Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 77

Menntamál - 01.03.1936, Side 77
MENNTAMÁL Reykjanesskóltnn. 75 Veturinn 1935—’36 eru í barnaskólanum 34 nemendur. í ung- lingadeild, sem starfar í þrjá mánuði, jan., febr. og marz, eru 41 nemandi. Auk bóklegra námsgreina er kennt: sund, leikfimi og handavinna. Sundlaugin er 30,5x12 m. að stœrð, óyfirbyggð, en getur verið það heit, að liægt er að nota hana hvernig sem viðrar. Samdar hafa verið s'érstakar reglur um sundkunnáttu nemenda. Þessar reglur eru: I., II., III. og IV. stig, sem nem- endur hafa fengið prófskírteini fyrir, i lok hvers áfanga. Hér á eftir er útdráttur úr þeim kröfum, sem gerðar eru á hverju stigi. I. stig: 100 m. bringusund klæðlaus. II. — 100 m. bringusund i fötum og afklæðast fötum á sundi. 300 m. bringusund á 10 mínnlum, 100 m. baksund á 4 mínútum og kafa eftir smáhlut á 3 m. dýpi. Tilsögn í að bjarga drukknandi manni og losna úr tökum hans. Lífgunaræfingar. III. — 300 m. bringusund í fötum á 12 mínútum. 1000 m. bringusund, klæðlaus á 32 mín. 300 m. baksund á 10 min. 100 m. björgun í fötum með sinn líka. 3000 m. þolsund. Afklæðst á sundi, kafað eftir smáhlut á 4 m. dýpi og tilsögn í björgun og lífgun. IV. — 1000 m. bringusund í fötum á 37. min. 300 m. baksund í fötum á 12 min. 5000 in. þolsund og 100 m. björgun í fötum með fullþungan mann í fötum. Flestir hafa lokið I. og II. stigi, margir eru með III. stig og 26 eru byrjaðir á IV. Farið ec í laugina á hverjum degi og er það, sem vænta má, vinsælasta kennslustundin. (Samkv. fregn frá Aðalsteini Eiríkssyni skólastjóra). Fræðslulagafrumvarpið. Nefndin, sem samdi frv., kom saman í febrúar og gerði enn á ný nokkrar fremur smávægilegar breyt- ingar á frumv., að athuguðum till. kennara og skólan. (sjá „Álit og tillögur“, eftir form. nefndarinnar, Sn. Sigfússon, á öðrum stað i blaðinu). Frumv. ei- flutt i n. d. Alþingis af meirihlula mennta- málanefndar.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.