Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1969, Qupperneq 23

Æskan - 01.01.1969, Qupperneq 23
Hœsti maður í Englandi. Líf Kristofers Greenes, sem er nú orðinn 24 ára, hefur verið mik- il kvöl, því hann er yfir 2 metra á hæð eða nánara tiltekið 2,35. 15 ára að aldri var hann nokkuð hár unglingur en þó ekkert óvana- legur, en þá byrjuðu ósköpin. Hann tók að vaxa og vaxa, og 18 ára að aldri var hann næstum búinn að ná þeirri hæð, sem hann nú hefur, 2,35 m. Hann hefur nýlega unnið metið að vera hæsti maður í Englandi. Allir stara á Kristofer og á slðustu árum hafa oft komið þau tímaþil að hann hefur verið alveg örviln- aður út af þessari stærð sinni. Hann langar til að giftast, en hver vill giftast risa? Hann fær engin mátuleg föt handa sér svo að allt verður að sauma á hann og fyrir það verður hann að borga tvöfalt verð. Hann getur ekki baðað sig í baðherbergi, og þegar hann gengur inn um venjulegar dyr verður hann að beygja sig. Hann getur ekki ekið í venjulegum bíl og þegar hann notar almenn- ingsvagna verður hann að standa á pallinum, sem er aftast í öllum vögnum erlendis. Hann hefur verið að hugsa um hvort ekki væri hægt fyrir lækna að finna einhver ráð til að gera þá að- gerð á sér að hann minnkaði. Það síðasta, sem frétzt hefur af Kristofer er að hann var að reyna að gerast körfuboltamaður, en þar er það kostur að vera hár. varð veifað, hafði hún hrifsað barnið npp úr vöggunni, en lét dána barnið sitt falla niður í hana í staðinn. Hún beið ekki boðanna heldur flýtti sér út úr þessu undarlega greni og hljóp lil skógar. Hún klifraði fimlega upp í hátt tré og þrýsti litla drengnum að brjósti sér, en hann grét stöðugt af sulli. Kala var fljót að sefa hann, eðlishvötin hjá þeim báðum brúaði bilið milli þeirra og brátt saug ungi lávarðurinn brjóst hinnar kafloðnu apynju. Kala hélt vandlega með annarri loppunni um þetta nýja barn sitt. Hún var minnug þess, sem skeð liafði fyrir stuttu þegar hún sá barnið sitt detta niður úr mikilli liæð. Hún vildi ekki eiga slíkt á hættu öðru sinni. Nú er að segja frá því, sem á meðan gerðist inni í kofanum. Þegar Kerchak liafði fullvissað sig um að báðir hvítu aparnir voru dauðir, skipti hann sér ekki meira af þeim, en tók nú, ásamt félögum sínum, að skoða þetta skrítna greni að innan. Meðal annars sá hann að svarta þrumuprikið hékk á einum veggnum. Fyrst í stað þorði liann ekki að snerta það, heldur gekk urrandi í kringum riffilinn. Eftir að Kerchak hafði æst sig upp um stund með urri og öskrum, snerti hann riffilinn með loppunni en kippti henni þó eldsnöggt að sér aftur, og hélt áfram að urra að byssunni. Félagar hans horfðu á en höfðust ekki að. Allir þekktu þeir mátt þessa svarta priks og sumir þeirra höfðu jafnvel séð félaga sína deyja fyrir þrumuraust þess. Spennan var mikil innan veggja kofans og allþröngt var þar, því að flestir úr apaflokknum voru nú komnir á vett- vang og tróðust út og inn um dyrnar. Kerchak óx nú þor við það að snerta riffilinn án þess að nokkuð skeði. Skyndilega liætti hann að spígspora og öskra, en þreif nú riffilinn í krumlur sér. Ekkert skeði ennþá og tók apinn nú að skoða þetta galdraprik nánar. Hann gægðist ofan í hlaupið, strauk skeftið og miðin og að síðustu fór hann að fitla við gikkinn. — Geysihár hvellur bergmálaði í kofanum og allir aparnir ruddust lafhræddir út hver sem betur gat. Kerchak sjálfur varð stjarfur af hræðslu. Svo hræddur varð hann, að hann steingleymdi að kasta frá sér því, er öllu þessu uppnámi olli, nefnilega byssunni og þegar hann, síðastur af öpunum rauk út um kofadyrnar rakst byssan í hurðina, þannig að hún small í lás að baki honum. Það var fyrst í rjóðrinu fyrir utan, að apa- kóngurinn tók eftir því, að hann hélt ennþá á byssunni. Hann beið ekki boðanna, en kastaði henni frá sér, eins og hún væri sjóðheit. Það leið alllangur tími þar til aparnir höfðu kjark í sér til þess að fara aftur til kofans, en þá komust þeir alls ekki inn hvernig sem þeir reyndu. Lokan góða, sem Clayton hafði smíðað á sínum tíma, sá fyrir því. Þeir héldu því inn í skóginn og tóku til við sína venjulegu iðju að ná sér í eitthvað í svanginn. Nokkru seinna kom Kala með nýja fósturbarnið í hópinn. Hún sýndi það félögum sínum, og þótti þeim þetta nýja hvíta apabarn vera hið mesta furðuverk. Ef aparnir ætluðu að verða nærgöngulir við barnið rak Kala þá burtu með reiðiurri. Hún hafði það á tilfinningunni, að þetta litla barn væri mjög veikburða og þess vegna þyrfti hún að gæta þess mjög vel fyrir öllum hættum skógarins. (frh.) 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.