Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 11

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 11
norralaug í Reykholti er merkilegasta mann- virki sinnar tegundar á íslandi, enda hægt v'ð að jafnast. Víða bjuggu íslendingar við hveri og iaugar, en höfðu litla tilburði eða getu til að hag- nýta sér þessi náttúrugæði nema helst til þvotta °9 eitthvað lítilsháttar til baða, einkum á fyrri öld- um. Þjóðminjasafnið lét gera mjög rækilega við Snorralaug sumarið 1959, og vann Þorkell Gríms- son safnvörður mest að því verki og kynnti sér í Því sambandi allar heimildir, sem til eru um sögu laugarinnar. Snorralaug er kringlótt og öll hlaðin úr hveragrjóti. Hún var mæld nákvæmlega, áður en V'ðgerð hófst og reyndist vera 3,70—3,90 m í þver- ^ál, en vegghæðin mæld frá botni 54—84 cm. Við ðotninn allt í kring er hlaðið þrep, um 20 cm á ðreidd og annað eins á hæð. Botninn er allur úr ^yndarlegum hellum. Veggurinn er neðst úr stórum tilhöggnum hellum, sem reistar eru upp á rönd hlið við hlið og sýnast fljótt á litið vera stórir efnismiklir stoinar. Ofan á þessari umferð voru 3—4 lög af lá- réttum hellum laglega samanfelldum. Á einum stað eru tröppur niður í laugina, en frá þeim er skammt að dyrum jarðganga þeirra, sem liggja frá lauginni til gamla bæjarstæðisins. Þau jarðgöng fundust 1930 og eru fornmannaverk. Vitað er, að á dögum Snorra Sturlusonar var forskáli eða göng frá laugu til bæjar. Jarðgöngunum er haldið við sem fornminjum, en ekki hafa þau enn verið rannsökuð til fulls. Heitt vatn rennur í Snorralaug frá hvernum Skriflu eftir gömlum rennustokki, og einfaldur útbúnaður er til að stöðva rennslið að vild. En kalt vatn var ekki hægt að láta renna í laugina, því að það var ekkert til á staðnum. Varð því að láta kólna hæfilega í henni, áður en hægt var að baða sig. Afrennsli er á einum stað við botn laugarinnar og auðvelt að tæma hana, en yfirfallspípa temprar hæð vatnsyfirborðsins. Þegar vatn stendur hæst í lauginni, getur meðalmaður setið á laugargólfinu þannig að vatnið nemi við höku. Snorralaug er þokkalegt mannvirki og á henni snyrti- legur verkbragur. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.