Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 27

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 27
Vikan spjallar við hljómsveitina Melchior. „Skemmtum okkur sjdlfum og vonandi öðrum ’ ’ Hljómsveitin Melchior hefur sent frá sér fyrstu breiðskífu sína „Silfurgrænt ilmvatn.” Verður naumast hjá því komist að veita slíku eftirtekt, því Melchior er merkilegt fyrirbæri og marg- slungið. Eftirfarandi spjall átti sér stað milli atriða á æfingum í Þjóðleikhúsinu, en þar kemur hluti Melchiors við sögu í leikriti Jökuls Jakobssonar, „Sonur skóarans og dóttur bakarans.” ! | I t I Við Hilmar höfum þekkst frá þvi við vorum smápollar, byrjar Gunnar. Hilmar: Já, það var sko ekkert spaug að hitta þennan mann. Ég hef aldrei jafnað mig síðan. Gunnar: Við stofnuðum hljómsveit í þá daga. Hilmar: í ellefuárabekk, en svo leið nokkuð langur tími, þar til við spiluðurr, saman aftur. Blm: Hver voru tildrögin að stofnun Melchiors? Hilmar: Við Kalli spiluðum saman i gagnfræðaskóla og fluttum þá frumsamda tónlist. Sumarið 1973 gengum við til samstarfs við Björgúlf Egilsson og fengum svo til liðs við okkur Arnþór Jónsson, sem nú stundar sellónám í Englandi. Gunnar Hrafn Birgisson bættist líka fljótlega í liðið. Blm: Varð nafnið til strax í upphafi? Hilmar: Já. Einn afi eða langafi Björgúlfs j var nefndur þessú nafni og hljómsveitin ; skírð í höfuðið á honum. Seinni tíma sögu- skýring er hins vegar sú, að hún heiti eftir einum af vitringunum þremur frá Austur- löndum. Blm: Síðan hafa orðið talsverð manna- skipti í Melchiori? Melchior: Helga Möller byrjaði að syngja með okkur u.þ.b. tveimur mánuðum eftir að hljómsveitin var : stofnuð. Nokkru síðar fór Björgúlfur til i Danaveldis, og það var ekki séð fram á, að MELCHIOR Karl Roth Karlsson: Gítar og söngur / Hróðmar Sigur- björnsson: Gítar / Hilmar Oddsson: Söngur og allt, sem til fellur / Gunnar Hrafnsson: Bassi / Ólafur Flosason: Óbó / Kristín Jóhannsdóttir: Söngur. hann kæmi aftur í bráð. Þá hittuni við Hróðmar syngjandi með gítar niðri í bæ og bættum honum í hópinn. Um svipað leyti hætti Gunnar Birgisson. Léttklassísk popptónlist í jassstíl Haustið 14 tókum við upp litla plötu í HB stúdiói við frunilegar aðstæður. Sú plata hét „Björgúlfur, Benóný. Grímúlfur, Melkjör, Emanúel, Egilsson, ieir, fæt, bíleigandi, bergrisi, Hermaníus, Þengill, Trefill,” en hún varð mjög vinsæl meðal ættingja og vina. Fljótlega eftir það hætti Helga Möller, en Ólafur Flosason byrjaði ogGunnarlitluseinna. Við æfðum af kappi sumarið 1975 og þá var Steingrímur Guðmundsson með okkur á trommur. Tónlistin mótaðist talsvert af því og var tiltölulega „heavy.” En við komum aldrei fram, svo hljómsveitin lagðist í dvala urn skeið eftir það. Vorið 1977 tókum við upp þráðinn að nýju og fórum að æfa fyrir alvöru. Kristín byrjaði þá að syngja nteð okkur. og síðan höfum við starfað óslitð. Síðastliðinn vetur I spiliðum við t.d. mikið í skólum og líka úti á landi. Blm: Hvaða tegund tónlistar teljið þið ykkur flytja? Karl: Léttklassíska popptónlist í jassstíl. i Tónlist, sem er einskonar arfleifð af j sitrónutónlist. Blm: Hafiðið þá flutt sítrónutónlist áður? j Hilmar: Já, við Kalli. Blm: Tónlistin á „Silfurgrænt ilmvatn” er dálítið sundurleit. Hvað veldur? Melchior: Við semjum hver í sínu horni og mjög ólíka tónlist, en auk þess er þetta efni samið á fjórum árunt, svo þróun er líka til staðar. Gunnar: Við erum að afgreiða fortíðina með þessari plötu. Hilmar: Þess eru auðvitað dæmi, að við semjum saman. Við Hróðmar höfum gert dálítið af því. Hróðmar: En öll vinna við lögin, út- setningar og þess háttar, er sameiginleg. Blm: Sumir textanna eru ekki eftir ykkur. Melchior: Við höfum notið aðstoðar tveggja góðra manna við textagerðina, en það eru Hallgrímur H. Helgason og Halldór Gunnarsson. Þeir sömdu nær helming textanna á plötunni. Hér rifjast það upp, að Kalli og Hilmar voru í sveit fyrir norðan á sínum sokka- bandsárum og Kalli fékk að sjá um hús- verkin, en það skal ekki tiundað frekar hér. Kalli fæst hins vegar til þess að segja frá I 27. TBL. VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.