilla sig, — Börnin min eru þæg og ánægjuleg. sagði hún loksins. — Á ég að láta son minn frá mér og fá þin börn i staðinn —ég held, að ég kæri mig ekki um börnin þín sem sárabætur. — Það er enginn að tala um það. Hún var með grátstafinn í kverkunum. Hann heyrði það og reyndi að milda það. sem sagt var. — Ekki gráta, sagði hann bliðlega. — En er nokkuð þvi til fyrirstöðu. að þau séu hjá föður sínum? Þú getur séð þau eins oft og þú óskar. Þá gætum við verið laus og liðug. ferðast hvenær sem okkur dettur i hug. verið eins og fuglinn l'rjáls. — Eg man. þegar þau fæddust. sagði hún og vinist ekki hafa hlustað á það. sem hann sagði. — Þau fæddust bæði snemma morguns. Ég ntan það svo vel. það gæti hafa gerst i gær. þau voru svo lítil og dásamlega ósjálfbjarga. þegar þau voru lögð á bringuna á mér nýfædd. — Já. já. sagði hanri óþolinmóður. hann var afbrýðissamur út í förtið hennar. það \ar svo margt. sem hann átti ekki með henni. — Það var ekki bara hamingja og alsæla. sern gagntók mig. sagði hún — það var lika vissa um nýtt hlutverk. og að nýr þáttur væri að hefjast i lifi minu. Eitthvað byrjaði. það var eins og allt hið liðna hyrfi og viki fyrir þessu nýja. Á sama hátt skynja ég samband okkar. eins og upphaf á betra og rikara lifi. HUN sat lengi kyrr. þau voru þogul. Svo byrjaði hún aftur að tala um. hvernig lif þeirra myndi verða saman. Hún sagði. að þau gætu ekki umgengist gömlu vinina eins og áður og ekki búið áfram i sama hverfi. Það væri eins og hún héldi. að skilnaður og nýtt hjóna- bandkallaðiá nýtt oggjörbreytt lif. Hún sagðist vera i góðum efnum og það væri ekki nauðsynlegt fyrir hann að leggja jafn hart að sér og hingað til. Hann hlustaði annars hugar á hana. sat og horfði á fallegt og frisklegt andlitið. sent Ijómaði at' hamingju. meðan hún talaði um sameiginlega framtið þeirra. Hann þekkti hana of vel til að clska hana gagnrýníslaust en hann gat samt ekki hugsað sér að skiljast við hana. Það yrði eins og að skiljast við hluta af sjálfum sér. — Þú talar of mikið. sagði hann. Hún þagnaði i miðri setningu. Henni sárnaði við hann. Svo sagði hún dapur- legri röddu: — Þér hefur aldrei þótt nógu vænt um mig. er það? Ég hef bara verið til afþreyingar. — Hvernig get ég sannfært þig. þú veist. aðégelska þig. — Ef þér væri raunverulega annt um mig. myndir þú ekki vilja. að ég léti börnin frá mér... — Ég hefi ekki beðið þig um það. — Þetta er tilgangslaust. Við getum ekki haldið svona áfram. Við fáum svo sjaldan tækifæri til að vera saman. Þetta ástand getur ekki varað lengur. Hann sá. að hún var örvæntingarfull og vonleysið var að ná tökum á henni. Hann teygði l’ram höndina og lagði hana á hönd hennar. strauk létt. —Ást okkar er lifandi. Hún hefur þolað mikla erfiðleika. Kannski deyr hún aldrei. Við þolum ýmislegt fyrir hana. Þetta bjargast einhvern veginn. — Ég vil vera oftar samvistum við þig. Ég vil vera hjá þér á hverjum degi. Hátt hjá þér á kvöldin og vakna hjá þér á morgnana. borða morgunverð með þér. þola nteð þér súrt og sætt. Hún þagnaði og þurrkaði sér um nefið með servi ettunni. — Hérna — taktu kjöt- sneiðina niina. ég get ekki borðað. — Hann lagði sneiðina á diskinn sinn. skar bita og stakk upp i sig. — Kjötið er kalt. sagði hann og lagði áhöldin frá sér. — Ertu lystarlaus, sagði hún. — Já. þegar þú ræðst á mig — segir. aðég kæri migekki um þig. — Ég ræðst ekki að þér. ég tala bara um staðreyndir. — Það væri dásamlegt að geta haft þig alltal' hjá sér. sagði hann — geta faðmað þig að sér. fundið nálægð þina. þegið unaðsleg atlot þin. Hún stóð upp og gekk til hans og lagði handlegginn um háls hans. grúfði andlitiðofan í hár hans. — Er það ekki unaðslcgt núna? sagði hún. Hann var hálf vandræðalegur. —Ég þekki andlitið þilt. sagði hann — það er heitt og vott af tárum. eins og bams- andlit. sem leitar huggunar. Hann lyfti undir höku hennar og snéri andliti hennar að sér og þerraði tárin með klútnum sinum. — Fáðu þér sæti aftur og hagaðu þér ekki eins og kjáni. sagði hann. —Ég get aldrei hegðað mér skynsam- lega. þegar við erum saman, sagði hún. — En ég hef ekki samviskubit. Hún settist aftur og starfði ofan í kaffi- bollann. — Af hverju á maður alltaf að hegða sér skynsamlega. sagði hún og horfði þrjóskulega á hann. — Hvað áttu annars við, þegar þú segir, að ég eigi ekki að láta eins og kjáni? — Þú veist, hvað ég á við. Hann brosti sjálfsöruggur og viss um sjálfan sig. — Veistu annars. til hvers ég ætlast at' konu minni? Hann var eins og köttur. sem hefur klófest t'ugl og biður þess að éta hann. Hún sagði ekkert. hann horfði á hana með spurn i augunum. Hann var sjálf- sagt ekkert ólikur öðrum karlmönnum. — Hún á að matreiða Ijúffengan mat. hugsa vel um heimili mitt. Hjálpa mér á læknastofunni. halda þar öllu I röð og reglu. Hjónaband okkar Mörtu fór út um þúfur vegna þess að hún neitaði að aðstoða mig. Taldi það ekki i sinum verkahring. — Ég hefi ekkert á móti þvi að hugsa urn heimili. Mér finnst gaman að mat- reiða. sagði hún. — Mér finnst gaman að gera eitthvað fyrir þá. sem mér þykir vænt um. ég vil þóknast þeim i einu og öllu. Já. það er satt. ég het'i ekkert á móti húsmóðurhlutverkinu. Ég veit. að eng- inn viðurkennir slikt nú til dags. en það ersatt. —Ó. elskan mín. Ég skal meta það við þig. ég skal sýna þér i verki. að ég kann að meta það. sem þú gerir fyrir mig. Hann lagði höndina á lærið á henni undir borðið. strauk létt. Aftur vaknaði von. — já. þau hcgðuðu sér eins og óreyndir unglingar. sem þrá það eitt að vera ein. En ég verð að hafa börnin min hjá mér. sagði hún lágt. Hann andvarpaði. reyndi að hugsa sér börnin hennar öðruvisi en tvo freka krakkaorma. Honunt var óskiljanlegt. að hún hefði gengið með þau i niu mánuði. og fætt þau i heiminn. Honum var nær að trú. að hún hefði fengið þau að láni til að fylla upp i lómarúmið i tilveru sinni. Svo varð honum hugsað til sonar sins. Hann myndi aldrei geta látið hann frá sér. — Ertu viss um að þú gætir þolað son minn. sagði hann. Hún kinkaði kolli. — Þvi ekki það. hann verður bara hjá okkur yfir helgar öðru hverju. — Ég ætla að reyna að fá umráðarétt- inn yfir lionurn. ef til skilnaðar kemur, sagði hann fastmæltur. Hún laut höfði hugsi. Svosagði hún: —Það finnst mér. að þú ættir ekki að gera. Jan. Hann barði i borðið. — Hvað i ósköpunum ætlastu til. að við gerum við það. sem er hluti af okkar tilveru i dag. Við getum ekki látið eins og við séum ein i heiminum. Auðvitað óska ég einskis frekar i lifinu en að mega hátta hjá þérá hverju kvöldi. — Hverju kvöldi? Án þess að dyljast. í löglegu hjónabandi? Hann hugsaði sig um litla stund. Hann var ergilegur núna. og sagði stuttur i spuna: — Það er ég ekki viss um. — En svona getum við ekki haldið áfram lengur. sagði hún þurrlega og leit undan. Þau sátu og horfðu sitt í hvora átlina. Það var eins og margra mánaða reiði og ergelsi fengi loks útrás. Þau voru ósátt. þessi tilfinning hafði leynst undir niðri. Hún fór að hugsa um. hve sjaldan hann reyndi að hitta hana nú orðið. hve sjaldan hann léti vei að henni... — Það var nú það. sagði hann eftir langa þögn og tók upp peningaveskið. — Ég get ekki hitt þig næstu þrjár vikur. ég ersvoupptekinn. Hún stóð á fætur og gekk til hans. þrengdi sér niður i mjóan bekkinn við hlið hans. Hann fann hlýjuna l'rá likama hennar og mildaðist strax. Hún lagði handlegginn um herðar hans og lagði höndina i lófa hans. hann horfði á litla granna höndina og sá giftingahringinn renna á fingrinum. Hún lagði höfuðið aðöxl hansog kyssti hann undir cyrað. — Mér er ekki nóg að hitta þig endrum og eins. ég vil nieira. sagði hún. LlTLA stund sátu þau grafkyrr. Þau vissu ekki sjáll'. hvort tilfinningar þeirra voru sannar og nógu sterkar til að lifa af. Hann snéri til höfðinu og horfði hliðlega á hana. — Ég vil mcira. endurtók hún. Hann svaraði ekki. naut þess hara að finna grannan. en sterklegan likama hennarþétt viðhlið sér. Hann strauk yfir dökkt hár hennar og brosti. — En hvað eigum við að gera við fortiðina. Sara? — Gleymum henni. sagði hún. — Gleyma? Hvaðáttu við? — Börni min eru þæg og indæl. sagði hún. — Þau geta búið til morgunverð. þvegið upp. farið út með ruslið... Hann kyssti hana á kinnina og bak við eyrað. Húðin var mjúk og hlý. Hann þráði hana. — Hvað eigum við að gera? Hvaðgetum viðgert? Viðerum . . . — Börnin min eru ... Hann lokaði munni hennar með kossum. Vandamálið var óleyst, enn var ákvörðun skotið á frest. Var hægt að leysa vanda þeirra. gátu þau snúið öllu sér i hag. var mögulegt. að hamingju- hjólið snérist fyrir þau öll? Timinn einn myndi leiða það i ljós. Endir. 26 VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.