Vikan


Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 35

Vikan - 06.07.1978, Blaðsíða 35
fjórar, fimm myndir, en um slíkar undir- tektir dreymdi mig aidrei. . . ” NÆSTA SÝNING 20. MAÍ 1960 Guðmundur er kominn með 160 myndir frá París. í viðtali, sem ég á við hann í Þjóðviljanum, segir í inngangi: „Ferró, Guðmundur Guðmundsson, opnar sýningu í dag. Hann kemur frá París með myndir, sem eiga eftir að vekja mikið umtal og jafnvel deilur. Hann talar enga tæpi- tungu: Það er mikill kraftur í verkum hans og stundum hvöss ádeila.” ÁDEILA Á VÉLMENNINGUNA Hér fara á eftir glefsur úr viðtalinu: „Það er breyting á vinnubrögðum frá síðustu sýningu, segir Ferró, ég reyni að endurtaka ekki — nota líkamann meir og hef fleiri og mýkri liti. Ádeila? Jú, ádeila á vélmenninguna. Hugsa sér, að það eru komnar alsjálfvirkar verksmiðjur. Maður skyldi halda, að fólkinu ætti að líða betur — en það virðist alltaf flýta sér meir og meir. Maður skyldi halda, að fólk hefði meiri tíma til að sinna listum. Ég er alveg fylgjandi því, að fólk sé rekið á listsýningar og hljómleika — Ferró brosir.” „Vinnubrögðin? Ég vinn eftir alveg ákveðinni reglu, ég fer ekki að sofa á kvöldin, nema ég viti, hvað ég hef að gera, þegar ég vakna. Ég get ekki hugsað mér að byrja á málverki að morgni. Það er úrelt rómantík að bíða eftir innblæstri — það er oft, að þegar manni finnst, að maður sé að vinna á móti sjálfum sér, hafi alls ekki löngun til að vinna, að þá gerir maður bestu hlutina. Annars erum við málarar og myndhöggvarar langt á eftir vísindamönn- unum — hugsa sér heilabúið í spútn- ikunum, þar eru smæstu hlutirnir listaverk út af fyrir sig. Einu sinni vorum við nokkrir félagar að skoða amerískt herskip, sem kom til Ítalíu — það hefði mátt skrúfa skipið allt í sundur og sýna hvert stykki, sem listrænan skúlptúr — það eru vísindamennirnir, sem hafa mest að segja. Gallinn er bara sá, að þeim er stjórn- að af valdhöfunum — þeir eiga að ráða sjálfir.. . ” „ÞÁGÆTI ÉG EINS VEL LAGSTÍGRÖF ...” Þessi sýning var mjög umtöluð, því Guðmundur er þarna að feta fyrstu sporin í átt til þess, sem átti eftir að gera hann frægan. Myndir, sem báru heitin Fæðing án þjáningar, Tilfinningapröfessor, Lifandi lungu, Undiralda kynlausrar borgar, Hjartainnflytjendur hrifu eða hneyksluðu áhorfendur. Valtýr Pétursson skrifar um Guðmundur Guðmundsson um tvitugt, eða um svipað leyti og hann hélt utan til náms. Hann tók síðan upp listamannsnafnið FERRÓ, en varð síðar að breyta þvi í ERRÓ, vegna þess að italskur listamaður, sem var skirður FERRÓ, vildi ekki deila nafninu með honum. oooooooooooooooooooooooooooooooo t Ósköp er fiaman að arka um sali, Ó X ógnþrungin málverk hanga í röðum V A af Ijótum skrímslum (líkt og hjá Dali) — Y V og Iltríkar myndir úr amrískum blöðum. X X Mestar hygg ég þó myndirnar, 0 X ' sem meyjarnar að sér hæna. - 9 6 Listamanninn við lítum þar X V ljómandi gulli spræna. X V LÆVÍS. X OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' Þessi teikning eftir Ragnar Lér birtist f A|>ýðu- blaðinu, og skáldið Lævis er mjög sennilega Gestur Guðmundsson, blaðamaður. sýninguna í Morgunblaðið 20. maí, og það má af ráða af orðum hans, að hann hefur orðið fyrir vonbrigðum, og hann segir: „Ég efa það, að hann hafi fundið, enn sem komið er, hver er hans sterkasta hlið... ” í viðtali, sem Morgunblaðið á við Ferró 26. maí, segir blaðamaður í inngangi, að sýningin sé umtöluð og menn ekki á eitt sáttir. Ferró svarar: „ — Sem betur fer. Ef þeir væru á eitt sáttir, gæti ég eins vel lagst í grof!” ÞYNGSTU REFSINGAR KRAFIST! í Vísi 22. júni 1960 birtist merkileg grein eftir Freymóð Jóhannsson, listmálara, sem bar yfirskriftina Málverkasýning sem láðist að kæra fyrir réttvísinni. Freymóður segir ma.a: „Málarinn Ferró hefur nýlega haldið sýningu hér í Reykjavík. Ég fór og sá mér til hrellingar og viðbjóðs. Ekki fyrir það, að nú væri hér á ferð vankunnáttumaður. Þvert á móti má með allmiklum sanni segja, að myndirnar á þessari sýningu væru unnar (teiknaðar). að minnsta kosti margar þeirra. En þær voru unnaraf óhugnanlegri hugkvæmni innan þeirrar þröngu tilveru og sjúka sálarástands, sem efnisval myndanna greinir frá ... ” Freymóður nefnir síðan myndir, sem hann telur argasta klám og varði því við Iög. Hann lýkur greininni með eftirfarandi orðum: „. .. Hvenær myndi svo mega búast við, að hið opinbera kæmi hér til hjálpar almenningi (þjóðinni), svo að hún geti spyrnt rækilega við fótum, áður en lengra er sokkið í þessum efnum? Ég geri tilraun og kæri hér með til réttra yfirvalda þessar umræddu myndir og sýningu þeirra, með kröfu um, að þyngsta refsing verði látin koma eftir lögum, svo slíkum ófögnuði verði hætt. Vænti ég, að dómsmálaráðuneytið taki afstöðu til þessarar kæru. Freymóður Jóhannsson ” MYNDLIST OG OFLÁTUNGS- HÁTTURFARA ILLA SAMAN” Gunnlaugur Þórðarson skrifar um þessa sýningu í Alþýðublaðið og þykir heldur lítið til um verkin á sýningunni. Hann segir: „Guðmundur Ferró hafði boðað í viðtölum, að hann væri horfinn frá ab- straktlist og sýning sín væri ádeila á vélvæðinguna (Furðulegt, að ungur nútímamaður skuli vera á móti vélamenn- ingunni!) Það er undarlegt, þegar ungir listamenn, sem naumast hafa, að því er virðist, gert sér grein fyrir þróun myndlistar síðustu hálfa öldina, lýsa því yfir, að þeir séu horfnir frá listastefnu, sem hæpið er þó að fullyrða, að þeir hafi tileinkað sér að gagni. Hitt er öllu einkennilegra, og ber vott um skilningsleysi á myndlist, að ætla sér að setja fram skoðanir eða beina frásögn í verki sínu, því slíkt tilheyrir ritlistinni og er yfirleitt ekki heiglum hent á öðrum listasviðum, þótt til séu örfáar undantekningar ...” Ogí lokin: „Vissulega ber að hafa í huga, að Guðmundur Ferró er ungur í listinni og því erfitt að dæma venk hans eins og verk þeirra, sem lengra erú á veg komnir. — En í 27. TBL. VIKAN35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.