Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 42

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 42
Ævintýrið um H. C. Andersen EFTIR KAREN MARGRETHE BITSCH Enda þótt vandamálið um framtíðarstarf hans væri meira og meira ágengt í huga hans, er hann átti nú að fermast, þá vildi hann hvorki heyra nefnt að verða klæðskeri, eins og móðir hans vildi, né rennismiður eins og prinsinn hafði stungið upp á. Fermingardagurinn nálgaðist. Hans Christian átti að ganga til fermingarundirbúnings hjá stiftsprófast- inum. — Fátæku börnin gengu til aðstoðarprestsins, en þau hræddist hann, svo að hann kaus heldur að láta í minni pokann fyrir latínuskólanemendum og heldri manna börnunum. Heldur ekki meðal þeirra fann hann til neinnar vinsemdar í garð félaga sinna. Aðeins eitt af börnunum, lítil stúlka, gaf honum eitt sinn rós. Hann gleymdi aldrei síðan, að það var þó ein manneskja, sem virtist kæra sig um hann. Klæði föður hans voru saumuð upp handa honum og í fyrsta skipti á ævinni fékk hann nú sttgvélaskó. Hátíðisdaginn gengur hann glaður og stoltur inn eftir kirkjugólfinu við hliðina á móður sinni. Það brakar i stigvélunum. Hann hefur stungið buxna- skálmunum ofan í þau, svo að þau sjáist nú veru- lega vel. Honum finnst hann vera svo fínn, að allir hljóti að horfa á sig. Meðan á fermingarathöfninni stendur, fer hann að hugsa um háu stígvélin sín aftur, en þá verður hann svo hræddur, að hann biður guð um fyrirgefn- ingu, en fer svo aftur að hugsa um stígvélin. Hans Christian skelfist við hugsunina um að ger- ast lærlingur í klæðskeraiðn; en nú segir mamma hans, að hann verði að fara að vinna eitthvað gagn- legt. Dag nokkurn tekur hann sparibaukinn sinn, eða grísinn, ofan af hillu, brýtur hann og fer að telja peningana. Sjáum til, það eru 13 ríkisdalir. 13 ríkis- dalir, það er meira en nóg til þess að komast til Kaupmannahafnar. Hann biður og grátbænir móður sina um að gefa sér leyfi til að fara til Kaupmannahafnar og höndla hamingjuna. Anna María veit ekki sitt rjúkandi ráð. Getur hún sent slíkan dreng til höfuðstaðarins? Drenginn sinn! Gleði og stolt hennar; hvernig á hún að lifa án hans? En hégómagirnd hennar verður ofan á. Kannski verður hann eitthvað mikið. Hvað sagði ekki spá- konan. Hann átti að fara yfir stórt haf. Hún sagði líka, að hann myndi verða mikill maður og frægur. Getur hún þá sagt nei? Út í heiminn Nú er ákvörðunin tekin. Hans Christian þekkir enga lifandi sál í Kaupmannahöfn. Hverja langar hann mest til að hitta? Auðvitað leikara. Hann hleypur til ein- hvers þekktasta borgara bæjarins, Iversens prentara, en hann þekkir alla leikara, sem koma til Odense. Iversen verður að hjálpa honum. Iversen horfir dálitla stund á þennan ákafa dreng- Honum finnst þetta vera heimskuflan og ræður hon- um til þess að læra einhverja iðn. Nú, þetta þekkir hann frá fornu fari! „Það væri áreiðanlega mikill skaði,“ segir Hans Christian djarflega við manninn, sem hann á svo mikið undir: Iversen hrífst af kjarki drengsins og fær áhuga á honum. Hann gefur honum meðmsela- bréf til dansmærinnar, frú Schall. Hamingjusami drengurinn ímyndar sér nú að hann hafi yfirunnið fyrstu erfiðleikana. Frú Schall niun áreiðanlega hjálpa honum! Hann flýtir sér heim og nú er í mörgu að snúast. Pósturinn, sem fer til Ny' 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.