Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1975, Page 11

Æskan - 01.10.1975, Page 11
norralaug í Reykholti er merkilegasta mann- virki sinnar tegundar á íslandi, enda hægt v'ð að jafnast. Víða bjuggu íslendingar við hveri og iaugar, en höfðu litla tilburði eða getu til að hag- nýta sér þessi náttúrugæði nema helst til þvotta °9 eitthvað lítilsháttar til baða, einkum á fyrri öld- um. Þjóðminjasafnið lét gera mjög rækilega við Snorralaug sumarið 1959, og vann Þorkell Gríms- son safnvörður mest að því verki og kynnti sér í Því sambandi allar heimildir, sem til eru um sögu laugarinnar. Snorralaug er kringlótt og öll hlaðin úr hveragrjóti. Hún var mæld nákvæmlega, áður en V'ðgerð hófst og reyndist vera 3,70—3,90 m í þver- ^ál, en vegghæðin mæld frá botni 54—84 cm. Við ðotninn allt í kring er hlaðið þrep, um 20 cm á ðreidd og annað eins á hæð. Botninn er allur úr ^yndarlegum hellum. Veggurinn er neðst úr stórum tilhöggnum hellum, sem reistar eru upp á rönd hlið við hlið og sýnast fljótt á litið vera stórir efnismiklir stoinar. Ofan á þessari umferð voru 3—4 lög af lá- réttum hellum laglega samanfelldum. Á einum stað eru tröppur niður í laugina, en frá þeim er skammt að dyrum jarðganga þeirra, sem liggja frá lauginni til gamla bæjarstæðisins. Þau jarðgöng fundust 1930 og eru fornmannaverk. Vitað er, að á dögum Snorra Sturlusonar var forskáli eða göng frá laugu til bæjar. Jarðgöngunum er haldið við sem fornminjum, en ekki hafa þau enn verið rannsökuð til fulls. Heitt vatn rennur í Snorralaug frá hvernum Skriflu eftir gömlum rennustokki, og einfaldur útbúnaður er til að stöðva rennslið að vild. En kalt vatn var ekki hægt að láta renna í laugina, því að það var ekkert til á staðnum. Varð því að láta kólna hæfilega í henni, áður en hægt var að baða sig. Afrennsli er á einum stað við botn laugarinnar og auðvelt að tæma hana, en yfirfallspípa temprar hæð vatnsyfirborðsins. Þegar vatn stendur hæst í lauginni, getur meðalmaður setið á laugargólfinu þannig að vatnið nemi við höku. Snorralaug er þokkalegt mannvirki og á henni snyrti- legur verkbragur. 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.