Vikan


Vikan - 17.07.1980, Qupperneq 39

Vikan - 17.07.1980, Qupperneq 39
ar engar, en Finna fer víða, hún lætur veður og vinda ekki aftra sér í að komast leiðar sinnar á hjólinu og veit að ekkert þýðir að bíða eftir næstu ferð ef hana langar að bregða sér bæjarleið. Það gæti orðið löng bið. Og stundum er hún líka fljótari í förum en þeir sem eru á bíl. t slæmu veðri í vetur var hún á undan fólki sem ætlaði að fara-til Hafnarfjarðar á bfl, 5 km leið. Bensínhækkanir og ill færð hafa lítið háð henni á ferðum hennar.Hún hjólar yfirleitt á kvöld- in, hringinn'í kringum nesið, hring- veg $em margir Reykvíkingar þekkja af sunnudagsferðum sínum og þykir reyndar misgóður. En hvort sem sjó- gangur hefur náð að brjóta skarð í grjótgarðinn meðfram veginum eða torfærur af mannavöldum tefja ferð er víst um það að Finna kemst á hjólinu sínu. VIKAN heimsótti Finnu á fallegum sumardegi og Finna bauð upp á gómsætar kleinur, nýbakaðar, og flatkökur með viðbiti, og spjallaði svolítið við okkur í leiðinni. Okkur fýsti m.a. að vita hvort hún notaði gömlu eldavélina við flatkökubakst- ur. Hún sýndi okkur réttu handtökin umsvifalaust og ekki bar á öðru en þessi vél væri einkar hentug til þess konar baksturs. Það vakti athygli okkar að hún bakaði flatkökurnar beint á hellunni og okkur var ekki grunlaust um að það gerði bragðið enn skemmtilegra, en að sjálfsögðu stenst uppskriftin alveg pönnur og aðra milliliði. Venjulega sker Finna flatkökurnar út í réttan hring en okkur þótti bragðið ekkert lakara þótt hún hefði ekki haft tóm til þess þennan fallega sumardag. Forvitni- legt var að líta I kringum sig, alls staðar var eitthvað nýtt að sjá, mest bar þó á útskornum mununum hans Karls og þegar betur var rýnt I suma munina kenndi ýmissa grasa. Mynstrin og myndirnar sögðu stund- um sögu og t.d. er hægt að greina Gissur Einarsson, síðar Skálholts- biskup, við þýðingar á Nýja testa- mentinu yfir á íslensku, málaðan á lokið hér neðst til hægri. Karl hefur skorið út a.m.k. 30 prjónastokka, eins og þennan hér neðst til vinstri, að vísu eru þeir hver með sínu sniði, stundum notar hann mynstur, stundum íslenska bóndabæinn eða annað skemmtilegt til skreytinga. Fæstir þessara muna eru á heimili þeirra hjóna, þeir hafa verið gefnir viða, allt til Ameriku, og margir njóta því handaverkanna. Og við laumuðumst til að festa á filmu verk þeirra hjóna, smíðagripi Karls og kaffibrauðið hennar Finnu, og þótti hvort tveggja harla gott. Handtökin sem fest voru í tré munu að sönnu endast nokkuð lengur en sem betur fer hafa flatkökur og kleinur þann ágæta eiginleika að það má alltaf búa til nýjan skammt, þegar allt er búið, svo lengi sem einhver þekkir uppskriftina. Það er viðleitni VIK- UNNAR í þessari samantekt að sem flestir fái tækifæri til að reyna flat- kökurnar hennar Finnu. aób. 29. tbl. VIRan 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.