Menntamál


Menntamál - 01.06.1939, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.06.1939, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 7 nema tvö fyrstu árin, en þá var það Björn M. Ólsen. Önnur kennarafélög voru stofnuð í landinu, og fór þeim einkum fjölgandi hin síðari ár. Hið fyrsta þeirra var stofnað norður í Skagafirði fyrir aldamót, en fjölmennast og öflugast var Kennarafélag Reykjavíkur, stofnað 1908. Strax fyrir aldamót skaut upp þeirri hugmynd að kenn- arafélögin í landinu mynduðu með sér allsherjarsamband. Þessi tillaga kom í annað sinn til umræðu í Hinu íslenzka kennarafélagi kring um 1908, en síðan fékk hún ákveðnari form í Kennarafélagi Reykjavikur. Um svipað leyti kom tillaga um stofnun landssambands kennarafélaga frá kenn- urum utan af landi. Varð það svo úr, að Samband íslenzkra barnakennara var stofnað miðvikudaginn 15. júní 1921. Fyrstu stjórn Sambandsins skipuðu: Bjarni Bjarnason, nú skólastjóri á Laugarvatni, Hallgrímur Jónsson, Hervald Björnsson, Steingrímur Arason, Guðmundur Jónsson, kenn- ari í Reykjavík, Sigurður Jónsson, síðar skólastjóri í Reykja- vík og Svafa Þórleifsdóttir, Akranesi. Bjarni var formaður fyrstu 7 árin, en síðan hafa verið formenn: Helgi Hjörvar, Guðjón Guðjónsson og Arngrímur Kristjánsson. Samþykkt fræðslulaganna 1907 og stofnun kennaraskól- ans var að vísu mikill sigur fyrir fræðslumálin í landinu. En þó átti það langt í land að alþýðufræðslunni yrði komið í viðunandi horf. Víðast hvar á landinu vantaði skólahús, og þau sem fyrir voru, voru flest mjög léleg. Kennsluáhöld og önnur sæmileg starfsskilyrði vantaði með öllu. Þjóðin átti engar erfðavenjur um skólafræðslu að baki sér, og varð því að byggja skólakerfið upp frá grunni, og í fyrstu að miklu leyti eftir erlendum fyrirmyndum. Þá var lengi vel mjög torvelt að fá til kennslunnar nógu marga menntaða og hæfa kennara, enda voru kjör kennaranna hin verstu, og svo bágborin, að ótrúlegt má teljast. Stóð það um langt skeið og stendur að nokkru leyti enn framförum í kennslu- málum fyrir þrifum. Til að lýsa kjörum kennara eins og þau voru, verð ég að láta mér nægja eitt dæmi úr Reykjavík,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.