Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 23

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 23
en fann ekkert hæli, sem mér fannst öruggt. Allar byggingarnar og trén, sem urðu á vegi mínum, voru þannig, að auðvelt virtist fyrir Mórlokkana, jafn fim- ir sem þeir voru, að klifra upp eftir þeim. En svo datt mér postulínshöllin græna í hug, með háum turnunum og fáguðu, hálu veggjunum, og um kvöld- ið tók ég Vínu eins og barn á öxl mér og hélt af stað í áttina til hæðanna í suðvestri. Ég hafði áætlað, að fjarlægðin þangað væri sjö til átta mílur, en hún reyndist nærri átján m lum. Fyrst þegar ég sá höll- ina, hafði verið móða í lofti, svo fjarlægðin sýndist minni en hún var í raun og veru. Á leiðinni losnaði hællinn undan öðrum skónum mínum og nagli stakkst upp í ilina, svo ég varð haltur. Það var því ekki fyrr en löngu eftir sólsetur að ég komst í námunda við höllina, þar sem hana bar dökka við Ijósgulan himin. Vína hafði vart ráðið sér fyrir fögnuði, þegar ég tók hana á öxl mér, en eftir stundarkorn vildi hún fá að ganga sjálf. Hljóp hún eftir það við hlið mér og tíndi af og til blóm og lét í vasa minn. Vasar mínir höfðu ávallt verið Vínu undrunarefni, en að !okum hafði hún komist að þeirri niðurstöðu, að þeir væru eins konar blómavasar. Að minnsta kosti not- aði hún þá í þeim tilgangi. Og þetta minnir mig á nokkuð! Þegar ég var að hafa treyjuskipti fann ég...“ Tímaferðalangurinn þagnaði, stakk hendinni í vasa sinn og lagði þegjandi tvö fölnuð blóm á borðið. því næst hélt hann áfram sögunni. ,,Það var byrjað að rökkva, þegar við voru að fara ‘ Vfir hæðarbrúnina við Wimbleton. Var Vína þá orðin þreytt og vildi snúa heim aftur. En ég benti í áttina hl grænu postulínshallarinnar og reyndi að gera henni skiljanlegt, að við mundum fá þar húsaskjól, svo ekkert væri að óttast. Jæja, þetta kvöld var það fremur eftirvænting en éttinn, sem mestu réð í huga mínum. Skilningarvit diín virtust óvenju skörp í næturkyrrðinni. Mér fannst iafnvel ég sjá neðanjarðargöngin undir fótum mér °S Mórlokkana, þar sem þeir gengu fram og aftur °9 þiðu eftir því, að aldimmt yrði. bannig héldum við áfram í kyrrðinni, og stöðugt bimmdi. Stjörnurnar fóru að koma í Ijós á festingunni. Jörðin varð myrk og trén sýndust svört. Vína varð s'fellt þreyttari og óttaslegnari. Ég tók hana í fang ^ér, talaði við hana og huggaði hana. Og þegar ^yrkrið jókst, lagði hún hendur um háls mér, lok- as' augunum og fól andlitið við barm minn. Af næstu hæðarbrún sá ég þéttan, dimman skóg framundan. Það kom hik á mig, því ég gat ekki séð, hann tæki nokkurs staðar enda. Þreyttur og fót- yr nam ég staðar og lagði Vínu með varúð á jörð- 3- Svo settist ég á þúfu. Ég gat alls ekki lengur ® postulínshöllina grænu og ég var orðinn hálf- hur. Ég horfði inn í skógarþykknið og hugsaði um, hvað þar leyndist í fylgsnunum. í þessu þykkni mundi birtan frá stjörnunum ekki einu sinni fá notið sín. Jafnvel þó ekki væri um neina hættu að ræða, og um hana vildi ég sem minnst hugsa, þá mundi ég flækj- ast í lággróðrinum og hrasa um fallna trjáboli. Ég var mjög þreyttur eftir erfiði dagsins, svo ég réð af að hætta ekki á að halda lengra, heldur láta fyrir- berast á hæðinni um nóttina. Mér þótti vænt um, að Vína var í fasta svefni. Ég vafði um hana treyjunni minni og settist við hlið hennar til þess að bíða eftir því, að tunglið kæmi upp. Alla nóttina lá ég þannig og reyndi að hugsa sem minnst um Mórlokkana, en í stað þess var ég að reyna að finna aftur gömlu stjörnumerkin í nýja stjörnuhafinu. Himinninn hélst heiður, aðeins eitt dimmt ský á lofti. Sjálfsagt hef ég blundað stöku sinnum. Loks fór að birta ofurlítið á austurhimnin- um, og tunglið kom upp, óverulegt, fölt, og oddmjótt. Og rétt á eftir roðaði fyrir degi, óljóst í fyrstu, en brátt glöggar, uns rósrauð og hlýleg dagsbrúnin rauf myrkrið og útrýmdi tunglsglætunni. Ég hafði ekki orðið var við Mórlokkana alla nóttina á hæðinni. Og mér fannst nú í aftureldingunni, að ótti minn hefði verið ástæðulaus. Ég stóð á fætur, en mér var þá svo sár fóturinn, sem naglinn hafði rekist í, að ég settist aftur, tók af mér skóna og fleygði þeim. Svo vakti ég Vínu, og við héldum af stað inn í grænan og yndislegan skóginn, sem um nóttina hafði verið svo dimmur og draugalegur. Við fundum ávexti til að seðja hungrið. Brátt mættum við smávöxnum Elóunum, sem sungu og dönsuðu í sólskininu. Og þá datt mér enn einu sinni kjötið í hug. Ég þóttist nú sjá, að einhvern tíma fyrir langa löngu hefði orð- ið þröngt í búi hjá Mórlokkunum. Ef til vill höfðu þeir þá um hrið lifað á rottum og öðrum slíkum smá- kvikindum. En svo höfðu þeir komist upp á að éta Elóana. Því þegar allt kom til alls voru Mórlokkarn- ir ennþá öfgafyllri en forfeður vorir fyrir þrjú til fjög- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.