Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 27

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 27
Nú heyrðist dynjandi fótatak ótt og títt um allar götur, og börnin dreif að eins og snjóflygsur í skæða- drífu. Þau hlupu að úr öllum áttum heim til litla, skr.tna bakarans, sem var nú búinn að raða brauðun- um út um stóra, hvíta borðið. „Þetta er mitt,“ sagði stærsti drengurinn, henti tveggja krónu peningi á borðið, þreif stærsta brauð- ið og dró sig út úr, til þess að geta notið þess þar einn. Þá kom annar æpandi: „Gef mér brauð — þetta er mitt — gef mér það fljótt. Sérðu ekki peninginn minn? Láttu mig ekki bíða.“ Lilti bakarinn sagði ekki orð, og hvorki varð hon- um að brosa eða yggla sig, og ekki flýtti hann sér, þó að rekið væri eftir honum. Hann fékk óþolinmóða drengnum brauðið, sem hann bað um og gætti vand- lega að honum, þegar hann var að draga sig út úr til þess að borða það einn. Nú komu margir að í þvögu, hrundu og spörkuðu og ýttu frá sér og teygðu fram aura sína. Þegar þeim voru rétt brauðin, hrifs- uðu þeir þau og hentust burt, án þess að þakka fyrir sig. En litlu börnin horfðu á brauðin með löngunar- fullu augnaráði, en komust hvergi nærri. Litli, skrítni bakarinn hélt áfram að afhenda og raða fallegu brauðunum á hvíta borðið. Loksins fór ösin að minnka. Þá kom fallegur, stilltur drengur að borðinu. Hann rétti alla aurana sína að bakaranum og keypti svo mörg brauð, að hann gat gefið öllum litlu börnunum, sem ekkert höfðu fengið. Og svo fór á endanum, að allir fengu eitthvað. Allra minnsta stúlkan leiddi halta drenginn. Þau voru himinglöð og brosandi að borða pínulitla brauðið sitt, sem þau voru búin að skipta á milli sín. En svo undarlega brá nú við, að allir þeir, sem brutu þessi litlu brauð sundur, fundu að þau voru niklu stærri, en þeim hafði sýnst í fyrstunni. En nú ifór allra stærsti drengurinn að yggla sig og gretta. „Þetta brauð er gallsúrt," sagði hann og beit á jaxlinn fokvondur. „En er það ekki brauðið þitt?“ spurði bakarinn. >.Og valdir þú það ekki sjálfur handa þér? Varst það ekki þú, sem vildir borða það einn og gefa eng- um með þér. Þú skalt ekki kvarta yfir brauðinu, sem Þú hefur valið og veitt þér sjálfur.“ Þeir, sem höfðu hrifsað brauðin og hlaupið burt, án þess að þakka, komu nú allir til baka og kvört- uðu. „Við komum hingað til þess að fá góð brauð,“ sögðu þeir. „En svo fáum við súr brauð, klessubrauð. bessi strákur þarna hefur gott brauð. Því fáum við ekki gott brauð, eins og hann?“ Litli, skrítni bakarinn brosti kynlega. ..Þið völduð í flýti og bráðlæti, eins og sá, sem er eigingjarn og engum vill gefa með sér. Ég gat BARNA- OG UNGLINGAKENNARAR i V-ÞÝSKALANDI Vestur-ÞjóSverjar létu fara fram athugun í barna- og unglingaskólum hvernig kennslustörfin skiptust milli karla og kvenna. Útkoman varS sú, aS konur kenndu sex af hverjum tíu nemendum, en karlar kenndu aSeins fjórum af hverjum tíu. ekki vaiið fyrir ykkur, það urðuð þið að gera sjálf, og ég get ekki skipt við ykkur. En ég kem hingað aftur, og þá skuluð þið reyna að velja betur.“ Þessi börn gengu burt, þögul og niðurlút. Þau höfðu fengið nóg til að hugsa um. En Iitlu börnin og góði drengurinn sátu og borð- uðu brauðin sín glöð og kát. Hvert smábrauð var brotið í marga bita, því að öll vildu þau gefa öðrum með sér. Og þeim þóttí brauðið svo gott, að þau höfðu aldrei bragðað neitt þvílíkt. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.