Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 44

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 44
/ Adamsklæðum Hugsið ykkur ástandið hér, ef allir karlmenn gengju um í adamsklæðunum einum! Það væri náttúrlega alveg dæmalaus frekja að ætlast til þess af þeim hér í þessu íshafsloftslagi úti á hjara veraldar. Þetta er víst draumur, sem þær í Miðjarðarhafsloftslaginu verða að hafa einkarétt á. En það ætti að vera óhætt að halda því fram, að það sé nú liðin tíð, þegar því var haldið fram, að karlmönnum stæði nákvæmlega á sama, hverju þeir klæddust. Og vegna þessa breytta hugsanagangs hafa karlmenn nú fengið aukið rúm á síðum tískublaðanna. Það vill nefnilega oft gleymast, að það er jafn ánægjuleg sjón fyrir kvenfólk að sjá vel klæddan karlmann, eins og það er fyrir karlmann að sjá fallega klædda konu. Ekki alls fyrir löngu var það aðaltískan, að bæði kynin klæddust eins, og því var það hreinlega erfitt að gera sér grein fyrir, hvers kyns viðkomandi manneskja var, með því að dæma hana aðeins eftir útlitinu. Þetta mun nú vera úrelt tiskufyrirbrigði, kvenmanns- fatnaður á að vera mjúkur og léttur, og í stað vinnu- buxnanna, sem hafa verið ríkjandi í karlmannatískunni undanfarið, eiga að koma víð og þægileg jakkaföt, sem helst minna á tískuna á 3. og 4. áratugnum. — I samvinnu við TÍSKUVERSLUNINA ADAM bregðum við upp nokkrum svipmyndum af því helsta, sem er að gerast í tískuheimi karlmannanna. HS. V-hálsmálspeysur eru alltaf vinsœlar. Sú, sem við sjáum á myndinni, er frá þýska fyrírtaskinu Newport og kostar 6.200 kr. Það vœri ekki amalegt að geta faríð I sumarreisuna i öðrum af þessum glœsilegu safarimittisjökkum. Sá til vinstri er frá Ronny Lamb og er á 10.300 kr., en sá til hœgri er hollenskur, frá fyrirtækinu Stercotex og kostar 9.800 kr. í sumar þurfa allir að eiga þægilegan ferðaklæðnað. Hér sjáum við gróf- rrfflaðar buxur frá fslenska fyrirtækinu Solido, sem kosta 10.900 kr. Við þær er herrann i stutterma skyrtu frá Lee Cooper, en verðið á henni er 5.900 kr. 44 VIKAN 27. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.