Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1969, Page 10

Æskan - 01.01.1969, Page 10
NÝJA framhaldssagan. — Fylgizt með frá upphafi. Villi ferðalangur er enskur drengur, sem ferð- ast víða um heiminn og sér margt. Hann hefur meðferðis sérstakan grænan farseðil, sem gerir honum kleift að ferðast á landi, sjó og í lofti og hann hefur fílinn sinn, Hannibal, með sér. Það er mjög fróðlegt að fylgjast með ferða- sögu þeirra, þvi þeir fara víða um og meðal annars koma þeir til íslands. Æskan mun á næstunni gefa lesendum sínum tækifæri til þess að fyigjast með ferðum Villa ferðalangs, og hefst frásögnin hér, þar sem hann er staddur í S.-Ameríku. ■^illi ferðalangur og smáfíllinn Hannibal, vinur hans, eru staddir í S.-Ameríku á ferð gegnum Perú. Við strönd hins mikla stöðuvatns Titicaca, hátt uppi í And- esfjöllum, hitta þeir dreng, sem heitir Bolivar og á heima hinum megin við vatnið í Bólivíu. Villi ferðalangur hafði verið gramur út í Hannibal, vegna þess að hann hafði ýtt honum út úr bambus- báti Bolivars með brölti sínu, út í kalt vatnið, en þegar Bolivar spurði, hvort þeir vildu ekki koma með sér og skoða tinnámur föður síns, lifnaði yfir Villa á ný og þeir þáðu boðið. Þeir sigidu yfir vatnið, sem er á landamærum Perú og Bólivíu, og komu til smáþorps, sem heitir Guaqui. Þaðan fóru þeir með járnbrautarlest til staðar skammt frá tinnámunum. Með loforði um góða máltíð tók Hannibal að sér VILLI ferðalangur og fíllinn hans. 6

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.