Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1969, Qupperneq 55

Æskan - 01.01.1969, Qupperneq 55
Skólarnir okkar. MENNTASKÓLAR Nú eru starfandi fjórir menntaskólar, einn á Akureyri, tveir í Reykjavík og einn á Laugarvatni. Inntökuskilyrði eru miðskólapróf (bóknáms- deildar) með ákveðinni lág- markseinkunn. Námstími er 4 ár. Fyrsti bekkur skólanna er óskiptur, en hinir greinast í 2 deildir: máladeild og stærð- fræðideild. Nokkur munur er á námi deildanna. Lokapróf menntaskólanna er stúdents- próf, það veitir rétt til inn- göngu í háskóla. Kennaraskóli íslands og Verzlunarskóli ís- lands, báðir starfandi i Reykja- vík, liafa rétt til að brautskrá stúdenta. HÁSKÓLI ÍSLANDS Stúdentspróf veitir rétt til náms við innlendan og erlenda háskóla. Háskóli íslands skipt- ist í (i deildir, sem eru: guð- fræði-, heimspeki-, lækna-, lög- fræði-, verkfræði- og viðskipta- deild. Háskólinn veitir embætt- ispróf og réttindi til ákveðinna starfa. Nám við liáskóla tekur mislangan tíma eða frá þremur árum og upp i átta ár eða meira, ef sérfræðinám er tekið. Námi til B.A.-prófs er unnt að Ijúka á 3 árum og auk þess prófi i uppeldis- og kennslu- fræðum. Þessi próf veita rétt- indi til kennslu i framhalds- skólum. Heimspekideild braut- skráir kennara i islenzkum fræðum (cand. mag.) eftir 5-6 ára nám. Læknadeild braut- skráir lækna (cand. mcd) eftir 7 ára nám. Laga- og hagfræði- deild brautskráir lögfræðinga (cand. jur.) eftir 6 ára nám, og viðskiptafræðinga (cand. oecon.) eftir 4-5 ára nám. Guð- fræðideild brautskráir guð- fræðinga (cand. theol.) eftir 4 ára nám. Verkfræðideid veitir verkfræðinemum kennslu til fyrrihlutaprófs i verkfræði, en lokapróf í þeirri grein eru tek- in erlendis. Þegar á síðustu áratugum 19. aldar hófust nokkrar umræður um stofnun háskóla hér á landi. Var Benedikt sýslumaður Sveinsson helzti formælandi þess, og flutti hann tillögu á Alþingi 1881 um stofnun þá- skóla. Prestaskóli hafði tekið til starfa í Reykjavík haustið 1847, læknaskóli 1876 og síðast lagaskóli 1908, og voru þar með fengnir innan lands sérskólar til embættisnáms. Á Alþingi 1909 voru sett lög um stofnun háskóla, og var frumvarpið til þeirra laga boi'ið fram af Hann- esi Hafstein. En stofnun há- skólans var frestað til aldar- afmælis Jóns Sigurðssonar, 17. júni 1911, og skyldi háskólinn vera sem minnisvarði yfir þessa miklu frelsishetju og menning- arfrömuð þjóðarinnar. Árum Háskóli íslandw. saman liafði háskólinn ekki yf- ir neinum húsakynnum að ráða öðrum en nokkrum smástofum á neðstu hæð Alþingishússins, en með honum var þó reist það höfuðvígi islenzkra fræða og islenzkrar fræðimennsku, sem styrkzt hefur með hverju ári síðan. Árið 1933 var háskólan- um veitt einkaleyfi til að reka happdrætti hér á landi, og hef- ur hann síðan mjög eflzt að f jármunum. Árið 1940 var lokið að reisa handa lionum vegleg húsakynni, og voru þau vígð hátíðlega 17. júní það ár. '+ Villímenn Georg Iíatlin var frægur mál- ari í Bandaríkjunum. Hann málaði myndir af Indiánum, bæði heima og á veiðum. Er liann var 34 ára gamall, varð hann brjóstveikur og fékk berkla. Þá fór liann til Indi- ánanna og bjó lijá þeim. Úti- Hfið hafði þau áhrif, að hann varð aftur stálhraustur. Rúm þekktust þar ekki. Stundum svaf liann i hengirúmi úti í skógi, og stundum á bát úti á vatni eða milli buffalo- húða, sem breiddar voru á grasið. Hann vaknaði stundum við það, að liann var farinn að hrjóta, og lirökk upp með op- inn munninn. Þá afréð liann að taka upp þann sið Indiánanna að sofa með lokaðan munn. Hann sá oft Indíánamæður loka vörum sofandi barna sinna. Hann minntist þess, hvernig hvitir menn glápa með opnum munni, einkum er þeir urðu forviða. En Indíána sá hann brosa með lokuðum vörum. Þessi nýja aðferð virtist hafa góð áhrif á lungu hans. Árið 1559 var almenningi bannað að nota vasaklúta. Að- alsfólkið hafði þau sérréttindi og bar þá aðeins til skrauts eins og heiðursmerki. Þá voru vasaklútar nýkomnir til sög- unnar og voru afardýrir, oftast með knipplinguni og öðru skrauti. + t ALLT ÆSKUFÓLK þarf að lesa SAMTfÐINA heimilisblað allrar fjölskyldunnar. 10 stór blöð á ári fyrir aðeins 180 kr., og nýir áskrifendur fá 3 árganga fyrir 350 kr. Póstsendið strax þennan pöntunarseðil: Ég undirrit...., sem óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNI, sendi hér með 350 kr. fyrir árgangana 1967, 1968 og 1969. (Vinsamlegast sendið þetta í ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn ..........................7............. Heimili ..................................... Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Reykjavík. L______________________________________ 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.