Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1969, Page 9

Æskan - 01.01.1969, Page 9
(Páll Ólafsson). „Eýðiflákar — heiðalönd“ Vonin er ein af beztu lífsgaeðunum, þvi lífið er snautt án vonar. Við verðum því að halda voninni vakandi í lengstu lög. Til þess er staðföst þolinmæði bezta ráðið. Bjartsýni og hjálp- fúst hugarfar er dýrmætur eiginleiki fyrir velferð lands og lýðs. Landið okkar verður ávallt aðalstarfsvettvangur okkar íslendinga. En þó verðum við að muna vel að við erum hluti af stærri heild, hluti af þjóðum heims. Með breytni okkar erum við að sameina eða sundra þjóðinni, sameina eða sundra mannkyni jarðarinnar. Þess vegna sé ég ástæðu til að minna ykkur nú á tvo merka velgerða- menn mannkynsins. Hinn heimskunni vísindamaður, Albert Ein- stein, sagði: „Börnin eru von veraldarinnar, það má aldrei kenna þeim að hata.“ Ef börnunum er tamin góðvild til allra, verður heimurinn ekki fyrir vonbrigðum með börnin. Þá munu þau kynda vonarljós framtíðarinnar. Pólski læknirinn Ludvik Zamanhof helgaði voninni um bætta sambúð þjóða og kynþátta allt líf sitt. Áhrifaríkasti þátturinn í lífi hans var sköpun alþjóðamálsins esperanto. Nafn sitt hlaut málið af dulnefni höfundarins Esperanto, þ. e. sá sem vonar. Græni liturinn er tákn vonarinnar. Þess vegna valdi hann græna stjörnu sem merki esperantista. Nú hefur málið hans lifað á vörum merkis- beranna í meira en 80 ár, og eflist smátt og smátt eins og hvert annað lifandi mál. Margir telja nú að esperanto verði bezta lyfti- stöng vonarinnar um varanlegan heimsfrið. Þið íslenzku börn og unglingar eruð von landsins okkar. Við ykkur eru fegurstu vonir hinna eldri tengdar. Ykkur er ætlað að efla og styrkja andlega og verklega menningu og beina henni til samheldni fyrir komandi kynslóð. Þó kalt sé nafnið, sem forfeðurnir gáfu landi okkar, er vitnis- burður þeirra um landgæðin lofsverður og lærdómsríkur fyrir okkur erfingja þess. Fyrir ellefu hundruð árum var landið „viði vaxið milli fjalls og fjöru.“ En margt hefur breytzt. Fáfræði, fátækt, eldgos og óáran hafa leikið landið svo grátt á liðnum öldum að uppblástur hefur lengi ógnað byggðum þess og eytt óbyggðagróðri. Lengi var fátt til úrbóta, þó hefur þolinmóð barátta verið háð við eyðingaröflin og mikilsverð reynsla hefur fengizt. Nú hefur tækni og vísindaleg þekking aukizt, svo vænta má, að vörn snúist brátt í sókn, með vondjarfri þjóðareiningu. Árlega er nú flogið með áburð og grasfræ með góðum árangri yfir landauðnir og bændur landsins hafa tekið þátt í viðreisnar- starfinu með því að fá flugvél Sandgræðslunnar til að fljúga með áburð yfir afréttarlönd þeirra. En þó miklu hafi verið afkastað og bjartsýni og áhugi sé rlkjandi meðal forustumanna á þessu sviði telja þeir samt að enn séu eyðingaröflin stórstígari en björgunarstarf þeirra. Ég veit því að þeir muni berjast áfram undir kjörorðinu: Betur má ef duga skal. Hér þarf stórsókn — fjöldahreyfingu — til að binda fokjörð um land allt. Sveitirnar hafa lagt þéttbýlinu mikið lið, með uppeldi æsku- fólksins, sem varð virkur þáttur í uppbyggingu byggðakjarnanna við sjávarsíðuna. Nú kallar landið á niðja sína til að græða sárin, sem myndazt hafa um ár og aldir — sárin sem enn eru að stækka, en nútíminn veit að mögulegt er að græða. Nú þarf þéttbýlið að fylkja liði til óbyggðanna með áburðar- og fræskammta sér til upplyftingar, þegar ferðafært er á hverju vori. Lionsklúbbanir eru lifandi dæmi um lofsverða ættjarðarást. Þeir hafa hlýtt kalli landsins. Hér er einnig mikið yerkefni fyrir börn og unglinga. f nágrenni þéttbýlisins er víða jarðfok og lítt gróin lönd. Þar er tækifæri fyrir börnin að gera kraftaverk. Vel væri varið síðustu dögum skólaárs- ins, ef kennarar færu með nemendur sína einn dag í græðiför til slikra staða. Á öðru vori mundu þau sjá mikinn árangur verka sinna og þriðja árið jafnvel algróið land, sem áður var gróðurlaust eða því sem næst. Þetta er sköpunarstarf, sem hvert barn þéttbýlisins ætti að vera þátttakandi í. Og vafalaust mundi glæðast vonarljós þeirra margra um gifturík ferðalög seinna til fjarlægari staða, þar sem þörfin kallar enn hærra til þeirra um líknandi hendur við örvasa gróður- hnotta. „Aldamótamennirnir," — æskulýður áranna um aldamót, — sungu oft í barnaskólunum og ungmennafélögunum: Vormenn íslands yðar bíða eyðiflákar heiðalönd" .... eftir Guðmund Guð- mundsson. Ég vona, að kennararnir láti ykkur syngja það nú, þess er full þörf. Ég held líka að mörg ættjarðarljóð aldamótaáranna ættu ekki að fyrnast strax. Af því ég trúi á vilja ykkar til athafna, sem vekja vonir i brjóstum ykkar, má ég til að segja ykkur frá talandi staðreyndum, er sýna að þið þurfið ekki að verða fyrir vonbrigðum, ef kennarar vilja veita athafnaþrá ykkar forustu. Talandi tákn um mátt áburSar til styrktar örvasa gróðurhnottum er stjörnulaga blettur á bersvæði í sunnanverðu Keldnaholti, á að gizka 300 metra vestan vegar fyrir ofan Grafarholt í Mosfells- sveit. Þessi blettur er nú algróinn eftir að hafa fengið áburS eingöngu í 3 ár. Miklar melöldur eru norðvestur af Vífilfelli sunnan Austurvegar. Þar má víða sjá leifar af herbröggum, sem setja ömurlegan blæ á þennan svipmikla stað. Þar vottar fyrir grashnottum víðast hvar. I tvö ár hefur verið borið á óreglulega spildu beggja megin „hervegar" hjá hárri nípu. Þaðan má sjá í átt til Vlfilfells allstóra stjörnulaga spildu, sem fengið hefur sömu meðferð. Sést nú þarna mikill gróðurvöxtur, en varla má vænta samfellds gróðurs fyrr enn á fjórða ári. Ef til vill er þetta afréttarland fornra Reykja- víkurbýla. Þarna er staðurinn, sem mér sýnist æskilegast verkefni reyk- vískrar æsku að glíma við og græða upp. Kristóier Grimsson. 5

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.