Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1969, Side 22

Æskan - 01.01.1969, Side 22
hægt að geta sér til um hugsanir hans. Nú var hann aleinn eftir hér á óþekktum stað með kornungan son sinn. í sorg sinni yfir missi konu sinnar hefur hann þó vafalaust ekki gert sér fulla grein fyrir þeirri miklu ábyrgð, sem nú hvíldi á honum gagnvart barninu í vöggunni. — Síðasta línan í dagbók hans var á þessa leið: „Drengurinn okkar er að vakna og grætur. Hann er víst svangur. Ó, Alice, hvað á ég að gera?--“ Hér endar dagbókin hans Johns Claytons. Hann setti hana í kassann og smellti lokinu í lás. Hann sat við borðið og huldi andlit sitt í höndum sér. — Þessi hrausti og sterki maður var yfirkominn af sorg og veitti því varla athygli að barnið hélt áfram að gráta sáran eftir mat. Ekkert rauf nú kyrrð skógarins, nema sár vein barns- ins, og þó. — Hvað var að nálgast kofann? Halarófa af stórum verum kom út úr skógarjaðrinum og stefndi að opnum kofadyrunum. Hvíti apinn. Inni í þéttum frumskóginum bak við hæðadrögin ofan við kofa Claytons var Kerchak, gamli apakóngurinn, í sínum versta ham. Hann réð yfir um það bil átta apa- fjölskyldum, en hver fjölskylda var einn karlapi með nokkrum apynjum og apabörnum. Þegar þessi berserks- gangur rann á „þann gamla,“ var hentast fyrir alla þegna lians að forða sér upp í trén. Kerchak var geysistór karlapi, líklega um 350 pund að þyngd og vígtennur hans voru hrollvekjandi. Ekki þurfti mikið til að vekja reiði hans, og nú hafði ein kona hans hlaupizt á bott í annan apa- flokk. Hann leit í kringum sig eftir einhverjum til að svala heift sinni á og einmitt þá kom Kala, ung apynja, utan úr skóginum með barnið sitt á bakinu. Hún vissi ekki hvernig á stóð en þegar Kerchak, froðufellandi af reiði, stefndi í átt til hennar, lagði hún sem íljótast á flótta. Hún sveiflaði sér upp á lággreinarnar og varð nú að taka á öllu sínu til þess að komast undan bandóðum apakónginum. Hærra og hærra barst leikurinn upp í trén og svo varð Kala að taka mjög langt stökk milli greina, svo langt, að á það hætta stóru aparnir sjaldan, nema ef um mikla hættu er að ræða. Stökk hennar tókst vel. Hún náði handfesti á öruggri grein, en í sama bili missti barnið hennar handfesti sína á baki hennar. — Hún sá það falla niður og slengjast niður í skógarsvörðinn. Án þess að skeyta hið minnsta um hinn reiða apa, sem elti hana, kleif Kala beint niður tréð og tók máttvana líkama barnsins síns í fang sér. Lágt sársaukavein heyrðist til hennar. Þótt hún væri aðeins mannapi, grimmt villidýr, átti þó móðurástin djúpar rætur í brjósti hennar. Hún settist á hækjur sér, og byrjaði að sleikja sárin á barni sínu, annað gat þessi unga móðir ekki gert. Reiði Kerchaks hvarf við þetta, eins snögglega og hún hafði komið. Brátt var allur apaflokkurinn aftur kominn niður úr trjánum og byrjaður á sinni venjulegu morgun- iðju að velta við hálfrotnum trjábútum í leit af lirfum og öðru ætilegu. Kala sat ein sér rneð dáið barn sitt í fangi sér. Voru það tár, sem glitruðu um augu hennar? Ef til vill. Hún var ung og fagurlimuð með örlítið hærra enni en félagar hennar, sem benti á meiri greind. Kala var yngsta kona eins apans í flokknum og hét sá Tublat, sem þýðir „hinn nefbrotni." Og þetta var fyrsta barnið hennar. Sorg hennar var auðsæ en hinir félagar hennar létu sig það engu skipta. Þegar sólin var komin nokkuð upp fyrir' trjátoppana lagði Kerchak af stað með flokk sinn til strandar. Kala bar ennþá dáið barn sitt í langi sér. Aparnir fóru hljóð- lega. Þeir höfðu reynslu fyrir því að í nágrenni kofans á ströndinni var hættulegt að láta á sér bera. Þeir þekktu orðið þrumuprikið, sem sendi hávaða og eklblossa í áttina til þeirra, og oft hafði einhver þeirra þá dottið dauður niður. Það var því betra að fara varlega. En í litlu heila- búi Kerchaks apakóngs bjó sú von að geta einhvern tíma jafnað um þennan hvíta apa sem hafði drepið svo marga úr flokki hans. Óttinn við svarta þrumuprikið knúði hann þó til þess að bæla niður urr og öskur og félagar hans fylgdu dæmi hans. Hægt og hljóðlaust nálgaðist apaflokkurinn kofann, sem nú stóð opinn, aldrei þessu vant. Kerchak fór fyrstur inn, en að baki honum voru tveir karlapar og síðan Karla með dáið barn sitt í fanginu. Þarna sáu þeir hvíta apann liggja fram á borðið með höfuðið í höndum sér. í rúminu lá einhver, sem hvítt segl var breitt yfir og grátur ungbarns heyrðist úr vögg- unni. Kerchak bjó sig til stökks, en þá reis Clayton á fætur og leit við. Þessi fjöldi af mannöpum, sem hann sá kominn inn í húsið hefur sennilega lamað hann um stund, enda voru byssur hans í hinum enda kofans og hann því varnarlaus. Kerchak stökk á hann með lágu urri og þegar villidýrið sleppti máttvana líkamanum, sem eitt sinn hafði verið lávarðurinn af Greystoke, sneri það sér að vöggunni til þess að athuga hvaðan þessi hljóð kæmu. En Kala varð fyrri til. Grátur ungbarnsins hafði vakið móðurtilfinningar hennar til lífsins aftur og áður en hendi 18

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.