Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Síða 14

Æskan - 01.01.1969, Síða 14
Tímarnir breytast óðfluga. Svo ör er framþróunin, að hið liðna gleymist títt, áður en hið nýja nær að festa rætur, það, sem það gerir. Þeir, sem nú eru komnir yfir miðjan aldur, muna þó vel þá tíð, þegar landpóstarnir fóru um sveitir með lest af töskuhest- um. Það var oftast einu sinni í mánuði eða þar um bil og þótt lesefnið, sem pósturinn kom með, væri orðið all-gam- alt á okkar mælikvarða, þá var það samt vel þegið. Ekki sízt voru það börnin, sem hlökkuðu mikið til að fá e. t. v. „Æskuna“ eða „Unga ísland,“ en fyrir 50 árum voru þessi tvö barnablöð næstum eina lesefnið fyrir börn, sem út kom. — Núna hálfri öld síðar er það svo, að bílar með póstflutning ganga næstum daglega um flestar sveitir og hraðfleygar flugvélar til margra staða. En á fjöllum uppi og öræfum óbyggðanna mást smám saman og gleymast fótspor landpóstanna gömlu, sem hlupu með allþungar pósttöskur yfir fjöll og firnindi, óðu ár og vötn eða köfuðu illfær öræfi í brotafærð og lágu úti dægrum saman, stundum lítt klæddir, áður en þeir náðu til byggða og bæja. Þeir brutust áfram í fannkyngi og hríðum með lest klyfjahesta. Og skammdegið varð að óralangri öræfanótt á fjöllum uppi milli landsfjórðunga. En póstarnir héldu velli — oftast. Þeir bundu lrestana á streng og gengu sjálfir um dægurlanga skammdegis- nóttina til að halda lífi og limum. — Póstflutningnum skil- uðu þeir bæði lífs og liðnir. Hann var fjöregg þjóðarinnar í strjálbýli, einangrun og fásinni. Landpóstarnir gömlu voru harðgerðir karlar, sem kveinkuðu sér hvorki né kviðu neinu. Þeirn kom ekki til hugar, né kunnu, að hlífa sjálfum sér, né hestum sínum. Póstferðir hér á landi, kostaðar af opinberu fé, hófust fyrst á Vestfjörðum í febrúarmánuði 1782. Þar næst á Norðurlandi árið eftir, eða 1783, en um Suðurland hófust póstferðir ekki fyrr en 1784. Ari Guðmundsson hét fyrsti landpóslurinn. Hann fór fótgangandi frá Reykjanesi við Djúp 10. febrúar 1782 og kom á leiðarenda að Haga á Barðaströnd 16. sama mánað- ar. Fór hann fram og aftur á 16 dögum og var vegalengdin talin vera um 5i/2 þingmannaleið. Nú á dögum er liætt að rnæla vegalengdir í þingmannaleiðum, en þær munu hafa svarað til u. þ. b. 50 km. Árið 1786 var sú ráðstöfun gerð, að l'jórir póstar fari um landið, einn um hvern landsfjórðung, þrjár ferðir árlega. Þessir fyrstu póstar fóru fótgangandi um landið .10

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.