Vikan


Vikan - 17.07.1980, Síða 11

Vikan - 17.07.1980, Síða 11
 kjarkmikiö og bjartsýnt — reiðubúið að græða sem fyrst sárin eftir stríðið. — Hvernig stóö á því að kirkjan hafði svo mikil afskipti af byltingunni í Níkaragúa? — Rétt er það, að kaþólska kirkjan í Níkaragúa hefur stutt byltinguna með ráðum og dáð. Margir prestar áttu aðild að vopnuðum átökum og sumir þeirra týndu lífinu. Stuðning kirkjunnar í Níkaragúa, jafnt æðstu manna sem annarra, má rekja til kirkjulegrar ráðstefnu sem haldin er á tiu ára fresti í Suður- Lífiö hefur færst í eðlilegt horf i Nikaragúa en samt bíða mörg alvarleg félagsleg vandamál lausnar. Ameríku. Medellin-ráðstefnan var haldin árið 1968 í Kolombíu. Þetta var mjög róttæk ráðstefna eins og ráða má af orðum ályktunar sem þar var samþykkt: „Vopnuð bylting getur verið réttmæt þegar um er að ræða skefjalaust og lang- varandi gerræði sem brýtur alvarlega í bága við grundvallar mannréttindi.” Prestar í Estelí gengu þegar árið 1975 til leynilegs samstarfs við byltingar- samtök sandínista þar í héraðinu. Þeir vildu eiga þátt í andófmu gegn ógnarstjóm Somosa. t ríkisstjórn sandínista eru tveir prestar, menningarmálaráðherrann og utanríkisráðherrann. Einnig er það prestur sem stjórnar herferðinni gegn ólæsi í Níkaragúa. — Herferðin gegn ólæsi þykir sérlega mikilvœg? — Já, ef við höldum okkur áfram við landbúnaðarborgina Esteli sem dæmi, þá má nefna að þar var í ársbyrjun meir en helmingur íbúa yfir 10 ára aldri ólæs. Sama gildir raunar um landið í heild, láta mun nærri að helmingur íbúanna sé ólæs. Bændasamtökin í Estelí könnuðu í kringum áramótin lestrarkunnáttu fólks I Estelí-héraðinu og undirbjuggu síðan komu kennaranna, sem eru byrjaðir að kenna þar. Það þurfti að sjá kennurun- um fyrir mat, húsnæði og flytja þá milli staða. Þessi lestrarkennsluherferð er hluti af áætlun fyrir allt Níkaragúa en ætlunin er að í haust séu allir landsmenn komnir með lágmarkslestrarkunnáttu sem jafn- gilt^ir tveirrjárumj barnaskóla. — Hverjirsjá um kennsluna? — Kennaramir eru hvorki meira né minna en 180.000. Allir framhaldsskóla- nemendur og háskólanemar hafa verið kvaddir til að sjá um lestrarkennsluna. 29. tbl. Vikan II

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.