Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 34

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 34
gleði hans og starfsorka er með ólíkindum. og hann hefur ekki látið heimsfrægðina rugla sig í ríminu, eða breyta skaphöfn sinni. Við opnun sýningarinnar sýndist mér Erró nánast dálítið feimnislegur. Móður- systir hans. Guðmunda Kristinsdóttir. sagði mér, að hann hefði ekkert breyst i skaphöfn, hann væri að sönnu löngu orðinn heimsmaður, en hroka ætti hann ekki til. FYRSTU SÝNINGUNNI AFBURÐA VELTEKIÐ Ég veit. að margir eru forvitnir um Erró og hans einkahagi og hafa nú fengiö skýrari mynd af honum eftir viðtöl í dagblöðunum. En hvernig var honum tekið. er hann sýndi hér i Reykjavik í fyrsta skipti þann 27. apríl 1957? Á þessum tíma er ég að hefja störf sem blaðamaður við Þjóðviljann og skrifa frétt. þar sern ég leyfi mér að segja í undir- fyrirsögn: „Sýning. sem flestir ættu að skoða” og í lok fréttarinnar: .hér er á ferðinni efnismaður. sem mikils má af vænta í framtíðinni." Ég skal játa. að ég varð mjög hrifinn af verkum Errós. sem þá hét reyndar Ferró, og nokkrum dögum síðar birti ég alllangt viðtal við hann. Þar segir m.a.: „— Hvernig vildi það til, að þú ákvaðst að gerast listmálari? — Það var nú Kjarval, sem kveikti fyrsta neistann. Hann kom oft að Klaustri (Erró var þar til tvítugsaldurs, en hann er fæddur á Ólafsvík árið 1932, innskot Vikunnar) og gaf mér þá liti og pensla og önnur áhöld, sem mér þótti mjög gaman að handfjatla. 17 ára fór ég í Handíðaskólann og var þar í þrjá vetur ..." SELDI 6 MYNDIR Á FYRSTU SÝNINGUNNI í MÍLANÓ Síðan lá leiðin til Noregs, og þar deildi Erró herbergi með Braga Ásgeirssyni listmálara. Erró skýrir frá því, að sína fyrstu sjálfstæðu sýningu hefði hann haldið í Mílanó, og seldi hann þá 6 myndir. Síðar í viðtalinu er spurt unt framtíðaráform: — „Ég álít mig nú eiginlega nýbyrjaðan, rétt að losna við mestu áhrifin frá skólanum, og tel, að best sé að halda sér opnum fyrir öllum áhrifum eins lengi og mögulegt er. Ég þarf að læra mikið enn og álit, að þann lærdóm og reynslu fái ég aðeins erlendis — en ég er ekki að flytja úr landi, eins og mér finnst hafa komið fram í blaðaskrifum hér.” Og síðar er spurt, hvernig hann vinni mynd. — „Þegar-ég byrja á myndum, hef ég allt efni og verkfæri við höndina, og vinn þær fljótt og án frekari undirbúnings, þvi þær hafa verið að skapast í vitundinni á löngum tíma og standa því skýrar fyrir hugskot- sjónum mínum, þegar ég byrja. — Sýningin? — Hefur satt að segja komið mér mjög á óvart, því fólk hefur valið sér þær myndir, sem ég áleit, að væru ekki við alþýðuhæfi. og það sem meira er, fólk nennir að horfa á myndirnar. Sumir hafa meira að segja komið oft. Ég hef reynt að stilla verði myndanna í hóf, svo flestum sé fært að kaupa mvnd, ef þá langar til þess. Mér finnst ánægjulegt, að einmitt ungt fólk hefur keypt margar myndanna.” Nú skulum við skoða Morgunbkðið frá sama tíma. Sagt er frá sýningunni í frétt, sem er ítarleg, og tónninn er vinsamlegur. Þar kemur m.a. fram, að Patreks- fjarðarkirkja hefur keypt af Guðmundi fjórar myndir „til skreytingar á prédikunar- stól kirkjunnar.” í lok fréttarinnar segir: „Ummæli um sýningar Guðmundar erlendis bera þess vott, að hann þykir hafa skapað sérstæðan og persónulegan stíl í málverkum sínum, og gætir þar mikils hugmyndaflugs.” í frétt þann 3. maí 1957 segir: „... seldi yfir 80 myndir á 6 dögum. . . . hefur enginn listmálari selt svo margar myndir á sýningu síðan Veturliði hélt sýningu hér í bæ fyrir nokkrum árum . . .” Þann 8. maí skrifar Valtýr Pétursson dóm um sýninguna og segir m.a.: „Um það verður ekki deilt, að hér er hæfileikamaður á ferð, sem margt reynir og er óhræddur við að láta tilfinningar sínar í Ijós. Skaphiti og gáski, vinnugleði og áræði, einkenna verk málarans ... Guðmundur getur komist langt í framtíðinni, ef áframhaldið í list hans verður að sama skapi og sá áfangi, er hann hefur þegar náð, og vonir verða við hann tengdar. Ég óska Guðmundi til hamingju með þessa sýningu, sem mikill fengur er að!” „EINSTAKUR VIÐBURÐUR” í frétt Morgunblaðsins 12. niaí segir, að nú hafi 3.200 manns séð sýninguna og 102 myndir seldar, „.. . en það er einstakur viðburður á listsýningu hér á landi. Og þar að auki er þetta í fyrsta sinn, sem Guðmundursýnirhérheima ...” Af þessum tilvitnunum má ráða, að Guðmunda Kristínsdóttir, móðursystir Guðmundar, heldur hér á olíumynd af Systra- stapa, sem Guðmundur gerði árið 1944, þá 12 ára gamall. Kannski er þetta fyrsta mynd Guðmundar, sem hefur varðveist Guðmunda sagði, að Kjarval hefði gefið honum strigann, en litina fékk Guðmundur úr túpum, sem Kjarval var búinn að fleygja. Þegar Guðmundur héh sína fyrstu sýningu, skrrfaði Kjarval lítið bréf, sem birtist i Þjóðviljanum. Það hljóðar svo: Bréf tíl G.G. Ferró, snillings og listmálara Elsku Gummi minn. Þú varst búinn að búa til undurfallega vatns- litamynd af Systrastapa, áður en við kynnt- umst Sennilega er sú mynd enn austur á Klaustri. Ég er dálítið mikið hugfanginn af sýningu þinni hér. Mér finnst þú stórágætur G. G. Ferró, litli drengurinn svona svona stór — geysar bara á því ótrúlega, ertu kannski að Prófílera okkur alla í landslaginu? Heill þér með ágætum blessaður, og hafðu þökk góða fyrir finlega og stórkallalega sýningu og lærdóms- listalega Jóh. S. Kjarval almenningur tók verkum Guðmundar í upphafi fádæma vel. Morgunblaðið spyr hann, hvort hann hafi átt von á svo góðum viðtökum. „Ég bjóst við að losna við ef til vill 34VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.